Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 2
Sigurður Pétursson, gerlafrœðingur: Vörugæði »ff vísindi Vandvirkni mun vera finnanlegur þáttur í íari llestra manna, mismunandi sterkur þó. Það eru að vísu rnargir raunalega kærulitlir um störf sín, en sarnt eru, sem betur fer, miklu fleiri þannig gerðir, að þeir leitast við að vanda sín handaverk, og gefa þeirn þann þokka. sem veitir ánægju þeim, sem njóta. Það virðist svo, að vandvirkni sé af tveimur rótum runnin. Annars vegar fullnæging á listrænni eðlishvöt gerandans, hins veg- ar viðleilni í þá átl að falla öðrum í geð. Sú síðar nefnda rótin mún þó öllu gildari, og af henni þróast eitt af meginatriðunum við alla framleiðslu. vöndun vörunnur. Það er augljósl mál, að undirróL vöruvöndunar er oftast mat kaupandans. En auðvitað verður þá kaup- andinn að vera frjáls í vali sínu. Hvers konar verzl- unareinokun, höft og verndartollar hafa í för með sér minnkandi vöruvöndun, en frjáls samkeppni evkur liana. Þannig er jrjáls verzlun skilyroi vöruvöndunar. Svo er margt sinnið sem skinnið, og smekkur manna og mat á vörum er líka ákaflega mismunandi. Þó má alltaf finna nokkra höfuðdrætti sameiginlega í dóm- um manna um sama hlutinn. Slíkir almannadóma.r eru sá leiðarvísir, sem allir framleiðendur þurfa að fara eftir, og leggja verður til grundvallar við mat á vörunni. Allt mal er afstætt (relativt), það þarf að miðast við eitthvað, sem þekkt er, einhvern mælikvarða. AI- mennt hefur fólk ekki annan mælikvarða að styðjast við en sín eigin skilningarvit. Mat þess á vörunni mið- ast við útlil hennar, lykt, hragð, hvernig hún er við- komu o.s.frv. Þessu má nokkuð lýsa, en venjulega ná þó slíkar lýsingar of skamml til þess, að þær geti orðið að fullu gagni við framleiðsluna. Hér er það sem vísindin koma lil hjálpar. Þau geta mælt og veg- ið miklu meira „en nemur taugin.“ Þó er þeim mæl- ingum óneitanlega líka nokkur takmörk sett. Aðferðir vísindanna við mal á vörum eru aðallega þrenns konar, eölisfra'öilegar, cfnafrœ'ðilegar og líf- jra-ðilegur. Eðlisfræðilegar rannsóknir eru t.d. það, iþegar madd er eðlisþyngd, Ijósbrot, öldulengd geisl- unar, leiðsla rafmagns og hita, harka, hurðarþol og slilþol og því um líkt. Með efnarannsóknum eru greind í sundur þau efni, sem í vörunni eru, og mælt hversu mikið er af hverju þeirra. Líffræðilegar rannsóknir ganga út á greiningu vefja úr plöntum eða dýrum. eða þá rannsóknir á gerlagróðri vörunnar, einkum með tilliti lil þess, hvort varan hefur tilskilið geymsluþol eða hvort af henni geti stafað nokkur sýkingarhætta fyrir neytandann. Með gerlarannsóknum er líka oft gengið úr skugga um, hvort varan hefur verið hrein- lega meðhöndluð eða ekki. Með þessum vísindalegu rannsóknum er venjulega hægt að mada og ineta ástand og gaiði hluta miklu nákvæmar en með skilningarvitunum einum saman. Og það sem meira er um vert. Rannsóknir þessar er hægt að framkvæma á alveg sama hált, eftir nákvæmlega sömu aðferðuin, á mismunandi stöðum og tímum, og af ýmsum ólíkum mönnum og öðlast samhærilegar niðurstöður. Um mat skilningarvitanna einna sarnan gegnir öðru máli. Þau eru misjafnlega næm hjá rnönnum og dómar byggðir á slíkum skynjunum verða oft aiði ósam- hljóða og of háðir þeirri persónu, er matið framkvæm- ir. Venjulega er því reynt að komast eins mikið hjá slíku mati og unnt er, en finna þess í stað vísindalega mælikvarða, óháða persónunni, sem notar þá hverju sinni. Gæðamat á vörum er að jafnaði liaft um hönd af þremur aðilum, þ.e. frunileiSenduin, neytendum og því opinbera. Að sjálfsögðu stefna þessir aðilar að sama marki, þ.e. að hafa vöruna sem hezta, en afstaða 2 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.