Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 5
að lifa á hálfgerðu betli hjá vinum sínum í tvö ár, þar sem honum var forboðið að vinna nema almenna verkamannavinnu á handaríska hernámssvæðinu, og jafnvel slíka vinnu var enginn leikur að fá í þá tíð. Bretar komu nú til skjalanna og fóru fram á, að hann tæki að sér rekstur Volkswagenverksmiðjanna, sem cru staðsettar á þeirra hernámssvæði. Bretar vildu láta hefja þar framleiðslu að nýju til þess að skapa at- vinnu fyrir íbúa Wolfsburg og næsta umhverfis, sem var illa í sveit sett. Nordhoff var langt frá því að vera ánægður með að taka að sér þessa stöðu. þar eð hann sem gamall Oj>eI maður hafði mjög takmarkað álit á framleiðslu hinna gömlu keppinauta sinna. Með hálfum huga hóf hann þó sitt nýja starf í janúav 1948. Sennilega myndu Bretar aldrei hafa gengið á eftir Nordhoff með að taka að sér viðreisnarstarfið hjá Volkswagen, hefðu þeir séð fyrir, að hann a'tti eftir að höggva stórt skarð í bílaútflutning þeirra með sam- keppni á erlendum markaði. Á meðan iðnaðarfram- leiðsla Vestur-Þýzkalands var í molum fyrir gengis- breytinguna, gátu Volkswagenverksmiðjurnar stöðugt aukið afköst sín frá mánuði til mánaðar, þrátt fyrir mikla erfiðleika með öflun hráefna. I dag er talið, að Volkswagen sé orðinn fjórði stærsti bílaframleiðandi í heimi næst á eftir ..hinum þremur stóru“ í Banda- ríkjunum. Vinsœldir Volkswagen. Á s.l. ári framleiddu Volkswagenverksmiðjurnar 180.000 bíla, eða scm svarar einn bíl á hverjum 80 sekúndum, og útflutningurinn náði til 88 landa. Sala Volkswagenbílanna erlendis hefur verið ör eins og sjá má af því, að þeir seljasl betur eu nokkur önnur bifreiðategund í fimm Evró])ulöndum. I Belgíu, Frakklandi og Ílalíu hefur orðið að koma á ströngum innflutningslakmörkunum sökum vaxandi vinsælda Volkswagen. Nú er svo komið, að næstum annar hver híll, sem ekur um þýzku þjóðvegina, er Volkswagen. í Sviss selzt mun meira af Volkswagen en nokkrum öðrum bílum að meðtöldum bandarískum gerðum. Volkswagenverksmiðjurnar ráðgera að taka á næst- unni í notkun þriðju framleiðsluæðina, en það þýðir framleiðsluaukningu úr 750 bílum í 1000 á dag. Auk þess hefur verið komið upp samsetningaverksmiðjum í Belgíu, írlandi, Suður-Afríku og Brasilíu, og ráðgert er, að ein verði sett á fót í Ástralíu á næstunni. Mikið átak hefur þurft til að hyggja upp þessa miklu framleiðslu, enda hefur það kostað sleytulausa vinnu hjá þeim, sem lagt hafa hönd á plóginn. Heinz Nordhoff lagði nótt við dag eftir að hann tók við fram- kvæmdastjórn fyrirtækisins og veitti sér enga hvíld Volkswagjen-verksmiðjurnar í Wolfsburg: munu bráðleffa fram- leiða 1000 bíla á <lag. frá störfum fyrstu árin. Hann hefur alltaf haft nána samvinnu við hina 20 þúsund starfsmenn sína, enda sýna afköstin, að sam.-larf undir- og yfirmanna hefui J)orið góðan ávöxt. Nordhoff varði t.d. miklum tima í að tala við starfsmenn sína á vinnustaðnum og skýra út fyrir j>eim, livert markmið hans væri. Þegar hann hóf starf sitt, nam framleiðslan ekki nema 700 bílum á mánuði, og enginn hafði minnstu hugmynd um, hvað þeir raunverulega kostuðu. Aukning framleiðslunnar. Framfarir voru hægfara fyrst í stað, því marga erf- iðleika varð að yfirstíga. Til þess að unnt væri að fá nægt vinnuafl varð að byggja 4000 íbúðir, og ein aukamáltíð var gefin á dag, svo einhver von væri að halda starfsfólkinu. Hafist var handa um að gera við verksmiðjubyggingarnar og endurbæta vélakostinn. Ákveðið var að gera ýmsar endurbætur á útliti og vél Volkswagenbílsins, sem ekki var talinn uppfvlla þær kröfur, er til hans voru gerðar. Volkswagen var upphaflega teiknaður af Ferdinand Porsche. Einir 210 vagna.r af þeirri frumsmíð liöfðu verið framleiddir, áður en verksmiðjurnar voru látnar hefja smíði flutningabíla fyrir þýzka herinn. Eftir að Nordhoff breytti útliti Volkswagen, lét hann það boð FRfÁLS VERZLUN 5

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.