Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 1
16. ÁRG. 7.-8. HEFTI — 1954 Verzlunarmenning Verzlun og menning hafa löngum átt samleið. Víða var það verzlunin, sem ruddi menningunni braul. Kaupmenn könnuðu nýja stigu, íluttu varn- ing sinn til ókunnra landa og um leið barst írum- stæðum þjóðum andblær nýrrar siðmenningar. Verzlunin sjálí ,eins og önnur starísemi manna, getur verið með menningarsniði og hún getur líka borið svipmót ómenningar. Það er í raun réttri eitthvað til, sem kalla mætti verzlunarmenningu. Verzlunarmenningin er margþætt. Hún lýsir sér m. a. í vörugæðum, vöruvali, verði, umbúðum, úí- liti verzlana, tilhögun verzlunar, vörusýningum, kunnáttu og viðmóti verzlunaríólksins sjálfs. Frjáls verzlun stuðlar að, aukinni verzlunarmenningu. Menn verða að keppa, vörurnar verða að vera góðar, verðlagið hóflegt, umbúðir snotrar, verzl- anir vistlegar og afgreiðsla lipur. Á síðari árum hefur íslenzkri verzlunarmenningu fleygt mjög fram. Verzlanir eru hér nú jafn glæsi- legar og í heimsborgunum og vöruvalið fjölbreytt. Einn er þó þáttur verzlunarmenningarinnar, sem enn má nokkuð víða umbæta. Það eru hin beinu samskipti afgreiðslumanns og viðskiptavinar. Vill þar stundum vera pottur brotinn. Verzlunarmað- urinn gerir sér ekki alltaf ljóst að hann er að inna af hendi þiónustustörf í þágu þjóðfélagsins og að neytandinn, viðskiptavinurinn, er húsbóndi hans. Viðskiptamenn gleyma því líka oftar en skyldi, að þeir eiga ekki að fara að erindisleysu í verzlanir og ekki að baka verzlunarfólkinu meira erfiði en nauðsyn krefur. Verzlunarmenn og neytendur eiga sameiginlega að vinna að aukinni verzlunarmenn- ingu. Það gera þeir m. a. með því, að þeirri reglu sé fylgt, að menn eigi kröfu til þess að vera af- greiddir í réttri röð, afgreiðslufólkið temji sér prúð- mannleg ávarpsorð, eyði tímanum ekki í óþarfa símtöl á meðan fólk bíður afgreiðslu, og að við- skiptavinirnir séu ekki að láta tína fjölda vara úr hillum og skápum og sýna sér aðeins til þess að seðja forvitni, en ekki með kaup fyrir augum. Á margt fleira mætti minnast í þessu sambandi, en hér skal aðeins eitt nefnt til viðbótar, því þar hefur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur verk að vinna. Það þarf að stofna til námskeiða fyrir verzlunar- fólk, þar sem því væru kennd almenn verzlunar- störf, vöruþekking, að búa snyrtilega um vörur, gluggasýningar, hreinleg nótuskrift o. íl. Það kann að þykja koma úr hörðustu átt, að störf verzlunarmanna séu gagnrýnd í þeirra eigin blaði, en vinur er só er til vamms segir, og ágall- arnir til útbóta, enda er gagnrýni þessari frekar beint að undantekningunum, heldur en að hún beinist að almennu fyrirbæri. Að lokum skal sú ábending ítrekuð, að því að- eins mun íslenzk verzlunarmenning ná þroska, að verzlunarmennirnir geri sér ljóst að þeir eru í þjón- ustu neytenda og viðskiptavinirnir viðurkenni í verki, að verzlunarmenn vinna þjónustustörf, sem eru hverju siðmenntuðu þjóðfélagi nauðsynleg.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.