Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 1
/f 16. ÁRG. 5.-6. HEFTI — 1954 Lega landsins - lífskjör fólksins íslendingar búa í dag við góð lífskjör. Næg at- vinna er í landinu, mikið' er framleitt og sala af- urðanna gengur greiðlega við hagstæðu verði. En þjóðin man tímana tvenna og hún veit að í einni svipan geta aflabrestur eða óþurrka sumar ger- breytt afkomu hennar. Meginatvinnuvegir íslend- inga eru svo háðir legu landsins og veðurfari, að þeir geta ekki tryggt landsfólkinu nægilegt efna- hagslegt öryggi. Þar við bætist að landsmönnum fer fjölgandi og nokkur tormerki virðast á að höf- uðatvinnuvegirnir geti að óbreyttu tekið við fólks- aukningunni og tryggt nýju kynslóðinni mann- sæmandi lífskjör. Það er því ekki ósennilegt að margur velti því fyrir sér til hverra úrræða sé að taka, er aukið geti atvinnu í landinu og tryggt öruggari afkomu. Á margt hefur verið bent og ýmislegt reynt. Þess- ar línur munu þar trúlega litlu við auka, en á fátt eitt skal þó drepið. LEGA LANDSINS á norðurhjara veraldar hefur oft verið talin til ókjara þjóðarinnar. SUkt þarf þó ekki að vera. ísland liggur ó alfaraleið milli tveggja heimsálfa. Sjórinn er enn í dag ódýrasta flutningaleiðin. Því ekki að reyna að hagnýta þessa legu landsins? Reyna að gera þetta eyland að áfangastað í flutningum milli heimsálfanna, umhleðsluhöfn og úrvinnzluver. Til þess að slíku mætti til vegar koma, þyrfti auðvitað að koma hér upp FRÍHÖFN. En það er fleira, sem til þarf. ÞAÐ ÞARF ERLENT FJÁRMAGN. Ef við ætlum að fó útlendinga til þess að flytja hingað hráefni frá einni álfu og vinna þau hér og flytja þau svo aftur út fullunnin til annarrar heimsálfu, nægir ekki aðeins að koma hér upp fríhöfn. Það þarf að gefa erlendu fjármagni það starfsrúm til framleiðslu, að eigendur þess telji það ómaksins vert að leggja það í rekstur hérlendis. Þyrfti í því sambandi bæði að athuga SKATTALÖG og LÖG UM HLUTAFÉ- LÖG. Menn hafa löngum verið tortryggnir gagn vart erlendu fjármagni. Sá hugsunarháttur er eft- irhreyta frá tímum einokunar og nýlendustöðu landsins. Engin þjóð kemst í dag af ctn erlends íjármagns, og erlendu fjármagni þurfa ekki að' fylgja nein pólitísk íhlutun eða skerðing á sjólf- stjórn eins og áður tíðkaðist. Allar stærri fram- kvæmdir okkar hafa verið framkvæmdar með er- lendu fjórmagni, erlendum lctnum. Og því ættum við ekki einnig að reyna að veita erlendu fjár- magni inn í sjólfan atvinnureksturinn? Þá eru að lpkum ótalin NÁTTÚRUAUÐÆFI LANDSINS. Okkur hefur löngum verið kennt það, að á íslandi væru engar náttúruauðlindir, nema vatnsföllin og heiiar lindir. Þetta er enn að mestu órannsakað mól. Rannsóknarráð' ríkisins hefur verið með nokkrar byrjunarathuganir á þessu sviði og þó ekki með öllu án árangurs. Hér eru mikil verkefni framundan. Það þarf að hefja hér gagngera leit að verðmætum hráefnum og rann- saka til hlýtar hagnýtingarmöguleika þeirra. Til þess að þessu verki megi hraða sem mest og að það verði unnið af sem haldbeztri kunnáttu, þurf- um við enn að loita út fyrir landstoinana, enda virðist liggja beint við að leita aðstoðar hjá tækni- legum sfofnunum Sameinuðu þióð'anna og fjór- hagslegrar aðstoðar hjá sjóð'um þeim, er stjórn Bandaríkjanna hefur miðlað mörgum öðrum þjóð- um af til hliðstæðra framkvæmda. Þessir lauslegu þankar eru vitaskuld engin lausn á flóknu viðfangsefni, en þeim er skotið fram til umhugsunar, ÞVÍ AÐ AUKIÐ ATVINNUÖRYGGI ER ÍSLENDINGUM TÍMABÆRT VIÐFANGSEFNI.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.