Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 4
* Heinz Nordhoíf — ATHAFNAMAÐURINN AÐ BAKI VOLKSWAGEN * Endurreisn efnahagslífs Vestur-Þýzkalands el’tir síðustu styrjöld gengur kraftaverki næst. Á sama tíma og Austur Þjóðverjar eiga við mikinn skort að búa, eru landar þeirra vestan járntjalds að undirbúa bvgg- ingu 150 milljón dollara stálverksmiðju fyrir Ind- verja; suður í Mexíkó eru þeir önnum kafnir við að ganga frá mikilli sýningu á þýzkri framleiðslu og til Brasilíu halda þeir í stórum hópum, jafnt verkfræð- ingar sem kaupsýslumenn, til að leita nýrra viðskipta. Stálverksmiðjur Rúrhéraðanna eru enn á ný orðnar afkastamiklar, og borgir eins og Dússeldorf og Mún- chen, þar sem íbúarnir urðu að láta hverjum degi nægja sínar þjáningar fyrir nokkrum árum, státa nú nýjum hótelbyggingum og ört vaxandi athafnalífi. Efnahagsmálaráðherra Vestur-Þýzkalands, Ludvvig Er- hard, á mikinn þátt í hinni hröðu þróun í efnahagslífi landsins, en hann hefur verið ötull talsmaður hins frjálsa framtaks. „Gefið fólkinu og fjármagninu frjáls- ræði, og með því skapast öflugt þjóðfélag,“ var Er- hard lengi búinn að prédika, og þessi „lyfseðill“ hans hefur ráðið ótrúlega skjóta bót á því alvarlega meini, sem þjáði þýzkt efnahagslíf að styrjöldinni afstaðinni. Bretar höfnuðu, Hvergi hefur hin öra nýsköpun Vestur-Þýzkalands komið eins berlega í ljós og hjá fremstu bifreiðaverk- smiðjum landsins, Volkswagenwerk, sem framleiða hina velþekktu Volkswagen bíla. Sá, sem stjórnar þessu mikla fyrirtæki, heitir Heinz Nordhoff, 55 ára gamall verkfræðingur, sem segist hafa alla tíð haft sérstak- an áhuga á bílasmíði. Fyrir sex árum síðan má segja, að bæði Volkswagen og Nordhoff hafi verið illa á sig komnir eftir fall Þýzkalands. Heinz Nordhoff ásamt nolckrum af þeim 180 þúsundum bifreiða. sem Volkswagen framleiddu s.l. ár. Bygging Volkswagenverksmiðjanna var liafin árið 1938 að skipan Hitlers í borginni Wolfsburg, um 160 km. vestur af Berlín. Var ætlunin að framleiða ódýr- an „alþýðuvagn“, sem almenningur hefði tök á að eignast. Fyrsti bíllinn, sem verksmiðjan framleiddi, var tilbúinn 1940. í síðustu styrjöld var rösklega helmingur verksmiðjanna eyðilagður í loftárásum Bandamanna. Eftir uppgjöf Þjóðverja var hluti af verksmiðjubyggingunum notaður sem bifreiðaverk- stæði fyrir brezka hernámsliðið. Þau ta-ki verksmiðj- anna, sem ekki var not fyrir í þessu augnamiði, voru boðin brezkum bifreiðaframleiðendum, en þeir höfðu ekki minnsta áhuga fyrir þeim. i Hóf starfið með hálfum huga. Nordhoff var lítið betur á sig kominn en Volks- wagen-verksmiðjurnar. Hann hafði ráðist til Adam Opel A.G., dótturfyrirtækis General Motors, árið 1929, verið nokkurn tíma í Bandaríkjunum hjá því fyrir- tæki, en 1942 gerður að forstjóra stærstu vörubíla- verksmiðju Evrópu, Ojxelverksmiðjunnar í Branden- burg. í styrjaldarlok var liann atvinnulaus og hafði auk þess misst mest allar eigtir sínar. Nordhoff varð 4 FRJÁLS vf.rzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.