Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 5
hafði hann herskip tvö mikil og fríð, hét hið stærra „Jylland“, en hið minna „Heimdal“, kon- ungur sjálfur var á stærra skipinu, og flest hans föruneyti, bæði voru skipin vel búin að mönnum og öllum tygjum, og voru þar á ýms stórmenni. Þessir voru helztir höfoingjar og merkismenn í fylgd konungs: Valdimar prinz, hinn yngsti son- ur konungs, Klein lögstjórnar- eða dómsmálaráð- herra, er þá var og nýskipaður ráðherra yfir Ts- landi, Trap geheimeetazráð, kabínetsritari kon- ungs, Holten ofursti, stallari konungs, Oddgeir Stephensen, forstjóri hinnar íslenzku stjórnar- deildar í Kaupmannahöfn, Steenstrup próíessor, nafnfrægur náttúrufræðingur, Sörensen pró- fessor, nafnkenndur málari og listamaður, Karl Andersen skáld, er hafði alizt upp á Islandi, og doktor Rosenberg, nafnkunnur danskur vísinda- maður. Þá er leið að hádegi 30. júlí sáu Reykvíkingar þrjú herskip stór leggjast undir land, og kenndu að þar voru konungsskipin, og svo Fylla, tóku þeir þá að hraða sér að ljúka vio viðbúnað þann, er hafa skyldi til við'töku konungi. Allur bærinn var skreyttur fánum og flöggum, og blakti veifa af nálega hverju íbúðarhúsi, og svo af hæðum beggja megin bæjarins. Landtöku- bryggjan, þar er konungur og sveit hans skyldi á land ganga, var öll yfirklædd, en stengur marg- ar voru reistar beggja megin bryggjunar og fáni dregin á hverja. Við bryggjusporðinn var reistur veglegur tignarbogi, sveipaður rauðum dúki, en yfir bogann var sett kóróna gullin. TJm tignar- bogann og stengurnar fram ineð bryggjunni og svo milli þeirra var slöngvað lyngfléttingum og blómvöndum, er konur og meyjar bæjarins höfðu gjört með miklum hagleik og prýði. Þá lágu mörg skip á Reykjavíkurhöfn, bæði stór og smá, og voru mörg þeirra gufuskip. Her- skip voru þar finnn, eitt sænskt, eitt norskt, eitt þýzkt og tvö frakknesk. Nú renndu konungsskipin inn á höfnina, fyrst Jylland, það er konungur var sjálfur á, þá Heim- dal og síðast Fylla, öll með jöfnu millibili. Þá hóf hið sænska aðmiralskip skothríð til fagnaðar konungi og síðan hin herskipin öll, en konungs- skij)in svöruðu aftur á sama hátt. En er Jylland renndi framhjá hinum skipunum, var á þeim öllum lostið upp fagnaðarópi, svo glöggt mátti heyra til lands. Ilafði mikill mannfjöldi af bæj- arbúum þyrpzt saman við landtökubryggjuna og biðu þess, er konungur kæmi í land. Landshöfðinginn fagnar lconungi. Það var um hádegisbil, að konungsskipin vörpuðu akkerum. Veður hafði verið myrkt og skúrasamt um daginn, það af var, en nú tók að létta til og sól skein yíir bæinn, og svo höfnina og var næsta tignarleg sjón. Þá lögðu margir bátar frá hinum stærstu skipum og renndu þeir allir að skipi því, er konungur var á, voru það foringjar skipanna, er fóru að fagna konungi. Landshöfðinginn yfir íslandi, Hilmar Finsen, lagði þá og frá landi og fór á konungsfund. Inn- an stundar kom hann aftur í land með' þann boðskap, að konungur mundi stíga á land klukk- an 2, og bað menn svo við búast. Þusti þá enn mikill fjöldi manna niður að bryggjunni, og skipuðu þeir sér í raðir báðum megin hennar, en gluggar allir, þeir er að höfninni vissu, voru og’ fullir af fólki. Kvenfólk flest hafði skipað sér á pall við efri bryggjusporðinn. Allir voru þar bún- ir hátíðabúningi, og embættismenn einkunnar- klæðum sínum. Svo sem ráð var fyrir gjört, kom konunugur í land klukkan tvö, og lagði að landtökubryggj- unni. Þar voru fyrir hinir æðstu embættismenn, konsúlar og bæjarstjórar til að fagna honum. Gekk landshöfðinginn þá fram lir flokkinum, og mælti til konungs á þessa leið: „TJm leið og yðar hátign stígur fæti á strönd Islands — hinn fyrsti konungur, sem í þau þúsund ár, er land þetta hefur verið byggt, hefur hingað' komið — sé mér leyft í nafni alls landsins og sér í lagi jafnframt í nafni Reykjavíkurkaupstaðar að biðja af hjarta yðar hátign velkomna.“ Þá gat. hann þess, að þótt ísland væri land fátækt að mörgu, þá væri það þó auðugt af tryggð og ást. til konungs. Enn fremur þakkaði hann konungi fyrir stjórnar- skrána, og þá gleði, er hann veitti landsmönnum með komu sinni, lauk hann máli sínu með' því að óska. blessunar yfir konung og ætt hans, og biðja honum langra lífdaga. Tók mannfjöldinn undir það með fagnaðarópi, og tóku karlmenn allir undir, en konur veifuðu hvítum blæjum. Þá gekk konungur og Valdimar sonur hans og aðrir höfðingjar upp í bæinn, til húss landshöfð- ingja, en þar var konungi ætlað að búa, meðan hann dveldist í bænum. Söngur og mannfagnaður. TJm kveldið flutti söngflokkur einn í bænum konungi kvæði, voru það einkum handiðnaðar- menn, og fyrir þeim var Jónas Helgason járn- frjals verzlun 57

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.