Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 6
SMEKKLEG VERZLUN VID LAUGAVEGINN í október s. 1. var opnuð nýlenduvöruverzlun að Lauga- veg 19 í Heykjavík og nefn- ist hún Clausensbúð. Eigandi hennar er Holger Clausen. Hann vann. áður en hann opnaði þessa verzlun. í tvö ár í Danmörku, þar af í hálft ár hjá Magasin Du Nord. Blaðið átti nýlega tal við Clausen, og kvaðst hann hafa fengið hug- myndina að innréttingu verzl- unar sinnar í Danmörku. 1 Clausensbúð eru engar hillur hærri en svo, að þær eru í sjónarhæð fyrir meðal manni. ,,I>ar S viðskiptavinuniim að líða vel“. Það rúm, sem við þetta skap- ast, er notað til útstillinga. Verzlunin er ekki máluð, heldur veggfóðruð, bæði veggir og loft, og telur Clausen það hagkvæmara og ódýrara. „ínnrétting verzlunar á að Hta út sem leiksvið,“ sagði Clausen, ,,og þar á viðskiptavinunum að líða vel." út ganga, að hann hefði ekki í hyggju að breyta hon- um frekar á næstunni, hvorki hvað stærð' eða annað útlit snerti. Á árinu 1948 fór framleiðslan ujip í 19.220 bíla, en var aðeins 8973 árið áður. Árið 1951 var talan orðin 105.482 og á s.l. ári komst hún upp í 180.000 eins og áður hefur verið sagt. Jafnt sölumaður sem forstjóri. Nordhoff hefur notað sálfræðilegar aðferðir í sam- bandi við aukningu framleiðslunnar. Hann lætur allt efni streyma í stríðum straumum inn í verksmiðjuna og leggur sérstaka áherzlu á skjóta afgreiðslu bifreið- anna til viðskiptavinanna. Nordhoff heldur því fram, að miklar efnisbirgðir innan veggja og engir bílar „á lager“ utan þeirra hafi sálrænt aðhald að starfs- fólkinu, þannig að framleiðslan verði örari. Auk þess að vera röggsamur stjórnandi Volkswag- enverksmiðjanna, þá er Nordhoff einnig fyrirmyndar sölumaður. Hann hefur t.d. sent umboðsmönnum sín- um söluhandbók, þar sem kennir margra grasa. Hand- bók þessi skilgreinir m.a. 41 tegund væntanlegra Volkswagen viðskiptavina, þar á meðal djúpt hugs- andi prófessora. Þeim eigendunr Volkswagen, sem aka bíl sínum 100.000 km. án meirihátlar viðgerða, send- ir Nordhoff gullhúðað úr að gjöf. Til þessa hafa 28 þúsund manns orðið aðnjótandi þessa kaupbætis. Nordhoff er fæddur í Hildesheim í Neðra Saxlandi árið 1899. Hann gekk í tækniskóla og var aldrei í neinum vafa um, að hann myndi verða iðnverkfræð- ingur. Eftir að hafa barizt í fyrri heimsstyrjöldinni gerðist Nordhoff aðstoðarmaður hjá hinum kunnu þýzku BMW bifreiðaverksmiðjum. Árið 1929 réðist hann svo lil Opelverksmiðjanna, sem þá hcifðu nýlega verið keyptar af General Motors. Virðing hans jókst stöðugt hjá því fyrirtæki, unz hann var gerður að framkvæmdastjóra vöruhifreiðaverksmiðju þess árið 1942. Nordhoff, sem hefur 400.000 krónur í árslaun, er mikill starfsmaður. Hann fer á fætur kl. 6,30 á morgn- ana og ekur sjálfur til vinnu sinnar -—■ auðvitað í Volkswagen. Nordhoff gefur sér lítinn tíma til ferða- laga, nema þá í viðskiptaerindum. Þó skrapp hann á veiðar í Afríku í fyrra og skaut þá tvö ljón. Um þess- ar mundir er hann á ferðalagi um Austurlönd og hyggst auka sölu á Volkswagen í þeim hluta heims. Það væri synd að segja, að Nordhoff væri kyrrstöðu- maður. Hann ann sér engrar hvíldar, því hann hefur ásett sér að helga krafta sína einni hugsjón. Sú hug- sjón er að gera Volkswagen að almenningseign, ekki aðeins í Þýzkalandi, heldur einnig um víða veröld. 6 FRJÁLS veiizlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.