Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 20
formanns og varaformanns, þeir: Karl Þorsteins, Othar Ellingsen, Sveinn Guðmundsson, Tómas Björnsson og Þorvaldur Guðmundsson. Varamenn eru: Egill Guttormsson, Friðrik Þórðarson, Jón Bergsson og Magnús J. Brynj- ólfsson. A fyrsta fundi framkvæmdastjórnarinnar, sem haldinn var 23. júní, var Othar EUingsen kos- inn 2. varaformaður ráðsins. Skrifstofu- og verzlunar- mannafélag SuSurnesja Þriðjudaginn 10. nóv- ember síðastl. var boð- að tii stofnfundar félags fyrir verzlunar- og skrif- stofufólk á Suðurnesj- um. Boðað var til fund- arins af nefnd, er til þess hafði verið kjörin, og var Sigurður Steinþórs- son formað'ur hennar. Fundurinn var haldinn í Ungmennafélagshús- inu í Keflavík. Samþykkt var ein- róma að stofna félagið, og hlaut það nafnið „Skrifstofu- og verzlunarmannafélag Suður- nesja‘*. Undirbúningsnefndin lagði fyrir fundinn frum- drög að lögum fyrir félagið, og voru þau sam- þykkt, en jafnframt kjörin nefnd til að endur- skoða lögin fyrir næsta aðalfund. I fyrstu stjórn félagsins voru kjörnir þeir Jng- ólfur Árnason, form., Ilelgi S. Jónsson, Kristján Guðlaugsson, Haukur Helgason, Andrés Þor- varðsson, Baldur Jónsson og Eyjólfur Guðjóns- son. Samþykkt var að fela stjórn félagsins að skipa nefnd til að fara með kaup- og kjaramál. Aðalfundur félagsins fyrir árið 1954 var svo haldinn 21. maí s.l. í Sjálfstæðishúsinu í Kefla- vík. Á þeirn sex mánuðum, er félagið hafði þá starf- að, tókst stjórn þess að koma fram ýmsum kjara- bótum fyrir félagsmenn sína. Að vísu hafa ekki verið' gerðir neinir heildarsamningar við atvinnu- rekendur á félagssvæðinu, en starfið til þessa aðallega ef ekki eingöngu beinzt að því að fá komið fram leiðréttingum fyrir það skrifstofu- fólk, er vinnur hjá erlendu verktökunum og varn- arliðinu. Þær kjarabætur, er áunnizt hafa, þakka félagsmenn fyrst og fremst Ingólfi Árnasyni, en hann hefur starfað að þessum málum af dugn- aði og ósérhlífni. Ingólfur Árnason baðst eindregið' undan end- urkosningu og var Guðmundur Ólafsson kjörinn í hans stað sem formaður félagsins, og með hon- um í stjórn þeir Kristján Guðlaugsson, Stefnir Helgason, Eiríkur Sigurbergsson, Helgi S. Jóns- son, Guðmundur Magnússon og Eyjólfur Guð- jónsson. Ekki var kjörin sérstök launakjaranefnd, en Ingólfi Árnasyni falið að hafa þau mál með hönd- um og honum veitt heimild til þess að' velja sér samstarfsmenn. FRJÁLS VERZLUN óskar hinu unga félagi til hamingju með þann árangur, er það hefur náð, og vonar að það eigi eftir að verða félögum sín- um stoð og stytta í baráttunni fyrir bættum kjörum á ókomnum tímum. Verzlunarmannafélag Borgarness Þann 11. apríl s.l. var í Borgarnesi stofnað stéttarfélag fyrir verzlunarfólk og hlaut það nafnið Verzlunarmannafélag Borgarness. Fyrst mun hafa verið reyfað á þessari félags- stofnun fyrir tveim árum, en það var þó ekki fyrr en nú í vetur, að úr henni varð. Snemma á þessu ári boðaði verkalýðsfélagið á staðnum til fundar með' verzlunarfólki á fé- lagssvæðinu og var ætlunin að stofna deild fyrir verzlunarfólk innan félagsins. En þetta fór á annan veg, þar sem samþykkt var einróma á fundinum að stofna sérstakt félag fyrir stéttina. Talið irá vinstri: Þorsteinn Bjarnason, Þorleifur Grönfeldt, for- maður, og Gestur Kristjánsson. Ingólfur Arnason 48 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.