Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 12
Hefír stundað verzlunarstörf í 56 ár Þar af 40 ár hjá sama fyrirfæki Rcett við Þorstein .Tðnsson sjötugan — Veiztu það, að hann Þorsteinn hjá Garð- ari er orðinn sjötugur? Það var kunningi minn, sem sló fram þessari spumingu. Því hefði ég aldrei trúað', bætti hann við. — Nei, ég vissi það ekki áður, og raunar þekkti ég Þorstein ekki, en hafði oft heyrt um hann talað. Ég ákvað þegar að eiga við hann smáafmælissamtal fyrir FRJÁLSA VERZLUN, og lét verða af því fyrir nokkrum dögum, er ég heimsótti hann með' blað og blýant upp á vasann. Það var sa'tt, það var ekki líkt því að þar færi sjötugur maður. -----o---- Þorsteinn Jónsson, fulltrúi hjá Garðar Gísla- son h.f., er fæddur í Ólafsvík 16. maí 1884. Hann var uppeldissonur Jóns hreppstjóra og síðar kaupmans Asgeirssonar og konu hans Guðrúnar Hansdóttur, sem ættuð' var frá Búðum á Snæ- fellsnesi, hinna mestu dugnaðar- og merkishjóna. Þorsteinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Margrét Einarsdóttir frá Miðfelli í Hruna- mannahreppi. Hún andaðist 1917. Synir þeirra eru Einar skrifstofustjóri hjá Olíuverzlun Is- lands h.f. og Ingólfur fulltrúi í Landsbankanum. Síðari kona Þorsteins var Katrín Jóhannsdóttir frá Skriðufelli í Þjórsárdal, ættuð frá Lækjar- botnum í Landsveit. Hún lézt 1941. Börn þeirra eru: Magnús læknanemi og Margrét, er stund- ar nám við hannyrðakennaraskóla í Kaupmanna- höfn. — Ég byrjað'i við verzlunarstörf, þegar ég var 14 ára, sagði Þorsteinn. Það var hjá Einari Markússyni, en hann var þá verzlunarstjóri hjá Islands Handels og Fiskeri Kompagni, sem rak verzlun í Óafsvík og víðar á Vesturlandi. Þegar þessi verzlun hætti byrjaði Einar Mark- ússon sjálfstæða verzlun undir nafninu Bænda- verzlunin Einar Markússon & Co. Fyrsta verk mitt á morgnana var að kveikja upp í ofninum, en síðan var ég í búðinni á daginn. Þar var ég í 11 ár, eða þar til verzlunin hætti störfum 1909. Þá fór ég til Milljónafélagsins og starfaði hjá því til ársins 1914. Þeir seldu þá og hættu. 14. marz það ár réðist ég svo að verzlun Garðars Gísla- sonar í Ólafsvík, sem var útibú. Verzlunarstjóri var Hreggviður Þorsteinsson. Þar var ég þar til ég fluttist til Reykjavíkur 1919 og tók við starfi í Heildverzlun Garðars Gíslasonar hér. Síð'an hefi ég ekki hreyft mig. Ö6 ár eru því síðan Þorsteinn hóf verzlunar- störf og þar af hefir hann unnið 40 síðustu árin hjá sama fyrirtækinu. ----o----- — Þér minnist að sjálfsögðu margs frá fyrstu starfsárum yðar í Ólafsvík? — Já, það er margs að minnast og mikil breyt- ing á orðin, sagð'i Þorsteinn. Lífsbaráttan var erfið þar eins og víðar xun aldamótin, bæði til sjós og lands. Þá þekktist ekki annað en opnir róðrarbátar. Menn söltuðu sjálfir og verkuðu aflann og fengu lán út á hann að vetrinum. Einn- ig höfðu flestir skepnur, kýr og kindur, en erfitt var um heyöflun og oft langt að sækja, — Verzlunarhættir hafa og verið aðrir en nú? 6 * i 40 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.