Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 18
Standmynd af Skula Magnússyni, landfógefa Kins og áður hefir verið vikið að hér í FRJÁLSRI VERZLUN, þá stendur fyrir dyrum, fyrir atbeina Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur, að reist verði standmynd af Skúla Magnús- syni landfógeta, nú á þessu ári, í tilefni af því að verzlun á Islandi var gefin frjáis að fullu og öllu, og til verðugrar minningar um þennan afburða- mann þjóðar vorrar, er barð'ist fyrir eflingu frjálsrar íslenzkrar verzlunar og iðnaði. Stendur það því engum nær en íslenzkum verzlunar- og kaupsýslumönnum að styðja að framgangi þessa máls, enda tilvalið að tengja þá minningu við aldarafmæJi verzlunarfrelsisins, því að þau mála- lok, sem þá fengust, voru mjög reist á rökum þeirrar baráttu, sem Skúli Magnússon hóf, og á framkvæmdum hans. Erá því í marzmánuði 1953 hefir stað'ið yfir fjársöfnun í því skyni að koma upp nefndri standmynd af Skúla, og hafa þegar safnazt um 70 þúsundir króna. Eru það aðallega ýms verzl- unar- og iðnfyrirtæki, er lagt hafa fram fé þetta En þar sem myndin, með öllum kostnaði, kem ur til með að kosta um 120 þúsund krónur, þá vantar enn mikið á, að fullt fé sé fyrir hendi. Standmyndin er þegar komin til landsins. Til þess að geta stað'ið í skilum vegna ófall- ins heildarkostnaðar við frummyndina og af- steypuna o. f]., þá hefur orðið að grípa tii þeirra ráða, að taka bráðabirgðalán, fram yfir það sem safnazt hefir, í von um og í fullu trausti þess, að verzlunar- og kaupsýslumenn, og að'rir velunn- arar þessa málefnis, er ekki þegar hafa lagt fram fé í þessa fjársöfnun, bregðist nú skjótt og vel við, og láti af hendi rakna framlag, eftir efnum og ástæðum, þar ti] heildarupphæðinni verður fullnægt. Fyrir tveim mánuðum síðan var söfnunarlist- um dreift út á meðal hinna ýmsu verzlunar- og iðnfyrirtækja í bænnm og verður þeirra vitjað nú næstu daga, í von um að' það hafi borið góð- an árangur. Enn fremur verður gefið út „Spjald-happ- drætti“, og slíkum spjöldum dreift út á meðal félaga í V. R., í von um að þeir geri sitt bezta varðandi sölu þeirra. I ráði er, að afhjúpun standmyndarinnar fari frani á næsta frídegi verzlunarmanna 2. ágúst. Hefir styttunni verið valinn staður á hornlóð Kirkjustrætis og Aðalstrætis, sunnanvert við Landssímahúsið, og hefir bæjarráð þegar sam- þykkt staðsetningnna. Enn fremur samþykkti bæjarráð að láta gera bráðabirgðafótstall undir myndina. A sínum tíma kaus Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 5 manna nefnd, innan sinna vé- banda, til þess að undirbúa mál þetta. Nefnd þessi lcallast „Skúlanefnd V. R.“. Trúnaðarmað- ur nefndarinnar var ráðinn Hjörtur Hansson, stórkaupmaður, og hefir hann veitt fjársöfnun- inni forstöðu og annast framkvæmdir og nauð- synlegan undirbúning þessa máls. 46 FRJÁLS VEUZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.