Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 1
Bíkfitidrk&ðnriim Fylgirh "Frjálsrcn verxlunar" Bílczöldin í byrjun þessarar aldar (1901) komu bifreið- arnar fyrst til sögunnar. Tilkoma þeirra hefur þótt slíkur stórviðburður, að öldin er oft nefnd manna á meðal bílaöldin, eða svo var að minnsta kosti þar til mönnunum tókst að beizla kjarn- orkuna. Bilarnir olhi gjörbyltingu í samgöngu- tækni þjóðanna og leystu af hólmi þaríasta þjón- inn, er menn höfðu notazt við öld fram af öld. Að vísu þekktust járnbrautir meðal margra þjóða, en stoínkostnaður víðtæks járnbrautar- kerfis og rekstur járnbrautanna var dýr, og að- eins á færi þéttbýlla landa að leggja járnbraut- arnet milli landshluta. Flutningskostnaður með járnbrautum þótti auk þess dýr, og rekstur þeirra óhagkvæmur á styttri vegalengdum. Fyrir strjálbýlt land sem ísland og örðugt yf- irferðar, var bifreiðin ákjósanlegt farartæki, enda þjóðinni ókleift fjárhagslega að standa straum af lagningu járnbrautarkerfis um landsbyggðina. Vorið 1913 flutti Bookless, útgerðarmaður í Haínarfirði, bifreið hingað til lands og var hún í förum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. „Rennur hún mjúkt og liðlega um veginn og læt- ur vel að stjórn", eins og eitt þeirrar tíðar blað komst að orði, og bætir við: „Er það fyrsta bifreiðin, sem að gagni hefur komið hér á landi". Um sania leyti komu hingað til lands tveir Vestur-Islendingar, Sv^einn Oddsson og Jón Sig- mundsson, og höfðu þeir meðferðis frá Vestur- heimi bifreið (Ford), er þeir notuðu hér um sum- arið og reyndist allvel. Þá var og stofnað hér í bæ „Bílíelag Reykjavíkur" í þeim tilgangi að annast fólksflutninga með bílum. „Sumir hafa trú á því", sagð eitt blaðið, „að bilar muni í framtíðinni, þá er vegabótum fleygir fram, verða hentug farartæki hér á landi". Reynslan hefur einnig orðið sú, að bilarnir eru 0« munu verða framtíðarfarartadri okkar á landi. Með hliðsjón af því þarf engan að undra, þótt áhugi manna hér á landi snúist almennt um bíla, þar sem þeir eru snar þáttur í öllu daglegu lífi þjóðarinnar. Og eftir því sem vegakerfið teygir arma sína æ lengra um land vort, upp til sveita, inn til dala og fram með sjó, verður öll- um landslýð Ijóst, að án bifreiðarinnar getur hann ekki verið. Þarfasti þjónninn hefur fengið sína hvíld, en tækni mannsandans hagnýtt til þæginda fyrir land og lýð. Tala bifreiða í landinu í árslok 1944 var 4005, en á sama tíma 1953 var hún 11.216. Bifreiða- fjöldi landsmanna hefur nær þrefaldazt á tiu ár- um, þrátt fyrir ströng innflutningshöft á bílum á árunum 1949—52. Mesta aukning á bifreiðum á einu ári var árið 1947, en þá jókst bifreiða- eign landsmanna um 2970 bifreiðar. f árslok 1953 voru hér á landi 6846 fólksbif- reiðar og 4370 vörubifreiðar. Skiptust fólksbif- reiðarnar á milli 82 tegunda, en vörubifreiðarnar milli 80 tegunda. Meðalaldur bifreiðanna á sama tíma var sem hér segir: Vörubifreiða 10.9 ár. almenningsbifreiða 9.0 ár og almennra fólksbif- reiða 9.6 ár. Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin rýmk- að nokkuð um innflutning á bifreiðum, til lausn- ar vandamálum togaraútgerðarinnar. Ríkir manna á meðal mikill áhugi fyrir að ná sér í nýjan bíl, þótt eflaust fái færri en vilja. FRJÁLSRI VERZLUN þótti rétt að gefa inn- flytjendum bíla orðið, svo og gefa lesendum sín- um gleggri upplýsingar um hinar ýmsu bifreiða- tegundir, en sökum þrengsla í blaðinu sjálfu, var horfið að því ráði að láta fylgja blaðinu sér- stakt fylgirit, er fjallaði almennt um bifreiðar. Gefist þessi tilraun vel, verður haldið áfram á sömu braut í framtíðinni.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.