Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 16
Vilhjálmur Þ. Gíslason: Rœða, flutt við afhjúpun standmyndar af Skúla Magnússyni, 18. ágúst s.l. Þegar nú á að afhjúpa standmynd af Skúla fógeta, minnumst við hvors tveggja: öndvegis- manns í íslenzku þjóðlífi og aldahvarfa í ís- lenzkri sögu. Skúli fógeti var oddviti þeirra alda- móta. Reykjavík, sem hann lagði grundvöllinn að, varð' tákn nýs tíma í landinu. Með stofnun hennar hófst vísir að íslenzkri bæjarmenningu og nýrri hagstefnu, með innlendri verzlun og iðnaði og nýjum útvegs- og búnaðartilraunum. Nýjar bókmenntir voru á uppsiglingu, í kjölfar Eggerts Ólafssonar, ný náttúrufræði með honum og Sveini Pálssyni, ný hagfræði með Hannesi Finnssyni. Þetta vakandi og vaxandi þjóðlíf safnaðist smátt og smátt um Reykjavík, sem varð höfuðstaður landsins. Einmitt þessar sum- arvikur eru liðin tvö hundruð ár síðan lokið var við að reisa verksmiðju og verzlunarhús Skúla fógeta hér á næstu grösum, en byrjað var á því 1752. Þetta voru um tuttugu hús, ílest torfbæir. Síðan rak hver atburðurinn annan á næstu ára- tugum, þar sem byggt var ofan á þær undirstöð- ur, sem Skúli fógeti lagð'i. Latínuskólinn var fluttur á Hólavöll 1785, þorpið fékk kaupstaðar- réttindi árið eftir, ný kirkja var reist 1790, bæj- arlandið er stækkað 1792, leiksýningar hófust um 1796, alþingi var háð hér til bráðabirgða rétt fyrir aldamótin, landsyfirréttur settur hér 1800, bæjarfógeti 1803, stiftamaður og biskup 1805, og síðan hvað af öðru, unz Reykjavík verð- ur afdráttarlaus íslenzkur höfuðstaður með end- urreisn Alþingis. Vitanlega unnu að þessu mörg öfl og oft var togstreita um það, hvað gera skyldi, og stundum lá við borð, að höfuðstaðurinn yrði Hafnar- fjörður en ekki Reykjavík. Vafalaust hefur á- kvörðun Skúla fógeta um staðinn fyrir innrétt- ingarnar ráðið örlögum Reykjavíkur. Hann á því öðrum fremur skilið þann heiðursstað í hjarta Reykjavíkur, sem standmynd hans er bú- inn í dag. Stórbrotinn stoltarmaður, hispurslaus höfðingi, djarfur framfaramaður horfir lmnn nú á sögustaði iiðins tíma, sein hann leysti úr læð- ingi, og á þá staði, þar sem hugsjónir hans skópu nýja landshagi og ný lífskjör, betri og blómlegri en áður þekktust. Hér rétt fyrir sunnan okkur stóð sennilega bær Ingólfs landnámsmanns, fáum skrefum fyrir norðan okkur var húsahverfi Skúla fógeta. I litlum hring hér í kringum okkur voru húsin, sem þeir áttu síðar heima í: Sigurður Breiðfjörð, Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson og Svein- björn Egilsson, og seinna Steingrímur Thorsteins- son og Matthías Jochumsson, húsin þar sem var fyrsta prentsmiðjan í bænum, fyrsta blaðið, fyrsta bókasafnið, salur þjóðfundarins og þing- hús og dómkirkja. Standmynd Skúla fógeta er í dag reist í garði, sem lengi var kirkjugarður, sem geymir bein margra stritandi handa, sem stofnuðu þennan bæ og styrktu hann, sem enn geymir bein þeirra fórnfúsu mæðra, sem lögðu nótt við dag í vinnu sinni til að gera Reykjavík að farsælli framtíð barna sinna, og þeirra feðra, sem sóttu úfinn sjó í fátækt sinni til þess að land Reykjavíkur skyldi verða ríkt. Þau unnu öll í anda Skúla fógeta. Og hver var hann þessi maður, sem nú stendur hér óbrotgjörnum eiri steyptur sem tákn hins mesta og bezta í sögu bæjarins, sem ímynd nýs tíma í þjóðarsögunni. Prestssonur norðan úr Kelduhverfi, mikillar ættar, en þó hafinn af sjálfum sér, barningsmað- ur og baráttuhetja, lífsþyrstur og lífsglaður of- stopamaður og óhemja öðrum þræði, gáfaður, þrár og hreinskilinn, eins og einn háskólakennari hans sagði um hann, hamhleypa ti] verka, en með frjóu ímyndunarafli, brennandi framfarahug, næmri réttlætiskennd, fjölhlið'a lærdómi og stundum mjúklátu hjarta þrátt fyrir allt. Það voru að vísu enganveginn alltaf þessi einkenni eðlis hans, sem lífið knúði fram. Hann þurfti oft meira á að halda offorsi sínu og kappi og gat þá farið lítt að lögum og veiáð hnúaber og harð- hentur. „Augnabrúnagerr var hann ef mislíkaði (sem var kynfylgja),“ var um hann sagt. Þegar 68 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.