Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.02.1954, Blaðsíða 17
— Já. það liggur nú fyrir að skipuleggja ferðir um byggðir og óbyggðir. Reynt verður að bafa áætlunina til fyrr en venjulega, til þess að fólk eigi kost á að velja sér ferðir með fvrirvara. Það er mikil lyfti- stöng fyrir mig að hafa samvinnu við ferðaskrifstof- una Orlof, þótt henni sé að vísu sniðinn þröngur stakkur vegna gildandi laga um fvrirgreiðslu ferða- fólks, sérstaklega erlends. — Er margt um útlendinga í ferðum þínum? — Já, þeir eru fleiri eða famri í liverri einustu ferð. Glœsilegast er landið á góðum sumardegi. — Hvort finnst þér skemmtilegra að ferðast að vetrarlagi eða að sumri ? — Ja, það breyttist mikið, þegar snjóbílarnir komu. Aldrei áður var hægt að láta sig drevma um svo mikla yfirferð. T.d. var ég ekki nema ta’pa fjóra tíma frá Hveravöllum að Laugafelli (á annað hundrað km.) í snjóbílnum — leið, sem ég að sumarlagi lief verið allt uj)j> í tvo daga að komast. Annars finnst mér glæsilegra um að litast á góðum sumardeai. þótt fegurðin í góðuin vetrarveðrum gleymist aldrei. — Hefurðu nokkra hugmvnd um. hve marga þú hefur flutt til fjalla um ævina. — Nei, segir Guðmundur, en þeir ski|)la þúsundunt — og ég hef fáa flutt, sem ekki hafa viljað fara aftur. jafnvel sömu leið. 1 fyrsta sinn hafa menn ekki reglu- legt not af því, sem fyrir augun ber. Ja. ég segi fyrir mig, ég hef fyrst reglulegt not af |>ví. sent fvrir aug- ttn her, í annað eða þriðja sinn. 1 2000 m. hœð í bíl. — Þú hefur farið einhverja lengstu öræfaferð hér á landi, er ekki svo? — Ja, það er sagl svo. Ég hef larið úr Landsveit norður yfir hálendið þvert yfir Odáðarhraun allt austur að Jökulsá á Fjöllum. — Segðu mér, hvað hefurðu komist hæst á bíl? — Það hef ég auðvitað komist á snjóbílnum, um 2000 m. hæð, þegar ég fór upp á Bárðarbungu. Þá hef ég farið yfir Kverkfjallhrygg og hjá Svínahnjúk- um. En á ltinum bílnum man ég það ekki svo glöggt, þó hefur það sennilega verið eitthvað á 12. liuttdrað metra á Hrafntinnuskeri við Torfajökul. — Hefurðu ekki oft lent í svaðilförum? Guðmundur vill sem minnst úr því gera. — Þó getur verið, að eitthvað af því megi kalla svaðilfarir, en slíkt gleymist fljótt að leiðarlokum, þegar allt endar vel — og slvs hafa aldrei orðið í ferðum mt'num. — Vifi D \ HK.iujíikul. Það eru lielzt vötnin, sem ltafa gert okkur erfitt fyrir, eins og t.d. Tungnaá. Kaldakvísl og fleiri jökulvötn. — Hvar finnst þér fegurst í óbyggðum? — Það getur verið að veðrið hafi átt sinn þátt í því, segir Guðntundur. eftir nokkra umhugsun, en mest útsýni og tign hefur mér fundist af Öskjtt. Það er einnig mjög mikil útsýni af Bárðarbungu, en ég hef aldrei séð eitts um og af Öskju. Þaðan hef ég þekkt ban í Mývatnssveit, og Bjólfurinn við Seyðis- fjörð blasti við lengst í austri. Þaðan er og ógleyman- legl útsýni til Kverkfjalla og Snæfells. Eti það er nú einu sinni þaitnig, að þótt gróðurinn sé skemmtilegur, hefur auðnin ntikið aðdráttarafl. — Þú ert ákveðitin í að halda áfram þessum ferð- um um vegleysur óbyggðanna? Enginn sér eftir óbyggðarferð. — Ætli maður verði ekki að gera það, eitthvað. Mér finnst það mjög mikils virði, að fólk eigi kost á því að kynnast landinu og geri sér Ijóst, hvað það hefur raunverulega upj) á að bjóða. Ég hef ennþá engan hitt, sent séð hefur eftir þátttöku í óbyggðar- ferð, jafttvel þótt veður hafi verið óhagstætt og leið- angurinn lent í einhverjum erfiðleikum. Það er ein- milt oft svo, að eftir á verða slíkar ferðir einna á- nægjulegastar. — Er það eitthvað sérstakt, sem þú vildir segja að lokum. — Ja, mig langar til þess — ég hef reynt það — að samstarf hefjist milli þeirra aðila, sem fyrir ör- æfaferðum gangast. Það er áreiðanlega hejijtilegast fyrir alla. Það eru svo margar leiðir, sem hatgt er að fara, að úr nógtt er að velja. Við þökkum Guðmundi greinargóð svör — og ósk- um honum góðrar ferðar inn á Hvervelli. tt|)|) á Vatna- jökul. eða hvert það nú verður. — Þ. FRJÁLS VEHZLUN 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.