Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 12
Frá bernskuárum stóriðju og auðhringa ,Vér verðum að afnema allt, sem ber nokkurn minnsta vott sérréttinda". Woodrow Wilson: Ávarp til þjóðþingsins, 8. apríl 1913. Segja má, að Bandaríkin hafi fyrst komizt á full- orðinsaldurinn á tímabili því, er leið milli Iveggja styrjalda, sem sé borgarastyrjaldarinnar og lieims- styrjaldarinnar fyrri. Á um það bil 50 árum breyttust Bandariki Norður-Ameríku úr þjóðfélagi, sem fvrst og fremst hafði landbúnað að atvinnu, í meiriháttar ríki iðnaðar og stórborga. Landamærahéruðin voru horf- in. Nú gat hvarvetna að líta stórar verksmiðjur, stál- iðjuver, járnbrautarkerfi, sem náðu frá hafi til hafs, stórar horgir og víðáttumikil akurlendi. Sarnfara þess- um hröðu framförum, sköpuðust ýmiskonar þjóðfé- lagsmein, sem fram að þessu höfðu lítið eða ekki látið á sér bera. Einokunarhringar risu up]>. starfsskilyrði í verksmiðjum voru með afbrigðum slæm, borgirnar risu svo ört upp, að þær gátu hvorki hýst né stjórnað hinum gífurlega fjölda íbúa, og stundum fór fram- leiðsla verksmiðjanna langt fram úr eðlilegri nevzlu. Geg n þessari óhæfu reis upp sterk andstaða af hálfu fólksins og stjórnarleiðtoga þess — þeirra Clevelands, Bryan, Theodore Roosevelts og V’ilsons. Umbóta- stefna þessara manna, sem einkenndist af þrótti og at- orku, er í eðli sínu var hugsjónarík, en raunhæf í framkvæmd, hallaðist að þeirri kenningu, að „laga- setning gelur hafizt, þar sem bölið hefst.“ Og sá ár- angur, sem náðist á þessu tímabili umbótanna, átti mikinn þátt í því að stemma stigu við þeim vandræð- um, sem gerðu svo mjög vart við sig á tímum hinnar miklu útþenslu og landnáms til vesturs. „Borgarastyrjöldin“, segir einn sagnritarinn, „skildi eftir sig stórt sár í sögu landsins. Á einni svipstundu færir hún fram í dagsljósið og skýrir þær breytingar, sem voru farnar að gera vart við sig á undangengnum 20 til 30 árum. .. .“. Hin aukna þörf ýmis konar fram- leiðsluvara vegna styrjaldarinnar blés nýju lífi í iðn- að landsins og skapaði þróun í efnahags- og viðskipta- málum, sem byggðist á hagnýtingu stáls. járns, gufu- afli og rafrr.agnsorku auk stöðugrar framþróunnr á sviði vísinda og uppgötvana. Einkaleyfi útgefin fyrir 1860 námu 36,000, og það var einungis smávægilegur undanfari þess uppfynd- ingaflóðs, sem á eftir kom. Á árunum frá 1860 til 1890 voru gefin út 440,000 einkalevfi, og á fyrsta fjórðungi tuttugustu aldarinnar komst talan upp í nærri eina milljón. Rafallinn, sem hafði verið fundinn upp um 1831, olli byltingu í amerísku þjóðlífi eftir 1880, er Thomas Edison og fleirum hafði tekizt að gera notkun hans hagnýta. Eftir að Samuel E.B. Morse hafði end- urbætt fjarski])tasendingar árið 1844, voru fjarlæg- ustu hlutar landsins brátt tengdir saman með neti af staurum og þráðum. Árið 1876 hélt Alexander Graham Bell sýningu á talsímata'ki, og innan 50 ára voru 16,000,000 talsímar komtiir í notkun um allt landið, og eins og gefur að skil ja jók það mjög á hraða og þægindi í viðskiptum og daglegu lífi þjóðarinnar. Hraði í verzlun og viðskiptum jókst enn frekar, þegar ritvélin var fundin upp árið 1867, samlagningarvélin árið 1888 og sjálfritandi jteningakassinn árið 1897. Setjaravélin, sem var u|)pgölvuð árið 1886, prentvélin cg hrotvélin gerðu mönnum kleift að prenta 240,000 cintök af áttasíðu blaði á einni klukkustund. Árið 1880 færði glóðarlampi Edisons milljónum heimila betra, öruggara og ódýrara Ijós en áður hafði þekkzt. Edison fullkomnaði grammófóninn, og ásarnt George East- mann fann hann upp kvikmyndina. Þessar og margar aðrar up])gölvanir og snilli á sviði tækni og vísinda skapaði stóraukna hagnýtingu og þægindi á nær öll- um sviðum. Jafnframt naut framleiðsla járns og stáls, sem skap- ar grundvöllinn að iðnaði þjóðarinnar, verndar frá háum innflutningstollum og jókst því hröðum skref- um. I fyrstu höfðu stáliðjuverin aðsetur sitt í nám- unda við járnnámurnar í austurfylkjunum. en er jarð- 12 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.