Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 4
Ingvar N. Pálsson: Enn um lífeyrissjóðinn Ég hef áð'ur vakið máls á því á þessum vett- vangi, hvort ekki mundu vera möguleikar á því að stofna sérstakan lífeyrissjóð' meðal verzlun- arfólks, og var þá aðallega stuðzt við að sjóð- urinn yrði á svipuðum grundvelli og lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins. Hreyfði ég þessu máli einnig á almennum fundi í V. R. 30. nóv. 1952 og var þá kosin nefnd til þess að gera frumdrög að reglugerð fyrir slíkum sjóði og marka einhverjar ákveðnar iínur í því máli. I nefndina voru kosnir þeir Þorsteinn Pétursson, Böðvar Pétursson og ég, og höfum við nú lokið við að gera tillögur um reglugerð fyrir slíkan sjóð og fylgja þær hér á eftir. Vissulega má ekki líta á þessar tillögur sem neitt lokastig í þessu máli, miklu fremur verða þær að skoðast sem lítið spor í áttina að ákveðnu marki, en engu að síður þótti mér rétt að birta þær í þessu málgagni okkar verzlunarmanna í þeirri von, að verzlunarfólk aimennt geti frekar glöggvað sig á því um hverskonar málefni er hér að ræða í höfuðdráttum. Tillögurnar eru þessar: TILLÖGUR um reglugerð fyrir Lífeyrissjóð verzlunarmanna 1. grein. Sjóðurinn heitir Lífeyrissjóður verzlunar- manna. Heimili sjóðsins og varnarþing er í Reykjavík. 2. grein. Sjóðsfélagar geta þeir einir orðið, sem stunda verzlunar- eða skrifstofustörf og eru fullra 18 ára að aldri. Skulu þeir vera fullgildir meðlimir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. 3. grein. Inntökubeiðni að sjóðnum skal vera skrifleg og færð á þar til gerð eyðublöð, sem stjóm sjóðs- ins lætur í té. Inntökubeiðni skal fela í sér skuldbindingu um að umsækjandi sé bundinn ákvæðum í'eglugerðar sjóðsins, eins og þær eru á hverjum tíma, og umboð til handa stjóm sjóðsins til þess að innheimta sjóðstillagið af launum umsækjanda, sbr. nánari ákvæði reglu- gerð'ar þessarar þar um. Stjórn sjóðsins stað- festir inntökubeiðnir. 4. grein. Sjóðsfélagar greiði ár hvert ákveðinn hundr- aðshluta af heildarárslaunum sínum í sjóðinn. Þar á móti greiði launagreiðandi annan ákveð- inn hundraðshluta af heildarárslaunum þeim, sem sjóðsfélagi tekur hjá þeim, í iðgjöld til sjóð's- ins. Sjóðsfélagar bera eigi ábyrgð á skuldbinding- um sjóðsins, nema með iðgjöldum sínum. Launagreiðanda ber að halda iðgjöldum eftir af launum sjóðsfélaga og standa sjóðnum skil á þeim ásamt eigin iðgjaldahluta. Skal það gert mánaðarlega. 5. grein. Stjórn sjóðsins skal skipuð þrem mönnum; formanni V. R., einum tilnefndum af samtökum kaupsýslumanna og einum tilnefndum af sjóðs- félögum sjálfum. Stjórn sjóðsins skal kjörin til tveggja ára í II ! : senn. I 1 6. grein. Stjórn sjóðsins skal hafa á hendi yfirumsjón með reikningshaldi og daglegri afgreiðslu sjóðs- ins. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Skulu reikningarnir endurskoðaðir af löggiltum endur- skoðanda. 7. grein. Stjórn sjóðsins skal sjá um ávöxtun fjár hans. Skal ávaxta sjóðinn með skuldabréfum tryggð- um með fyrsta veðrétti í fasteignum, allt að 60% af matsverði þeirra eða með öðrum álíka tryggi- legum hætti. 32 FU.TÁIíS VF.nZI.TJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.