Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 17
Bendingar íil bréfrilara Sérhver bréfritari ætti að gera sér grein fyrir eftirfarandi atriðum, áður en hann byrjar að skrifa bréf: I fyrsta lagi: Hann þarf að hafa all- ar fáanlegar upplýsingar um málið, sem um er að ræða; í öðru lagi: Hann þarf að vita eins mikið og unnt er um stjórnendur fyrirtækisins, sem hann er að skrifa. Þegar menn skrifa venjulegt bréf, ættu þeir ailtaf að hafa tvennt í huga: — að segja skýrt og greinilega, í sutttu máli, það sem þeir ætla að segja, og í öðru lagi að segja það þannig, að það hafi þægileg áhrif á manninn, sem skrifað er til. Fj órar hættulegustu villur, sem hægt er að á þessum tímamótum og þakkar honum vel unn- in störf í þágu V. R. Ólafur Jóhannesson kawpmaður hér í bæ varð sextugur 5. júlí s.l. Hann er fæddur að Tröð í Bessastaðahreppi árið 1894. Vestur á Snæfells- nes fluttist hann með foreldrum sínum, þá árs- gamall, en þau bjuggu í Syðri-Görðum (nú Hofstaðir), svo og að Kirkjufelli. Hingað til Reykjavíkur fluttist Ólafur 1913 og hugðist hefja skólanám, en varð að hætta af fjárhagslegum ástæðum. Fékkst hann við barna- kennslu um hríð og ýmis önnur störf. Arið 1921 stofnsetti hann sína eigin verzlun, er hann hefir starfrækt óslitið síðan. Ólafur var einn af upp- hafsmönnum að stofnun Félags matvörukaup- manna árið 1928. og var gerður að heiðursfélaga á 25 ára afmæli þess. Hann hefir og tekið virkan þátt í störfum ýmissa annarra félaga. Ólafur er rnaður bjartsýnn og glaðlyndur og má ekki vamm sitt vita í neinu. FRJÁLS VERZLUN árnar honum allra heilla í tilefni af sextugsafmælinu. gera, má flokka þannig: í fyrsta lagi, að vera of kumpánlegur, í öðru lagi, að bregða fyrir sig glensi, í þriðja lagi, að skuldbinda fyrirtækið að því er snertir verðlag, verzlunarháttu eða fyrir- komulag, og í fjórða lagi, að bréfið hafi óþægi- leg áhrif, þegar það er lesið'. Sjaldan er nauðsyn- legt að skrifa þannig, að viðtakandi sé beinlínis gagnrýndur, tilefni til slíkra bréfa er sjaldgæft, en þau ætti alltaf að skrifa maður, sem viður- kenndur væri áhrifamaður í ábyrgðarstöðu. Ef menn eru of kumpánlegir er hættan sú, að óvíst er með öllu í hvaða skapi viðtakandi verður, þegar hann fær bréfið. Ekkert er eins áhættu- samt í verzlunarbréfi og glens, og er það af sömu ástæðu og áður var nefnd, að óvíst er hvernig ástatt er, þegar bréfið er lesið. Ef sagt er sem svo: „Vér munum útvega yður þessa eða hina vöruna fyrir þetta tiltekna verð,“ þá er með slíku orðalagi verið að veðsetja fram- tíðina. Tilboð verður að orða þannig, að við- skiptavininum sé sagt afdráttarlaust til um verð- ið á hverjum tíma, en ekki þannig, að hann geti komið að mánuði liðnum, eftir að verðhækkun hefir orðið, og krafizt vörunnar fyrir sama verð og var á henni fyrir hækkunina. Til öi'yggis þyrfti að bæta við setningu, eins og t. d.: „Þetta tilboð miðast við núverandi verð,“ eða eitthvað þvíumlíkt. Menn skyldu minnast þess, að' mikil- vægt er, að verzlnnarbréí séu stuttorð. Samt ættu menn að grípa tækifærið og krydda bréfið með nokkrum heppilegum setningum. Ef vekja þarf athygli viðskiptavinarins á einhverjum sérstök- um atriðum, er heppilegt að helga hverju þeirra stutta athugasemd. Menn skyldu varast að koma sér í bobba í bréfaskriftum sínurn, með því að byrja og enda bréfin stöðugt á sömu setningum. Sá, sem fær slík bréf hvert eftir annað' verður leiður á þeim. Þess ber að minnast, að bréf er hvorki meira né minna en samtal. I stað þess að skrifa: „Höfum meðtekið heiðrað bréf yðar dags. 10. þ. m.“ o. s. frv., mætti skrifa: „Bréf yðar dags. 10. þ. m. barst okkur í morgun og það gleður okkur að fá að vita, að farmurinn er kominn örugglega í höfn“ o. s. frv. Menn skyldu ekki vitna í „téð bréf" eða „heiðrað bréf yðar“. Slík orðatiltæki eru nú fordæmd af beztu verzlunarbréfriturum. Málið á að vera einfalt, orðavalið skýrt og setn- ingarnar stuttar, og umfram allt, menn ættu að setja sig í spor viðskiptavinarins og gefa lionnm þær upplýsingar, sem hann þarfnast. FR.JÁI.S VERZLUN 45

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.