Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 2
Finnsk- íslenzk viðskipti Finnland hefur verið ofarlega í hugum íslendinga að undanförnu, og á hin glæsilega iðnsýning, er haldin var í Reykjavík nú nýlega, ekki hvað sízt sinn þátt í því. í tilefni af þessu hefur FRJÁLS VERZLUN átt stutt samtal við Eirík Leifsson, fyrrv. ræðismann Finna í Reykjavík, og fer það hér á eftir Ræðismaðurinn hóf mál sit.t á því að lýsa ánægju sinni yfir komu iðnsýningarinnar hing- að. Sagði hann hana hafa heppnazt mjög vel, og kvað það von sína, að verzlunarviðskipti milli landanna myndi auðveldast og aukast, nú er Is- lendingar hefðu haft tækifæri til að kynna sér h'tililega hér heima hinn glæsilega og fjölbreytta iðnað Finna. Hvenær hófust verzlunarviðskipti milli Finna og íslendinga? Engin teljandi við'skipti áttu sér stað milli þjóðanna fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina. Nokkru eftir lok hennar er fyrsti viðskiptasamn- ingurinn gerður, og hafa slíkir samningar síðan verið í gildi. Hverjar eru helztu vörutegundimar, sem þessar þjóðir verzla með sín á milli? Aðalútflutningsvara tslendinga til Finnlands er síld: Þá hafa Finnar og keypt mikið magn af gærum, einnig lýsi, en minna af öðrum vör- um. íslendingar hafa aðallega keypt af Finnum timbur og pappír. Þá má geta þess, að’ nú má fá í ýmsum verzlunum hér keramik og postulín frá Finnlandi. Hvað viljið þér segja um horfur á framtíðarvið- skiptum milli landanna? Allt frá því að viðskiptin hófust, eftir lok síð- ari heimsstyrjaldarinnar, hafa þau aukizt svo að segja jafnt og þétt, og það er trú mín og von, að þau eigi enn eftir að aukast verulega. Eins og ég sagði áð'ur, þá er iðnaður Finna mikill og fjölbreyttur, og er ég fullviss um, að íslending- ar eiga eftir að beina viðskiptum sínum meir til Finnlands í framtíðinni en hingað til, jafn- framt því að íslendingar munu gera sér meira Olympíu-Ieikvangurinn í Helsingfors. far um að leita sér markaða í Finnlandi fyrir framleiðsluvörur sínar. Hvað er svo að segja um menningartengsl milli landanna? Það er líkt á með þau og verzlunarviðskiptin. Menningartengsl geta varla talizt hafa verið komin á fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina. Fyrsti finnski stúdentinn kom árið 1940 til náms við Iláskóla íslands. Var það Maj Lis Holmberg, og lagði hún stund á norrænu. Það mun óþarft að kynna hana fyrir íslendingum, svo kunn mun lnin vera orðin hér af blaðaskrifum sínum um Finnland og finnsku þjóðina. Einnig hefir hún átt mikinn þátt í því að kvnna ísland og Is- lendinga meðal Finna. Hún talar og skrifar ís- lenzku. Mér er það minnisstætt, er ungur finnskur stúdent kom til mín fyrir nokkrum árum. Hann talaði þá það mál, er við köllum skandinavisku. Hálfum mánuði síðar hittumst við aftur, og þá byrjaði hann á því að taka fram, að nú skyld- 30 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.