Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 22
Guðjón Einarsson fimxntugur „Ég trúi þessu ekki fyrr en ég hefi séð kirkju- bækurnar“, — varð einum af kunningjum Guðjóns Einars- sonar að orði.. þegar hann frétti um fimm- tugsafmæli þessa síunga og lífsglað'a ágætis- manns. — Þess verður ekki dul- izt, að Guðjón ber aldurinn vel, enda er hann ávallt ungur í anda og „með á nótunum“, þótt tímarnir breytist. Guðjón Einarsson er fvrir löngu orðinn lands- kunnur maður vegna langs og merkilegs starfs- ferils í þágu íslenzkra íþróttamála. Hann var Félagsmál Frh. af hls. J,9. Formaður félagsins, Helgi Vigfússon, komst svo að orði, er FRJÁLS VERZLUN hafði sam- band við hann nýlega: „Að sjálfsögðu skipa hagsmunamálin öndveg- ið í félagsskap sem þessum. Ber þá líka að hafa vel í huga, að heill einstaklingsins, jafnt sem fé- iagsheildarinnar, er bundin því skilyrði, að af trúmennsku sé starfað og aldrei sé legið á liði sínu, hvert sem starfið annars er. Verzunarmannafélag Árnessýslu vill hvetja fé- lagsmenn sína til skyldurækni og trúmennsku til hagsbóta fyrir sig og hérað sitt. Það vill styrkja vináttu og félagslund allra þeirra mörgu, sem vinna þjónustustörf á viðskiptasviðinu“. FRJÁLS VERZLTTN vill nota þetta tækifæri til að árna Verzlunarmannafélagi Árnessýslu heilla á ókomnum tímum og vonar, að fyrr- greind orð formannsins megi verð'a leiðarstjarna þess. ungur að árum, þegar hann fékk áhuga á íþrótt- um, sem hann stundar enn í dag sér til ánægju og hressingar. Honum hefur oftar en nokkrum öðrum íslending verið falið það vandasama og oft á tíðum vanþakkláta starf að' dæma knatt- spyrnuleiki, jafnt í milliríkjakeppni sem flokka- keppni íslenzku félaganna. Margvíslegum trún- aðarstörfum hefur honum verið falið að gegna innan íþróttahreyfingarinnar, og fulltrúi hennar hefur hann oftsinnis verið á erlendum vettvangi. Störf Guðjóns í þágu Verzhmarmannafélags Reykjavíkur ættu öllu verzlunarfólki að vera kunn, enda hefur hann komið þar manna mest við sögu á mestu umbrotatímum í sögu þess. Guð- jón hefur átt sæti í stjórn V. R. frá því 1943, fyrsta árið í varastjórn og síðan í að'alstjórn. Formaður félagsins hefur hann verið óslitið frá 1946, Mikil umbrot hafa átt sér stað í félaginu á þessu tímabili, og hefur því mjög reynt á þol og lipurð formannsins, þegar öldur hafa risið sem hæzt. Hefur oftast komið til hans kasta að bera klæði á vopn manna, sem átt hafa í innbyrðis erjum sökum ólíkra skoðana á mönnum og mál- efnum. Fáir hafa orð'ið til þess að þakka Guð- jóni óeigingjarnt starf í þágu íslenzks verzlun- arfólks, enda er það oftast svo, að menn eru gjarnir á að gleyma að halda á lofti því, sem vel er gert, þótt ekki standi á að rjúka upp til handa og fóta, þegar mönnum er ekki gert að öllu leyti til hæfis. Guðjón Einarsson hefur unnið mikið og merki- legt starf í þágu V. R. og íslenzkrar verzlunar- stéttar, enda nýtur hann trausts og álits sam- starfsmanna sinna. Hann er maður sáttfús og sanngjarn og raungóður vinur vina sinna. Vel kom það í Ijós á fimmtugsafmæli hans 18. júní s.l., hve kunningjáhópurinn er stór. Húsakynni V. R. að Félagsheimilinu rúmuð'u varla þann stóra hóp, sem þangað kom til að færa afmælis- barninu kveðjur og fagrar gja.fir. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur flytur for- manni sínum hugheilar árnaðaróskir á þessum tímamótum, um leið og þakkað er mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Megi V. R. sem lengst njóta starfskrafta æskumannsins Guðjóns Einarssonar. 50 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.