Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1954, Page 1

Frjáls verslun - 01.02.1954, Page 1
16. ARG. 1.—2. HEFTI — Ar til §teíiiu Það var í apríl-mónuði 1854, sem lög voru samþykkt um algert verzlunar- frelsi Islendingum til handa. Frá því á einokunartímabilinu hafði verzlunar- frelsið unnizt í áföngum fyrir þrotlausa baráttu landsmamia að fenginni dýr- keyptri reynzlu. Lögin um ótakmarkað verzlunarfrelsi tóku þó ekki gildi fyrr en ári seinna, eða 1. apríl 1855. Á nœsta ári eru því 100 ár liðin frá þeim merkisdegi, sem telja má upphaf þess framfaraskeiðs í sögu hinnar íslenzku þjóðar, sem glœsilegast hefur verið og fœrði landsmönnum langþráð stjórn- arfarslegt sjálfstœði, menningarlegar framfarir og bœtt lífskjör. Þessa fœðingardags frelsisins ber að minnast á verðugan hátt. Þar á verzlunarstéttin að hafa forustuna. Um þá minningarhátíð á verzlunarstéttin að standa einhuga og vanda svo til hennar, að yfir henni verði sá glœsi- bragur, er tilefninu sœmir. Það er aðeins ár til stefnu, svo að tímabœrt er að hefja vandaðan undirbúning. FRJÁLS VERZLUN hvetur Verzlunarráð Is- 'ands, Samband smásöluverzlana og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur til þess að taka höndum saman um að ýta undirbúningsstarfinu nú þegar úr vör. Það vill svo til að á þessu sama ári er hálfraraldar afmœli Verzlunar- skóla Islands. Verzlunarskólinn hefur unnið verzlunarstéttinni ómetanlegt gagn á þeim fimm áratugum, er hann hefur starfað. Hann hefur og verið þjóðinni í heild nytsöm stofnun. Þessi mœti skóli, sem nú mun vera einna fjölmenn- asti framhaldsskóli landsins, býr við naumastan húsakost þeirra allra. Hér bíður verzlunarstéttarinnar óleyst verkefni. Vœri ekki ný vegleg Verzlunar- skólabygging fegursta minnismerkið, sem hinu 100 ára gamla verzlunarfrelsi yrði reist. í þessu máli á verzlunarstéttin að ríða á vaðið og síðan að tryggja sér stuðning Bœjarstjómar Reykjavíkur og Alþingis. Verzlunarmenn, þekkjum nú okkar vitjunartima og munum, að menntun er máttur.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.