Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 14
gædd ríkri réttlætiskennd, eins on flestar frum- stæð'ar þjóðir. En langvarandi nýlendustjórn hefur valdið því, að hana skortir sjálfsaga. En sá, sem ekki getur stjórnað sjálfum sér, á það á hættu að vera stjórnað af öðrum. Indónesíu- menn verða því að gera upp við sjálfa sig, hvort þeir vilja framvegis geta valið forystumenn úr eigin hópi, eða hvort þeir vilja eiga á hættu að komast aftur undir erlend áhrif. Hvert svarið verður, getur naumast orkao tvímælis. En vilji þeir hins vegar sjálfir velja sér stjórn, verða þeir að veita slíkri stjórn svo mikil völd, að hún megni að halda uppi aga og knýja fram hlýðni við lög og rétt. Þjóðþingið þarf ekki að' rökræða fyrirfram hverja einstaka stjórnarat- höfn. Það á aðeins að marka stefnuna og veita síðan ríkisstjórninni fullt athafnafrelsi innan þeirra takmarka, sem slík stefna setur. Síðar má gagnrýna mikilsháttar mistök eða glappa- skot og jafnvel setja stjórnina frá, ef svo ber undir. Yfirsjónir og mistök geta alls staðar átt sér stað, en af þeim er hægt að læra. Ríkis- stjórn, sem ekki hefur fullt framkvæmdavald, er óstarfhæf. Þjóðþing eru ekki skólar í mælskulist, heldur ábyrgar stofnanir, sem veita mnboð í nafni þjóð- arinnar. Til þess að ráða bót á ringulreið, ör- yggisleysi og óhlýðni í landi sínu þarfnast Indó- nesíumenn starfshæfrar ríkisstjórnar, sem hefur vilja og þrek og rnátt, til þess að beita ríkisvald- inu í því skyni að koma í veg fyrir og refsa fyrir brot á opinberuin reglum og fyrirmælum". Þessi orð hins vitra og reynda. fjármálamanns eru ekki torskilin. Þau eru raunar svo einföld, að þau verka á mann eins og sjálfsagðir hlutir. En hvað getum við Islendingar svo lært af þess- um ummælum Dr. Schaehts? Mér verður fyrst hugsað til þess, sem hann segir um væntanlega fjárfestingu í Indónesíu. Hann bendir réttilega á það, að þess sé lítil von, að þjóðir, sem skammt eru á veg komnar í verklegum efnum, geti af eigin rammleik byggt upp efnahagskerfi sitt og tekið nútímatækni í þjónustu sína. I þessu sam- bandi bendir hann á lönd eins og sjálf Banda- ríki Norður-Ameríku, Argentínu og föðurland sitt, Þýzkaland. En hann leggur áherzlu á, að það sé ekki snma við hvaða kringumstæður hið erlenda fjármagn komi inn í landið. Skilyrðin eru þau, að það lúti innlendri lögsögu og njóti sömu verndar og innlent fjármagn. Það verður 66 að festa rætur í hinum nýja jarðvegi og ávaxt- ast af honum. Við Islendingar megum í þessu sambandi minnast nærtæks dæmis. Þegar Is- landsbanki var stofnaður laust eftir aldamótin síðustu, fluttist hingað mikið erlent fjármagn eftir þeirra tíma mælikvarða. Það er flestum kunnugt til hvers það fjármagn var notað. Það fór að mestu til þess að byggja upp blómlegasta atvinnuveg Islands, sjávarútveginn. Fyrir það var togaraútgerðin og innlend verzlun byggð upp, og þar með lagður grundvöllurinn að fjár- hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. I þessu tilfelli var fyrrnefndum skilyrðum fullnægt, enda festi hið erlenda fjármagn hér rætur og er nú fyrír löngu komið í íslenzkar hendur. Það er löngu vitað, að þjóðin getur ekki til langframa byggt afkomu sína eingöngu á land- búnaði og fiskiveiðum, enda er þegar svo kom- ið, að útflutningur þessara afurða nægir ekki til þess að fullnægja þeim innflutningi, sem þarf til þess að halda uppi þeim Jífskjörum, sem þjóð- in býr nú við. Verzlunarhallinn hefur á undan- förnum árum numið svo hundruðum milljóna skiptir og hefur að mestu verið greiddur með tekjum af vinnu fyrir hernaðarframkvæmdir. Ollum er ljóst, að ekki er unnt að byggja aí- komu þjóðarinnar á slíkri starfsemi, þegar til lengdar sætur. Það er því hollt að gera sér nú þegar Ijóst, hvernig sakirnar standa og búa í hag- inn fyrir framtíðina. Við eigum nú þegar að hefj- ast handa og vinna af alefli að því að notfæra þá feikilegu orku, sem í fallvötnum landsins býr. Talið er, að virkjun Þjórsár einnar mundi kosta milljarði króna. Lítil von er til þess, að við get- um af eigin rammleik gert slíkt átak. Hins vegar mælir ekkert gegn því, að erlent fjármagn komi hér til. Virðist raunar sjálfsagt, að leita fyrir sér um möguleika á því, að erlendar fjármála- stofnanir festi fé sitt hér og verji því til þess að beizla orkuna í fallvötnum landsins. Stóriðja, bygg'ð á þeirri orku, er ein þess megnug að taka á móti iolksfjölgun landsins í framtíðinni. Þegar að því kemur, að erlent fjármagn flytjist inn í landið, er mikils um vert, að ráðum Dr. Schachts sé gaumur gefinn. Hér er ekki rúm til þess að fara frekari orðum um framanskrúð ummæli Dr. Schachts, enda eru þau hverjum manrii auðskilin. Þó get ég ekki látið hjá líða að vekja að lokum sérstaka at- hygli á ummælum hans um gætni í opinberum Framh. á hls. 75. FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.