Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 6
Salka Valka í Grindavík Myndir og frásögn: NJÁLL SÍMONARSON Allt var á ferð og flugi á bryggjunni í Grinda- vík, og þó var vertíðinni lokið. Fyrir nokkrum vikum lögðu Grindavíkurbátarnir afla sinn á land hér á bryggjunni, en nú var ný „útgerð“ komin á sömu slóðir, og Grindvíkingar hafa sennilega aldrei látið sig dreyma um slíkan at- vinnuveg í kyrrlátu víkinni á Suðurnesjum. Kvikmyndaiðnaðurinn hafði nú haldið innreið sína í þetta sunnlenzka sjávarþorp, sem á skömmum tíma var gert að nokkurs konar Hollywood Islands. Kvikmyndatökumennirnir frá sænska félaginu Nordisk Tonefilm voru önn- um kafnir við að undirbúa kvikmyndun Sölku Völku niður við hafnargarðinn. Veðrið var ekki sem hagstæðast til kvikmyndatöku, úðarigning og úfinn sjór úti fyrir, en Svíarnir voru vel búnir undir þessa óblíðu íslenzku veðráttu. Allir voru þeir klæddir sjóstökkum og fullháum gúmmí- stígvélum líkast því sem þeir væru nýkomnir úr róðri. Kvikmyndatökustjórinn, Arne Mattsson, gaf fyrirskipanir, og aðstoðarmenn hans hlupu til og frá á bryggjunni með ýmiskonar tæki, sem nota átti við væntanlega myndatöku. Þarna var ldjómupptökuvagn og skammt frá honum sjálf kvikmyndavélin, sem ungur maður að nafni Sven Nyquist stjórnaði. Við komumst fljótt að' því, að atriðið, sem kvikmynda á næst, er úr þeim kafla sögunnar, sem segir frá því, er sá stutti lendir í sjónum í lítilli þríhjóla kerru. Sven Magnusson, sem leikur hlutverkið, kemur nú út úr stórum langferðabíl, sem stendur á bryggjunni. Við göngum að karli og virðum hann fyrir okkur, en hann er býsna ófrýnilegur að sjá í sínu tötralega gervi. Settur hefur verið á hann plastskalli svo eðlilegur, að' ekki er mögulegt að sjá annað en þetta sé sjálfur raunveruleikinn, nema komið sé mjög nærri. Klínt hefur verið rauðleitum farva framan í Magnusson, og líkist hann einna helzt betlara í einhverri stórborg á meginlandinu. Allt virðist vera tilbúið til að hefja kvik- myndatökuna, og Sven Magnusson klifrar í kerr- una, sem rennur út í brimlöðrið fyrir framan kvikmyndavélina. Utsogið' er þarna svo mikið, að hætta er á að Magnusson berist með öldunum langt frá landi. Kvikmyndatökustjórinn gefur þá fyrirskipun um að binda nylonstreng utan um hann, og eru tveir aðstoðarmenn látnir halda í spottann, svo sænski leiðangurinn missi ekki einn af sínum beztu leikurum á haf út. Þrisvar Svíarnir við kvikmyndun ó bryqqjunni í Grindavík. 34 FHJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.