Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 1
/f 16. ÁRG. 3.-4. HEFTI — 1954. Frelsi fagnað Tíu ór eru liðin, síðan stofnað var siálfstætt lýð- veldi á íslandí og þióðin varð á ný frjáls og full- valda. Einn tugur ára er stutt skeið í sögu þjóðar og erfitt úr nánd að fella um það dóm, hvernig farnazt hefur að leysa vandamál líðandi stundar. Hlutverk dómarans bíður komandi kynslóða, sem eiga að skera upp það, sem nú hefur verið sáð til. Þeirri staðreynd verður þó vart haggað, að fólkinu í landinu líður nú yfirleitt vel, svo að fáir munu þeir vera, er deila vildu heldur hlut við aðr- ar þjóðir. Hlutfallslega meiri atvinna og tekiujöfn- un mun vera hér á landi en annars staðar, gnægt- ir matvæla og fatnaðar eru fyrir hendi, en naum- astur er húsakosturinn, og munum við þó ekki verr settir í þeim efnum en aðrar þjóðir. Að veru- legu leyti er velgengnin afrakstur síðustu tíu ár- anna, fengins frelsis og vaxandi óræðis, þótt eldri þræðir og yngri örlög eigi þar og hlut að máli. Efnaleg velmegun skiptir miklu, en það er fleira, sem ræður hamingju þjóðar, og ber þá fyrst að nefna frelsið sjólft, frelsi út á við gagnvart öðrum þjóð'um, frelsi inn á við til athafna, andlegt frelsi og efnalegt. Minningarhátíð hvers ófanga í sögu hins siólf- stæða, íslenzka lýðveldis á því fyrst og fremst að vera helguð frelsinu. Við eigum að minnast eigin frelsisbaráttu og muna eftir þeim meðbræðrum okkar í öðrum þjóðlöndum, sem hnepptir í fjötra svartra veggja kaldrar kúgunar, þrá frelsið af öllu hjarta. Það ætti ekki að þurfa að brýna fyrir ís- lendingum gildi frelsisins, því svo mjög er frelsis- þróin hverjum einstaklingi í blóð borin, að kalla má hana lífsþörf þjóðarinnor. Þó er það ekki að bera í bakkafullan lækinn, að á það sé minnzt, að frelsið er ekki einungis frelsi frá kúgun, ofbeldi, örbirgð og ofstjórn, heldur fyrst og fremst jókvæð hugsjón, sem gerir kröfu til þess, að við af frjáls- um vilia jcttumst undir vissar kvaðir samfélagsins, svo að tryggt sé iafnrétti annarra þegna til þess að njóta einnig síns frelsis. Það þarí þrek til þess að heyia frelsisbaráttu, en það þarf þroska til þess að njóta frelsisins. Gengnir ættliðir höfðu til að bera þreklundina, okkar er að sýna þroskann. Við þurfum að læra að meta frelsið, efla viljann til þess að varðveita það og sýna kunnáttu í að tryggja það. Tíu óra frelsishátíð íslenzka lýðveldisins verður bezt helg- uð því hugarfari albar þjóðarinnar, að hver og einn geri sér ljóst, að aðeins með sjálfsaga, virð- ingu fyrir samfélaginu og góðvild til náungans byggjum við bjarta framtíð í farsælu, frjólsu, full- valda þióðfélagi.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.