Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 6
smiður, en kvæðið hafði orkt skáltlið Matthías Jochumsson. Þakkaði konungur hvorttveggja, kvæðið og sönginn, og bað' að syngja meira fyrir sér, helzt með íslenzku lagi. Gjörði söngflokkur- inn svo, og söng Ingólfs minni eftir hið sama skáld, með lagi eftir Jónas smið. Geðjaðist kon- ungi vel að, og þakkaði aftur með nokkrum, fögrum orðum. Hina næstu daga þar á eftir lét konungur fyrir berast í húsi landshöfðingja, en notaði skólahúsið til veizluhalda, hafði hann bæjarbúa marga þar í boði sínu á hverjum degi, og veitti hið ríkulegasta. Ilinn 1. ágúst veitti hann viðtal hverjum er vildi, og talaði við þú um það, er þeim var hugleikið. Oftar átti hann og tal við menn, og ávarpaði stundum þá, er hann hitti. er hann var á gangi um bæinn eða þar í grennd, giörði hann sér í því iítinn mannamuri, og fór að öllu hið ljúfmannlegasta. Þjóðhátíð Reyhvíkinqa. Þjóðsöngurinn sunginn í íyrsta sinn. Nú er að segja frá ÞJÓÐHÁTTÐ HEYKVÍTv- TNGA, en hún var haldin 2. dag ágústmánaðar. Hátíðin byrjaði þegar um morguninn með guðs- þjónustugjörið í dómkirkjunni kl. 8—9%, en önnur guðsþiónustugjörð var haldin kl. 10%— 12, og hin þriðja kl. 1—2%. Dómkirkjan var nrvdd hið skrautlegasta og öll Ijósum ljómuð. Á háaltarinu brunnu ljós sem vanalega, en í kórnum utanverðum voru reistar 2 háar kerta- stikur, sín hvorum megin við skírnarfontinn, klæddar grænum dúkum og vafðar blómhring- um. og aðrar 2 með sama umbúnaði fyrir neðan kórtröppurnar. Kringum altaristöfluna voru drepnar laufgjarðir og blómskraut hið fegursta, off líkt fram með báðum loftsvölunum. Stóll landshöfðingja var ætlaður konungi, var rauðum t’öldnm slesrið upp báðum megin við stólinn, og með beim Iágu laufgjarðir og blómsveigar, er var miög haglega fyrir komið. Tvonur og meyjar bæíarins. bær er skreytt höfðu konungsbryggj- ima. höfðu einnig hér um búið, og gjörðu út- lendir menn orð á, hve það hefði tekizt snilld- arleo-a. Konungur sjálfur og sonur hans og flest annað stórmenni var við hámessuna, en það var «ú er haldin var í miðið, kl. 10%—12. Hér um t"'1 VI. 914 kom sveit hermanna frá konungs- eVinjnu Jvlland og gekk við hljóðfærablástur upp nð dómkirkiunni og nam þar staðar. Nokkru síðar kom sveit kadetta eða sjóforingjaefna frá Heimdal og gekk einnig til kirkju; var þeim rað- að í kirkjunni í tvær raðir innan frá kór og fram að kirkjudyrum beggja megin við göngin, þar sem konungur átti um að ganga. Nú tók fólk óðum að flykkjast í kirkjuna, en lögreglustjóri var þar staddur með lögregluþjónum til að sjá um, að eigi yrði troðningur og allt færi fram sem skipulegast. Lítilli stundu síðar, eð'a kl. 10% kvað við lúðrablástur fyrir utan kirkjuna, kom nú konungur með mikla sveit manna og gekk í kirkju, en sveitir hermanna höfðu skipað sér til beggja handa meðfram kirkjunni. Biskup var þegar áður til kirkju genginn og var skrýddur fullum biskupsskrúða, en er konungur kom, gekk hann til móts við hann fram í kirkjudyr, ávarpaði hann konung þar með nokkrum orðum og fylgdi honum síðan inn að kór. Gekk þá kon- ungur til sætis síns og svo prinsinn í s'tól lands- höfðingjans innanvert á loftsvölunum öðrum megin, en þar utar sátu aðmirallinn og yfirfor- ingjar allra herskipanna. í innstu bekkjunum niðri var skipað hinum göfugustu þjóðhátíðar- gestmn og svo öðrum höfðingjum, en þar utar frá var múgurinn, og var kirkjan meir en alskijr- uð fólki. Þá hófst guðsþjónustugjörðin, og fór hún fram á Hkan hátt og vant er, nema með enn meiri viðhöfn. Biskup landsins, doktor Pétur Pétursson, flutti töluna. Söngurinn fór fram hið hátíð'legasta með organslætti, en fvrir honum stóð organisti dómkirkjunnar. hinn ágæti söng- meisíari Pétur Guðjohnsen. Nýir sálmar voru sungnir, og voru þeir allir orktir af hinu lipra sálmaskáldi, prestaskólakennara Helga Hálfdán- arsyni, en einn lofsöngur eftir þjóðskáldið Matt- hías Jochumsson, með lagi eftir hið unga, ís- lenzka tónskáld, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, org- anista í Edinborg. Þá er guðsþjónustugjörðinni var lokið gullu aftur við lúðrar, fyrir utan kirkj- una, og gekk ])á konungur og sveit hans úr kirkju með hinni sömu skipan sem fyrr, en síð- an mannfjöldinn. Allar þrjár messurnar fóru fram á íslenzku, en þótt margir hinan erlendu þjóð'hátíðargesta eigi skildu þá tungu, létu þeir allir sér mjög um finnast, hve þær hefðu verið veglegar og hátíð- legar. Frá Austurvelli á Oskjuhlíð. Konungsveizla. Síðar um daginn, kl. 3%, safnaðist mikill múg- ur manna saman á Austurvelli. Voru þar komnir 58 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.