Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 8
Itali og ljóshærð, liraustlega vaxin sænsk stúlka. Umræðu- efnið við borðið var það mál, sem þá var efst á baugi — Hitler og Tékkóslóvakía. Don- ald veitti því eftirlekt, að þau höfðu sömu skoðanir og hann á málunum. Að skilnaði kynntu þau sig sem Marianne Nordblom og Bruno Pontec- orvo. I þann tíma nam Pontecorvo iðlisfræði \ið Collége de France og naut til þess náms- styrks. Var liann uppáhalds- nemandi prófessors Frédéric Joliot-Curie, sem þekktur er fyrir kjarnorkurannsóknir sín- ar, en liann er viðurkenndur kommúnisti. Pontecorvo og hin sænska vinkona hans bjuggu saman í lítilli íbúð við Place du Panthéon 17. Þau áttu þá ársgamlan son. en þau giftu sig ekki fyrr en í janúar 1940. í júni sama ár voru Donald Maclean og Melinda Marling gefin saman í hjónaband. Skömmu síðar urðu þau að flýja París, sem þá var í þann veginn að falla í hend- ur Þjóðverjum. Ungu hjónin eyddu hveitibrauðsdög- unum um borð í togara, sem fluttu þau til Englands. Pontecorvo og kona hans héldu hins vegar til Lissabon og þaðan til Bandaríkjanna. Á árunum 1943 til 1948 vann Ponlecorvo að kjarn- orkurannsóknurn ásamt öðrum vísindamönnum Banda- manna við Chalk Kiver nálægt Montreal. Frá 1944. til 1948 starfaði Muclean sem 1. sendiráðsritari við brezka sendiráðið í Washington. Tvímenningarnir hittust iðulega á þessum árum, þar sem Pontecorvo fór oftsinnis lil Bandaríkjanna til viðræðna um ýmis tæknileg atriði, og Maclean sem ritari hinnar sameig- inlegu ráðgefandi nefndar bandarískra, brezkra og kanadískra kjarnorkuleyndamála var einn þeirra manna, er liann þurfti að tala við um þessi mál. Hvort þeir voru þá þegar orðnir hlekkir í víðtækum njósnarhring er ekki vitað. Hill er þó aftur á móti Ijóst, að þeir voru ekki ánægðir með stefnu Banda- ríkjanna í kjarnorkumálum og óskuðu að starfa ann- ars staðar. I desember 1947 þekkti Pontecorvo boð Breta um að vinna við kjarnorkurannsóknarstöð þeirra í Harwell, og sköminu síðar gerðist hann brezk- ur þegn. Vorið 1948 var Maclean sendur aftur til London, því hann átti von á tiýju embætli. Þannig runnu leiðir þessara tveggja manna saman á ný í gamla heiminum. Maclean var nú gerður að sendiráðunaut við sendi- ráð Breta í Cairo, og höfðu fáir menn í utanríkisþjón- ustunni náð svo skjótum frama 35 ára gamlir. Samt sem áður hafði hann viðbjóð á starfi sínu. Samkvæm- islífið hafði slæm áhrif á hann og endaði með því, að hann tók að drekka mikið. Undir áhrifum áfengis leiddisl hann út í félagsskap með kynvillingum, og var kona hans á fremsta hlunni með að skilja við hann. Hún hætli þó við það, þar sem hún óttaðist, að málið myndi valda 'hneyksli. Taugastríð Maclean náði hámarki á skemmtisigl- ingu á Níl. í ölæði þreif hann riffil af varðmanni og ógnaði gestunum með honum. Hughraustum kunningja hans tókst þó að! varna því að slys hlytist af. Brezka utanríkisráðuneytið kvaddi Maclean þegar til London og veitti honum sex mánaða frí frá slörfum. Var hon- um ráðlagt að leita sér lækninga hjá sálfræðingi. Næstu sex mánuðir, frá maí til nóvember 1950, mörkuðu tímamót í a;vi Donald Maclean. Á þessu tímabili komust rússneskir sendiboðar í samband við hann, en llússum vantaði þá tilfinnanlega mann í stað Klaus Fuchs, kjarnorkuvísindamannsins hrezka. sem lekinn hafði verið fastur, sakaður um að láta af hendi kjarnorkuleyndarmál. Maclean var skýrt frá því, að kínverska kommúnistalýðveldið biði réttum kjarn- orkuvísindamönnum gull og grauia skóga, kæmu þeir að vinna fyrir „hinn rétta málstað.“ Maclean stakk FKJÁLS VKUZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.