Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 10
Sýningargestir sýndu áhuga á íslenzkum vörum. bæklingum, sem Ferðaskrifstofan hefur gefið út, með' upplýsingum um landið og þjóðina og öðr- um upplýsingum fyrir ferðamenn. Vöktu sum þessarra smárita, sem eru með fögrum íslenzk- um landslagsmyndum, mikla athygli og sóttust sýningargestir eftir því að fá eintök af þeim. Auk þess hafði starfsfólk sýningarinnar meðferð- is íslenzkar myndabækur, sem fólk gat fengið að skoða, og ýmsar upplýsingar um viðskipta- mál, til þess að geta leyst úr spumingum þar að lútandi. Skarphéðinn -Tóhannsson, arkitekt, lagði mikla vinnu í uppsetningu sýningardeildarinn- ar og er óhætt að fullyrða, að deildin var Islandi til sóma og vakti mikla og verðskuldaða athygli sýningargesta, sem voru rúmlega ein miljón manns, þ. á m. um 20 þúsund kaupendur frá 73 löndum. Var oftast fjölmennara í íslandsdeild- inni en deildum þeim, er næst voru, og þétt set- ið á bekk þeim, sem komið hafði verið fyrir á miðjum sýningarpailinum, en slík sæti voru mjög óvíða í sýningarskálunum. Sýningargestirnir sýndu áhuga á öllum þeim vörum, sem sýndar voru frá íslandi, en mesta athygli vakti vikurplatan og vikursteinninn. Var enginn friður með steininn, því að menn voru alltaf að taka hann upp til þess að sannprófa hvað hann væri Jéttur. En vegna sífellt aukinna nota steyptra fleka til húsagerðar eru bygginga- menn sífellt í leit að sem léttustum byggingar- efnum. Einnig vöktu hvítar, loðsútaðar gærur og kuldaúlpurnar mikla athygli. Var athyglisvert hve margar fyrirspurnir komu um fyrirtækin, er þátt tóku í sýningunni, og hve margir létu í ljós áhuga á því að ferðast til íslands. íslenzka sýningardeildin fékk mjög vinsamleg blaðaummæli, bæði í blaði sýningarinnar, „Tie sonneur“, og stærsta blaðinu í Hruxelles, „Le soir“, sem kemur út í 350 þúsund eintökum. Auk þess liafa nokkur hollenzk blöð birt greinar um sýninguna. Flest fyrirtækjanna, sem þátt tóku í sýningunni, hafa fengið' fyrirspurnir erlendis frá vegna þátttöku sinnar, en of snemmt mun vera að slá nokkru föstu um árangur sýningarinnar fyrir útflutning íslenzkra iðnaðarvara. Þó var hér um að ræða athyglisvert brautryðjendastarf, sem margt má af læra, Ber samtökum iðnaðarframleiðenda og stjórnarvöld- unum sameiginlega að vinna að því að gera sem flestar íslenzkar ið'naðarvörur útflutningshæfar og kynna þær erlendis og skapa þjóðinni með því aukna afkomumöguleika. — Hafið þér engin meðmæli frá fyrri vinnu- veitanda yðar? — Nei, en hann mælti þó með því, að ég leit- aði mér að' annarri vinnu. ★ Kona, sem giftist peningum, er þeim venju- lega trú. FRJÁLS VERZLUN 38

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.