Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 9
þegar upp á Pontecorvo. Anuar starfsmaður í ulan- ríkisráðuneytinu og kunningi Maclean, Guy Burgess að nafni, annaðist síðan allan undirbúning. Þann 25. júlí fór Potecorvo ásamt fjölskyldu sinni í ferðalag til meginlandsins. í septemberbyrjun bvarf svo Ponte- corvofjölskyldan eftir að hafa flogið frá Stokkhólmi til Helsingfors. I nóvember hóf Donald Maclean aftur vinnu í utan- ríkisráðuneytinu og var nú gerður að yfirmanni Banda- ríkjadeildar, sem sýnir, að enginn hefur hann grun- aðan í þann tíma. Heilsan virtist nú í bezta lagi og ekkert, sem skyggði á hjónabandið. Melinda keypti hús í Kent fyrir $20.000. sem hún hafði fengið í arf. Ekki leið þó á löngu, þar til Maclean tók að drekka aftur. Þegar Burgess, sem unnið hafði um tíma í Washington, var kallaður heim vegna misfellu í starfi, fengu þeir báðir viðvörun frá rússneskum að- ilum um að tími þeirra væri að renna út. Þann 25. maí 1951, á afmælisdegi Donald, var hringt til Bur- gess kl. 5.30 síðdegis. Sama kvöld óku þeir báðir til Southampton og lóku þaðan ferjuna Falaise yfii Ermasund. Síðan hefur hvorugur sézt. Melindu barst símskeyti frá Donald, þar sem hann lýsti hryggð sinni y'fir því að verða að vfirgefa hana einmitt nú, })egar hún álti von á barni á hverri stundu. Síðustu orðin voru: „Hættu aldrei að elska mig.“ Næstu mánuðina beið Melinda i mikilli örvæntingu eftir að frétta eitthvað. Hún ákvað að fara niður til Rívíera og dvelja þar i villu, sem Maclean hafði tekið á leigu fyrir hana skömmu áður en hann hvarf. Scot- land Yard bað frönsku lögregluna um að hafa gætur á henni, en ekkert skeði. I maí 1952 fær Melinda fregnir af því, að maður hennar sé á lífi og meira að segja starfandi. Sendiboði kom með þessi skilaboð austan frá járntjaldi, og um sama levti voru £1000 lögð í banka í Ziirich á hennar nafni. Upp frá þessu var mesta hjartans mál Melindu það að komast að því, hvar Donald væri niður kominn. skrifa honum og fá hann til að hverfa heim. Hún flutti frá Englandi yfir til Erakklands og síðan til Sviss. Yar hún nú í stöðugu sambandi við rússneska sendiboða, sem komu skilaboðum til hennar. Hún settist að í Genf og beið þess í barnslegri von að geta bitt Donald og fengið hann til að hverfa aftur lil Eng- lands undir fölsku nafni. Vitað er, að hún hafði enga löngun til að fara til Rússlands í þann tíma. Þetta er vilað um hagi Donalds í Rússlandi þann tíma, sem liðinn var frá hvarfi hans: í næstum eitt ár hafði liann skýrt kommúnistum frá ýmsum leynd- armálum Vesturveldanna, svo sem varðandi kjarn- orkuver. styrkleika flughers o.fl. Smárn saman fækk- FRJÁLS VERZLUN aði þó upplýsingunum, og Donald fór að örvænta um hag sinn. Aftur tók hann að drekka sökum leiðinda. Hann langaði til að sjá kcnu sína og börn og taldi yfirboðurum sínum trú um, að hann myndi verða mik- ils nýtari, ef hann hefði fjölskyldu sína hjá sér eins og Ponteccrvo. Þetta var nú saml ekki svo auðsótt mál, þar sem Melinda var bandarísk og auk þess ekki kommúnisti. Einungis háttsettur embættismaður gat gefið slíkl leyfi, og ákvörðuninni var slegið á frest. í ágústmánuði 1953 varð svo kjarnorkusprenging við Aksuána, og á augabragði varð Pontecorvo hetja dagsins. Að gömlum Austurlandasið var honum leyft rð óska sér einhvers, og kvað hann þá sitt mesta hjarl- ans mál vera að hjálpa Maclean fjölskvldunni að ná saman. Þannig alvikaðisl það, að Donald gat nú i fyrsta skipti síðan 1951 senl konu sinni bréf skrifað með eigin hendi. Var það afhent af sérstökum sendiboðá en í því skýrði Maclean henni frá því, að hann óskaði eftir því að hún kæmi tií hans, og gaf hann henni jafnframt u|>plýsingar um, hvernig það væri hægt. Melinda varð nú að taka þýðingarmeiri ákvörðun en hún hafði nokkurntíma tekið. Hún hikaði ekki og ákvað þegar að hitta hinn rússneska millilið á evj- unni Majorca, þar sem gengið var frá öllum atriðum í sambandi við flótta hennar. Þann 7. september var hún komin aftur til Genf með ferðaáætlunina upp á vasann. Frá mánudegi til föstu- dags undirbjó hún brottför sína samkvæmt áætlun. Melinda greiddi reikninga sína, gekk frá bréfasam- böndum, keypli benzín á bílinn og tók 700 svissneska franka út úr Lloyd’s bankanum handa móður sinni. Litlu synir hennar vissu, að þeir voru að fara í ferða- lag, því annar þeirra sagði kunningja sínum frá því á fimmtudag. Þetta skeði daginn áður en Melinda sagði móður sinni, að hún hefði hitt gamla vinkonu sína, sem hafði boðið sér yfir lielgi til Territet, skammt frá Lausanne. Svissneska lögreglan hafði vitncskju um, að Territet var helzta njósnarmiðstöð Rússa í landinu í síðasta stríði og að enn væri njósn- arhringur starfandi þar. Klukkan 3 e.h. föstudaginn 11. sepleinber kom frú Maclean til Lausanne í bíl með þrjú börn sín. Klukk- an 6.58 e.h. tóku þau sér far með lest til Ziirich, Hvar þau voru þá fjóra tíma, sem liðu á milli, veit enginn. Þau voru komin í lestina tíu mínútum áður en hún átti að fara og höfðu fengið sér sæti á öðru farrými. Þau höfðu miða til Bad Gastein, en þeir höfðu verið keyptir hjá Cook’s ferðaskrifstofunni sama dag — af karlmanni. Melinda skildi bíl sinn eftir í bilagevmslu, Framh. á bls. 11. 9,

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.