Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 3
Ljósm.: Pétur Thomsen Verzlun Silla og Valda við Laugaveg 43 hér í bæ opnaði aftur 3. apríl s.l., eftir að gagngerar breyting- ar höfðu farið fram á húsnæðinu. Má hiklaust fullyrða, að verzlunin sé einhver glæsilegasta matvöru- verzlun, er hér þekkist. Búðin hefir verið stækkuð um þriðjung, nýtt gólf, nýir gluggar og allar innrétt- ingar endurnýjaðar. Sérstaka athygli vekur þó mikill kæliskápur, sem komið er fyrir í afgreiðslu- borðinu, en í honum má geyma alls konar matvæli óskemmd um lengri tíma, einkum grænmeti og ávexti. Verzlunarstjóri er Ragnar Ólafsson, en hann hefir gegnt því starfi undanfarin ár. um við tala saman á íslenzku. Um sama leyti hélt hann ræðu á svo til lýtalausri íslenzku. Nú er svo komið', að stúdentaskipti milli land- anna, ef svo mætti kalla það, eru orðin fastur liður í samskiptum þeirra. Ég vil ekki láta hjá líða að lýsa hrifningu minni yfir því, að unnið er að þýðingu Kalevala-ljóðanna á íslenzku, og hef- ir Karli ísfeld tekizt það með ágætum. Slíkar framkvæmdir sem þessi koma til með að aidva mjög gagnkvæman skilning hjá þessum frænd- þjóðum. Hvað er að segja um efnahagslíf Finnlands í dag? Það er ekki hægt að segja annað, én það sé í góðu horfi, og að það fari fram á við. Finnar hafa lokið greiðslu á öllum stríðsskaðabótum, sem þeim var gert að greiða, og hafa þegar snú- ið sér að því að koma Utanríkisverzluninni og éfnahagnum í heild á fastan grundvöll. Að lokum endurtók ræðismað'urinn óskir sín- ar um, að sambúð Finna og Tslendinga á öllum sviðum mætti eflast báðum þjóðunum til hags- bóta, og tökum við undir ósk hans, um leið og honum eru þakkaðár ánægjulega rSamræðúr. Ó. í. II. PR.TÁI.S VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.