Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 15
staðir, sem einungis töldu fá hundruð íhúa, þegar borg- arastyrjöldin brauzt út, juku íbúafjöldann fimmtug- falt eða jafnvel meira. Hversu mikilvæg sem þróun þessi var, geröu memi sér ekki nægilega grein fyrir afleiðingum hennar, og þar af leiðandi hafði hún ekki þau áhrif á stjórnmála- þróun þessa tímabils, sem búast hefði mátt við. Enda þótt þau vandamál, sem kröfðust úrlausnar á þessum árum, hafi verið hæði mörg og mikilvæg, komst þó einn af kunnustu sagnfræðingum Bandaríkjanna að þessari niðurstöðu: „Á árunum frá 1865 til 1887 voru einungis samþykkt tvenn eða þrenn lög, er gátu talizt hafa þýðingu fyrir þá aðila, sem einungis höfðu áhuga á þeirri tegund pólitískra valda, er hafa í för með sér djúptækar brevtingar á samskiptum samhorg- aranna. Grover Cleveland, sem var demókrati, var kosinn for- seti 1884. Hann var hinn eini meðal þeirra forseta, sem tóku við völdum strax að borgarastyrjöldinni lokinni, sem skildi þýðingu og stefnu þeirra hreyiinga, er nú áttu sér stað, og gerði sér jafnframt far um að ráða bót á vandamálum þeim, sem hlutu að vera hreytingum þessum samfara. Ýmisleg misbeiting og óhæfa átti sér t.d. stað í sambandi við rekstur járnbrautanna, sem kröfðust róttækra aðgerða. Einkum og sér í lagi urðu smærri viðskiptavinir járnbrautanna hart úti í sam- keppninni, þar eð járnbrautarfélögin veittu öllum hin- um stærri viðskiptavinum sínum afslátt á flutnings- gjöldunum, en liinum smærri engan. Auk þess kröfðust járnbrautirnar hærri gjalda af einum en öðrum fyrir vöruflutninga millum tveggja staða, burtséð frá því, hver vegalengdin var. Á þeim leiðum, þar sem fleiri en eitt járnbrautarfélag annaðist flutninga, olli sam- keppnin lækkun á flutningsgjiildunum, en á þeim leið- um, þar sem eitt félag annaðist alla flutninga, voru gjöldin óhæfilega há. Af þessu leiddi, að það kostaði minna, að flytja vörur frá Chicago til New York, sem var 800 mílna vegalengd, heldur en til staða, sem lágu einungis nokkur hundruð mílum fyrir austan Chicago. Járnbrautarfélögin gerðu einnig tilraunir til samvinnu með það fyrir augum að komast hjá samkeppni. Ein aðferð þeirra var sú, að félög, sem áður höfðu keppt hvert við annað, skiptu vöruflutningum með sér sam- kvæmt fyrirfram samdri áætlun og lögðu allan ágóð- ann í sameiginlegan sjóð, sem síðan var skipt upp á milli þeirra. Eftir því sem tímar liðu, jókst andúð al- mennings gegn þessum starfsaðferðum járnbrautarfé- laganna, og einstök fylki gerðu nokkrar tilraunir til þess að ráða bót á þessu ástandi með sérstakri laga- setningu. Enda þótt það væri spor í rétta átt, kom þó æ betur í Ijós, að sökum þess, hve afleiðingarnar voru orðnar víðtækar, náði málið til allrar þjóðarinnar og krafðist því aðgerða þjóðþingsins. Árangur þessa var samþykkt laga um viðskipti millum fylkjanna, sem Cleveland forseti staðfesti árið 1887. Lögin bönnuðu of há flulningsgjöld, samsteypur, afslátt og greinar- mun milli einstakra viðskiptavina, auk þess sem þau komu á laggirnar sérstakri nefnd, sem skyldi hafa með höndum eftirlit á starfsemi járnbrautarfélaganna og flulningsgjöldum þeirra, og jafnframt átti hún að sjá um, að lögunum væri hlýtt í einu og öllu. Cleveland barðist einnig mjög fyrir endurskoðun tollalaganna. Upphaflega höfðu hinir háu tollar verið samþykktir sem neyðarráðstöfun á styrjaldartímum, en þessar bráðabirgðaráðstafanir urðu smám saman að fastri stefnu í tollamálum. Cleveland áleit þetta óheil- hrigða þróun og hélt því fram, að hún ætti mikinn þátt í síaukinni dýrtíð og hinni öru fjölgun auðhringanna. Árum saman hafði ekki komið til átaka um tollalögin á sviði stjórnmálanna. Árið 1880 höfðu demókratar hins vegar krafizt „tollalaga, sem einungis miðast við tekjuþarfir ríkissjóðs“, og kröfurnar um endurskoðun tollalaganna urðu brátt mjög háværar. Þrátt fyrir að- varanir um að láta þetta viðkvæma mál kyrrt liggja um skeið, kom Cleveland þjóðinni mjög á óvart, er hann flulti þjóðþinginu árlegan boðskap sinn árið 1887 og réðst þar harkalega gegn þeim öfgum, sem áttu sér stað í sambandi við vernd ameríska iðnaðarins gegn erlendri samkeppni. Tollamálið' varð mesta deiluefnið í næstu forseta- kosningum og frambjóðandi repúblikana, Benjamin Harrison, sem var verjandi verndarstefnunnar, bar sig- ur af hólmi. Stjórn hans tók þegar til við að fram- kvæma kosningaloforð sín með nýrri lagasetningu, og McKinley tollalögin voru samþykkt árið 1890. Með þessum aðgerðum var ekki einungis leitazt við að veita eldri iðnaði landsins fulla vernd, heldur gerði stjórn- in sér einnig far um að skapa yngri iðnaði landsins lífvænleg vaxlarskilyrði og auk þess stofna lil nýrra iðngreina með hina gífurlega háu tolla á innfluttum framleiðsluvörum sem vernd. Hinir háu tollar létu brátt finna til sín í stórhækkuðu vöruverði, og áður en langt um leið var almenn óánægja farin að gera vart við sig. Athygli almennings beindist nú æ meir að auðhring- um stóriðjufélaganna. Á níunda tug aldarinnar urðu þessi félög fyrir hatrömum árásum ýmissa róttækra stjórnmálamanna, svo sem Henry George og Edward Bellamy. Urðu félögin af þeim sökum ekki einungis fyrir mikilli og almennri andúð, heldur urðu þau og að hápólitísku deilumáli. Árið 1890 voru samþykkt hin Framk. á bls. 21. FRJÁLS VERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.