Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 23
Hjörtur Hansson, stói’kaupm., kynnir athafn- arinnar, banð gesti velkomna og setti hátíðina. Vilhjálmur Þ. Gíshason, útvarpsstjóri, flutti ræðu, er birtist á öðrum stað hér í blaðinu. Guðjón Einarsson, form. V. R., flutti ávarp og afhenti borgarstjóranum styttuna sem gjöf til Reykjavíkurbæjar, en Erlendur O. Pétursson afhjúpaði hana. Borgarstjórinn, Gunnar Thoroddsen, þakkaði með stuttri ræðu hina rausnarlegu gjöf og hug þann, er fylgdi slíkum höfðingsskap í garð bæj- arfélagsins. Að loknu máli sínu lét hann fagran blómsveig, er fegurðardrottning bæjarins færði honum, að fótstalli styttunnar. Þá flutti formaður Skúlanefndar V. R., Egill Guttormsson, lokaorð, og þakkaði öllum þeim, og þá fyrst og fremst listamanninum, er lagt höfðu hönd á plóginn til að koma listaverkinu upp. Á milli atriðanna lék lúðrasveit og félagar úr karlakórnum „Fóstbræður“ sungu. Síðar um daginn hafði V. R. boð inni í húsa- kynnum félagsins fyrir gesti sína. Fór athöfnin fram með ágætum og V. R. til mikils sóma. Ljósm.: P. Thomsen. Listavianninum, Gu&mundi jrá Mid'dal, jœrður blómvöndur. Dr. Schacht og ununœli hans um cjnahagsmdl Indóncsíumanna Framh. af hls. 66. fjárreiðum. Ovíða er meiri þörf á hagsýni í þeim efnum en einmitt hér, þar sem aðalatvinnuveg- irnir eru jafnháðir duttlungum náttúrunnar. Til þess að unnt sé að varðveita það traust á gjald- miðlinum, sem liverri þjóð er lífsnauðsyn, er ríkinu skylt að gæta ítrustu sparsemi í útgjöld- um sínum og halda þeim innan réttra takmarka. Sé það ekki gert eru hættur verðbólgunnar á næsta leiti. Að undanförnu hefur mjög verið leitað til al- mennings um sparnað og jafnvel skólabörn verið hvött til þess að spara saman vasaaurana sína. Ekki virðist mér slíkur áróður einn saman væn- legur til árangurs. Hann er raunar með öllu þýð- ingarlaus, nema fjánnálastjórnin geri sitt til þess að slíkur sparnaðarandi eigi sér grundvöll. Það er engin von til þess, að menn vilji trúa bönkum og sparisjóðum fyrir þeim peningum, sem þeir kunna að eiga afgangs, þegar fvrirfram er vitað, að þeir rýrna. að verðgildi og gufa smám saman upp með hverju ári sem líður. Slíkur sparnaður væri hrein fásinna. Eina leiðin til þess að örva sparnaðarviðleitni almennings er að skapa traustan og stöðugan gjaldmiðil, sem eftirsókn- arvert, er að eiga. Það er öryggið, sem er fvrir mestu. Hækkaðir vextir duga litið, ef þeir fara jafnharðan í gin stjórnlausrar verðbólgu. En slíkur traustur og stöðugur gjaldmiðill skapast aðeins, eins og Dr. Schacht tekur réttilega fram hér að framan, í krafti einbeittrar og gætinnar fjármálastjórnar. Hið siðferoilega afl verður að koma að ofan. Þá kemur allt. annað af sjálfu sér. FRJÁLS VEUZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.