Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 13
 ■'■; '■■-.;' ; ■ . '■■' ■■' ;■...■ i, ■ ■■■■ < . ''■'■■■■ San Francisco í Kaliforníu 1875. Effir borgarastyrjöldina risn «PP stórborgir, bar scm áðnr voru svcitaþorp og; smákauptún. fræðingar fundu nýjar og auðugri námur i vestlægari héruðum, flultust iðjuverin veslur á bógihn. Hinn mikli járnfundur við Mesabi nálægt Superiorvatni var sérstaklega þýðingarmikill, og eftir skamma hríð reyndist þetta vera auðugasta járnnáma heimsins. Málmgrýtið lá ofan á jarðskorpunni, og vinnslan var því einkar auðveld og ódýr. Málmgrýtið var nær al- veg hreint og laust við óhreinindi. Var því ha^gt að framleiða stál úr því með nýjum og auðveldari að- ferðum en áður höfðu tíðkazt, og kostaði framleiðsl- an nú 35 dollara fvrir hvert lonn í stað 300 dollara áður. Andrew Carnegie, sem stóð einna fremst í hópi stál- framleiðenda á þessum tíma, átti mikinn þátt í ýmsum þýðingarmiklum framförum á sviði járn- og stálfram- leiðslu. Hann var aðeins 12 ára gamall, er hann fluttist til Bandaríkjanna frá Skotlandi. í fyrstu vann hann við að vinda spólur í baðmullarverksmiðju. en fékk svo stöðu á ritsímaskrifstoíu og síðar hjá járnbraut- arfélagi í Pennsylvaníu. Áður en hann náði þrítugs- aldri hafði hann lagt töluvert fé i ýmis fyrirtæki, að- allega stál- og járniðjuver, og sýndi þetta, að hann var bæði kænn og framsýnn. Innan fárra ára hafði hann skipulagt eða átti hlutafé i fvrirtækjum, sem bvggðu brýr og eimreiðir og lögðu járnbrautir. Tíu árum síðar var stáliðjuver það. sem hann bvggði við Mon- angahelaána í Pennsylvaníu, orðið bið stærsta í allri Ameríku. Starfsemi hans jókst ár frá ári. Hann náði ekki einungis yfirráðum yfir nýjum stáliðjuverum, heldur einnig yfir kolatiámum og koksverksmiðjum. járngrýti frá Superiorvatni, heilum flota flutninga- skipa á vötnunum miklu og hafnarbæ við Eirievatn ásaml járnbraut til flutninga þangað og þaðan. Starf- semi hans varð geysilega víðtæk, cg hann átti ítök í fjölda fyrirtækja. Hann gat krafizt hagstæðra flutn- ingsgjalda af skipa- og járnbrautarfélögunum. Hann hafði nægilegt fjármagn til nýbygginga og endur- bóta og auk þess nægilegt vinnuafl. Ekkert svipað þessari stórkostlegu útþenslu á sviði iðnaðar og fram- leiðslu bafði áður þekkzt í sögu Bandaríkjanna. Saga Carnegie er einnig á margan hátt saga stóriðj- unnar og stórgróðafélaganna í Bandaríkjunum. Enda j)óll hann hafi verið allsráðandi i stáliðnaðinum í fjölda ára, jiá náði hann þó aldrei algerum vfirráðum yfir námunum, flutningatækjunum og hinum mikil- vægu framleiðsluaðferðum, sem eru nauðsvnleg til FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.