Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 17
afi hans knúði hann til skólanáms og veitti hon- um blessun sína, bað hann þess, að hann mætti læra að þekkja heiminn, en guð varðveiti þig fyrir heiminum. Enginn samtíðarmaður lærði eins beizklega að þekkja heiminn og Skúli fógeti. Embættis- og starfsferill hans var fullur af beizkju og baráttu, sýslumennska hans og fó- getastörf, en helzt af öllu þrotlaus umhyggja lians fyrir nýjum verzlunar- og atvinnuháttum, þar sem hann átti í endalausum róstum við gamla, ófrjósama og eigingjarna einokun, sem reyndar var að verða úrelt. Þótt Skúli fógeti ætti í vök að verjast, stóð hann engan veginn einn í baráttu sinni, hann hafð'i ótrauðan stuðning frjálslyndra danskra stjórnarvalda, menntaðra manna og mótaðra af hugsjónum nýs tíma. Með þeirra fulltingi hóf Skúli fógeti sínar frægu til- raunir, sem allir þekkja, til frjálsrar verzlunar, nýrra fiskiveiða og nýs iðnaðar og landbúnaðar. Margt af þessu misheppnaðist, sumt fvrir er- lendan áróður, sumt fyrir innlenda deyfð, sumt fyrir litla reynslu eða ráðdeild. Það' féll en hélt velli. Andi þess lifði, af því að hugsjón þess var í bandalagi við framtíðina. Skúli fógeti var boð- beri hinnar sigrandi framtíðar. Við erum vön því að líta. fyrst og fremst á Skúla fógeta sem bardagamann og athafnamann, og það var hann. Þetta er samt einhlið'a mat á manninum. Hann var ennþá stærri og meiri, líkt og Jón Sigurðsson seinna, makt hans og mik- illeiki er mest fólgin í fjölhæfni hans og fjöl- fræði. Hann þurfti ekki að vera einhæfur og einstrengislegur til þess að njóta sín, hann þurfti ekki að vera hátíðlegur til ]>ess að vera virðuleg- ur, hann þurfti ekki að slá um sig til þess að sýnast vera sterkur, hann hafði efni á því að dreifa sér og gefa tveim höndum af góssi huga sins. Við gleymum því oft, að þessi veraldlegi valda- maður var guðfræðingur að mennt, að þessi höggvaþungi en vígreifi stríðsmaður var einnig ágætur, friðsamlegur fræðimaður, sem skrifaði merkilegar og vel samdar heimildir um hagsögu og þjóðlýsingu og kunni vel að yrkja vísur og kvæði, að þessi upphafsmaður bæjanna var stór- bóndi í sveit, að þessi refsingasami róstumaður gat verið allra manna veizluglaðastur á góðri stund, að þessi geiglausi grjótpáll gat verið skart- maður og var alla embættistíð sína mjög oft er- lendis með höfðingjum, eða 23 vetur af 36 em- bættisárum sínum til 1786, er hann sigldi síðast. Þegar Skúli var skipaður landfógeti 1749, fyrstur íslenzkra manna, trúðu Islendingar því ekki „því áð'ur höfðu þeir þenkt að svo illur djöfull sem landfógetinn gæti ómögulega verið innlendur“ sagði Skúli sjálfur. Hann gerði þetta embætti að röggsamlegu, nytsamlegu, íslenzku starfi. Hann gerði allt, sem hann kom nálægt, mynd- arlegt, nytsamlegt og þjóðlegt. Skúli fógeti tók við mörgum baráttumálum sínum af öðrum mönnum, margt af því, sem hann beitti sér fyrir var áður hafið. Sumir samtíða- menn hans standa enn ómaklega í skugganum af hinu skæra ljósi hans, ekki sízt Magnús amt- maður Gíslason. Þá var gott mannval í landinu eins og oft áður og síðan. Lítið þjóðfélag þrífst ekki nema af gildi einstaklingsins, af trú hans á sjálfan sig, af hörku hans við sjálfan sig, af einbeittri ræktun lmns á fjölhæfni sjálfs síns, á skvnsamlegu jafn- vægi milli hæfileika hans til að fara sínu fram og geta unnið með öðrum. Skúli fógeti varð oddviti síns tíma fyrir þrótt og fjölhæfni persónuleika síns. Sú saga var til nyrðra, að rétt áður en Skúli fógeti fæddist kom mikill örn og settist á bæjar- þekjuna rétt yfir rúmi móð'ur hans, en þegar hann var fæddur hóf örninn sig til flugs á víðum vængjum og sveif yfir svcitina út í fjöll og fjarska. Þannig áttu andi og áhrif Skixla fógeta eftir að svífa yfir íslenzku þjóðlífi. Ilann er enn í dag ímvnd tveggja höfuðeigin- leika í íslenzkri trú á landið: frelsisins og fram- kvæmdaþreksins. Við lifum nú samjafnaðar- laust við betri kjör en á hans dögum og í betra landi, við meira frjálsræði, jafnvel þótt við bú- um nú aftur við vaxandi íhlutun ríkisvaldsins í smátt og stórt í tíma og ótíma. Eg held að lítil hætta sé á því, að Tslendingar bregðist Skúla fógeta um framkvæmdir á mörg- um sviðum. Þeir mega ekki heldur bregðast hug- sjón frelsisins, en þar er þó hættan meiri. Frelsi er ekki einungis þjóðfélagshugsjón. Það er fyrst og fremst hugarfar og trú einstaklingsins, sem sýnir sig síðan i verkunum. T íslenzkri trú á mannhelgi og mannrétt, á frelsi og framkvæmd, verður standmynd Skúla fógeta afhjúpuð í dag í hjarta þess bæjar, serri hann grundvallaði á fornhelgum sögustað, og hefur orðið frjósamur og farsæll í anda hans. FRJALS VERZLUN 69

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.