Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 10
urs og umkomuleysis. Hann bafði þorað að tala, án þess að biðja afsökunar og krefjast réttar umkomulausrar og fátækrar þjóðar. Hann hafði íengið menn til þess að hlusta á umkvartanir þess fólks, sern var að' gefast upp í erfiðri lífs- baráttu. Þannig varð starfssaga Skúla leiðarvísir og til eftirbreytni mörgum ágætum Islending- um, sem síðar báru málstað Islands fram til sig- urs. Ég hef minnzt hér á Skúla Magnússon í sambandi við verzlunarmannafrídaginn, vegna þess að mér finnst nafn þessa mæta manns of sjaldan nefnt í sambandi við frelsi þjóðarinnar, frjálsa verzlun, iðnað og fjölbreytni í atvinnu- lífinu. Tel ég, að á engan sé hallað, þó'tt ég bendi á eðlilegar og sjálfsagðar staðreyndir. Verzlun landsmanna hefur nú verið flutt inn í landið og sá arður, sem aí verzluninni fæst, verð- ur eftir í landinu og er notaður í þágu alþjóðar. Þjóðin annast nú að miklu leyti siglingar til og frá landinu. Ivomið hefur verið upp myndarleg- um ið'naði, sem á mikla framtíð fyrir sér. Fiski- skipastóll landsmanna er stór og fullkominn. Landbúnaðurinn byggist á ræktuðu landi meira en nokkru sinni fyrr. Þjóðin hefur safnað mikl- um verðmætum á fáum áratugum, síðan hún tók verzlunina í eigin hendur og arðurinn af við- skiptunum varð kyrr í landinu. íslenzkir kaup- sýslumenn hafa sýnt dugnað og víðsýni í störf- um. Þeir hafa margir unnið í anda Skúla Magn- ússonar. Ég hef á þessum hátíðisdegi verzlunar- manna enga ósk betri fram að bera en þá, að segja megi að verzlunarstéttin öll, undirmenn og yfirmenn, megi hér eftir vinna, ekki margir, lield- ur allir, í anda Skúla Magnússonar. Að verzlun- arstéttin megi tileinka sér festu hans, víðsýni og karlmennsku. Að liún megi eins og hann hafa samúð með þeim, sem eru fátækir og gengur illa í lífsbaráttunni, og hai'i ávallt jafn sterka þrá til þess að bæta lífskjör alþjóðar og brautryðjand- inn Skúli Magnússon. Sé unnio eftir þeim við- horfum þarf verzlunarstéttin ekkert að óttast. Þá er óþarft að æðrast, þótt hnútum sé kast- að, eins og oft er gert ómaklega. Þótt verzlunin sé nú innlend, er ekki allur vandi leystur. Margir erfiðleikar eru við að stríða. Verzlunin verður aldrei fullkomin fyrr en hún er að öllu leyti frjáls. En til þess að það geti orðið verða atvinnutækin að' ganga og afla verðmæta og þess gjaldeyris, sem þjóðin þarf. Atvinnutækin verða að hafa starfsgrundvöll og gefa liæfilegan arð til þess að þau verði endur- nýjuð og menn hafi vaxandi áhuga fyrir fram- leiðslustörfum. Mun þjóðin þá halda áfram að efnast og uppbygging atvinnulífsins blómgast. Erlendri einokun heíur verið rutt lir vegi. Inn- lend einokun má ekki heldur festa rætur í neinu formi. Slíkt myndi leiða til tjóns fyrir allan al- menning í landinu. Margir hafa gert sér þetta Ijóst og er því unnið að frjálsari verzlun, svo fólkið geti sjálft ráðið því hvar það hefur viðskipt.i. Undir því skipulagi verður kaupsýslumaðurinn að gera vel, ef hann ætlar að' halda miklum viðskiptum. Því er það meiri vandi að vera kaupfélagsstjóri eða kaupmður í frjálsri samkeppni en forstjóri einka- sölu. Þróun verzlunarmálanna í landinu sýnir sem betur fer, að verzlunarstéttin skilur, að lnin hef- ur skyldur við þjóðina. Kaupsýslumaðurinn má ekki hugsa aðeins um eigin buddu. Það má aldrei gleymast, að þessi fámenna þjóð er eins og ein fjölskylda. Við erurn öH í sama bát. Ef ein stétt þjóðfé- lagsins líður kemur það niður á þjóðinni í heild. Taki ein stétt þjóðfélagsins of mikið til sín mun það hefna sín síðar. Verzlunarstéttin eins og aðrar stéttir sættir sig því við að fá hæfilega greið'slu fyrir þá þjónustu, sem hún veitir á hverjum tíma. Það mun reynast farsælast. Það skapar traust ahnennings á stéttinni. Það gerir mögulegt að skapa vináttu ogskilning milli neytenda ogkaup- sýslumanna. Það tryggir að liugsjón Skúla Magnússonar um framkvæmd verzlunar á ís- landi er og verður í heiðri höfð. 62 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.