Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 1
(Æ 16. ARG. L—2. HEFTI — 1954 Ár íil síri'iin Það var í april-mánuði 1854. sem lög voru samþykkt um algert verzlunar- Irelsi Islendingum til handa. Frá því á einokunartímabilinu haíði verzlunar- írelsið unnizt í áíöngum fyrir þrotlausa baráttu landsmanna að íenginni dýr- keyptri reynzlu. Lögin um ótakmarkað verzlunarfrelsi tóku þó ekki gildi fyrr en ári seinna, eða I. apríl 1855. Á nœsta ári eru þvi 100 ctr liðin frá þeim merkisdegi, sem telja má upphaf þess framfaraskeiðs í sögu hinnar íslenzku þjóðar, sem glœsilegast hefur verið og fœrði landsmönnum langþróð stjórn- arfarslegt sjálfstœði, menningarlegar framfarir og bœtt lifskjör. Þessa fœðingardags frelsisins ber að minnast á verðugan hátt. Þar á verzlunarstéttin að hafa forustuna. Um þá minningarhátið ó verzlunarstéttin að standa einhuga og vanda svo til hennar, að yfir henni verði sá glœsi- faragur, er tilefninu sœmir. Það er aðeins ár til stefnu, svo að tímabœrt er að hefja vandaðan undirbúning. FRIÁLS VERZLUN hvetur Verzlunarráð ís- lands, Samband smósöluverzlana og Verzlunarmannafélag Reykjavikur til þess að taka höndum saman um að ýta undirbúningsstarfinu nú þegar úr vör. Það vill svo til að á þessu sama ári er hálfraraldar afmœli Verzlunar- skóla Islands. Verzlunarskólinn hefur unnið verzlunarstéttinni ómetanlegt gagn á þeim fimm áratugum, er hann hefur starfað. Harm hefur og verið þjóðinni í heild nytsöm stofnun. Þessi mœti skóli, sem nú mun vera einna fjölmenn- asti framhaldsskóli landsins, býr við naumastan húsakost þeirra allra. Hér bíður verzlunarstéttarinnar óleyst verkefni. Vœri ekki ný vegleg Verzlunar- skólabygging fegursta minnismerkið, sem hinu 100 óra gamla verzlunarfrelsi yrði reist. I þessu máli á verzlunarstéttin að ríða á vaðið og síðan að tryggja sér stuðning Bœjarstjómar Reykjavíkur og Alþingis. Verzlunarmenn, þekkjum nú okkar vitjunartíma og munum, að menntun er máttur.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.