Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 16
Guðmundur Guðjóns- son kaupmaður varð sex- tugur 19. júní s.l. Hann er Arnesingur að ætt, fæddur að Efra-Seli við Stokkseyri árið 1894. Strax á unglingsárum byrjaði hann að stunda sjó á opnum bátum frá Stokkseyri. Átján ára að aldri fluttist hann með forcldrum sínum hingað til Reykjavíkur. Fór á fyrsta mótorista-námskeið, er hér í bæ var hald- ið, og lauk það'an prófi. Var síðan „mótoristi“ á vélbátum, en gerðist síðar verkstjóri við fisk- þurrkun hjá Lofti Loftssyni útgerðarmanni. Guðmundur stofnaði, í félagi við Björn Jóns- son, bakara, verzlunina Venus 1. apríl 1918. Starfræktu þeir þessa verzlun í félagi til 1. apríl 1923, en þá gekk Guðmundur úr fyrirtækinu og setti á stofn eigin verzlun við Skólavörðustíg 22, þar sem nú er verzlunin Holt. T október 1928 flutti hann verzlunina yfir götuna á Skólavörðu- stíg 21, þar sem hún er enn til húsa. Guðmundur hefir starfrækt verzlun sína af dugnað'i og ósérplægni í öll þessi ár. Hann er maður léttur í lund og hefir aflað sér mikilla vinsælda í starfi. Guðmundur hefir látið stét.tar- og félagsmál mikið til sín taka. í stjórn Félags matvörukaup- manna hefir hann verið í samfleytt 24 ár, þar af formaður félagsins síðustu tuttugu árin. Hann á einnig sæti í stjórn Verzlunarráðs Islands. FRJÁLS VERZLUN árnar honum allra heilla á þessum tímamótum. Sveinbjöm Árnason verzlunarstjóri varð fimmtugur 2. júlí s.l. Hann er Snæfellingur að ætt, fæddur í Olafsvík, en fluttist hingað til Reykjavíkur fjórtán ára að' aldri. Gerðist hann skömmu síðar sendi- sveinn við verzlun Har- aldar Árnasonar, og hef- ir starfað við það fyrir- tæki ávaílt síðan. Veitir hann nú Haraldarbúð h.f. forstöðu. Sveinbjöm er fyrir löngu þekktur meðal fjölda bæjarbúa fyrir frábæra lipurð í starfi og prúð- mennsku hans er viðbrugðið. Hann er þeim beztu kostum búinn, sem prýtt geta góðan verzlunar- mann. Dugnaður og árvekni hafa ávallt einkennt störf hans. Félagsmál hefir hann látið nokkuð til sín taka. Hann hefir unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir Knattspyrnufélag Reykjavíkur, og V. R. hefir ekki farið varhluta af dugnaði hans. I stjórn félagsins sat hann á árunum 1945—1952 og var varaformaður þess síðustu árin. Sveinbjörn er einn af þessum bjartsýnu dugn- aðannönnum, sem lítur hlutina björtum augum, og kappkostar að gera sitt bezta í hverju máli. Slíkum mönnum er gott að kynnast. FRJÁLS VFRZLUN árnar honum allra heilla 44 Fn.TÁUS VEHZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.