Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 10
Bandarísku jlugmennimir við Steinbryrjgjuna skömmu eftir komuna til Reykjavíkur í ágúst 1921}. Eric Nelson er lengst til vinstri á mynd- inni. svífandi yfir hafið til íslands. En Nelson var sænskur maður eins og sá, er fyrstur sigldi kring- um ísland rúmum 1000 árum á undan. Nelson fékk gott veð'ur, er hann losnaði við þokuna hjá Orkneyjum, og lenti heilu og höldnu austan við verzlunarstaðinn Höfn, en sunnan við Miklaey og flaug rétt hjá Vestra-horni, er gnæfir 2000 feta hátt skammt hjá lendingarstaðnum. Sveif hann tvo hringi yfir lóninu áður en hann færi niður. Menn voru komnir víðsvegar að í Horna- fjörð til þess að fagna fyrsta flugmanninum, er kæmi til Islands, en símfregnir bárust um allt Island og um víða veröld um þetta ferðalag. Nelson vildi bíða eftir félögum sínum og fékk nú fregnir af því, að þeir félagar Smith og Wade höfðu lagt af stað daginn eftir frá Orkneyjum, en nú kom fyrir annað óhapp. Flugvél Wade’s datt niður skammt frá Færeyjum og sökk ílug- vél hans fyrir sunnan og austan eyjarnar, en Wade og vélamanni hans var bjargað og komust þeir um borð í herskipið „Richmond“, er var þar á sveimi, en togari einn enskur, „Rugby“ frá Grimsby, bjargaði þeim fyrst og flutti þá vfir í herskipið. Ilafði leki komið að bensínpípu og voru þeir búnir að vera á reki í fjóra klukkutíma. En af Smith er það' að segja, að af því að þeir flugu samhliða, Wade og Smith, sá hann, 'hvað varð um Wade og flaug þá yfir tundurspilli einn, „Billingsley“, er var þar á vakki, og lét miða detta niður til skipsins, er sagði frá, hvað komið hefði fyrir. Síðan flaug Smith áfram til Horna- fjarðar, og flaug hann þangað' frá Orkneyjum á 6 tímum og 17 mínútum. Daginn eftir voru þeir félagar um kyrrt í Hornafirði, en lögðu af stað þaðan til Reykja- víkur 5. ágúst kl. 9.15 að morgni. I Reykjavík biðu menn með óþreyju t'lugmannanna. Herskip- ið „Richmond“ kom til Reykjavíkur 4. ágúst og um líkt leyti komu þangað herskipið „Ra- leigh“ og tundurspillarnir „Reid“ og „Billings- ley“. Herskipið „Richmond" var yfir 9000 smá- lestir að stærð og voru á þessum skipum yfir 1000 Bandaríkjamenn. Foringjar skipanna urðu að setja sérstaka lögregluþjóna í land til þess að halda uppi lögum og réglu með'al þessara her- manna, Gengu lögregluþjónar þessir með kylfur um götur Reykjavíkur og voru allvígalegir að sjá. Allmargir blaðamenn voru á þessum skipum og voru þeir frá ýmsum stórblöðum heimsins, og varð Island þessa dagana að jniðstöð allra merkustu fréttanna, er birtust í heimsblöðunum. „Richmond“ hafði litla flugvél um borð, Vough- flugvél, og var hún á sveimi yfir bænum. Við- búnaður var hafður til þess að taka á móti flug- mönnunum. Vélbátar voru á vakki á Skerjafirði, ef ske kynni, að' flugmennirnir lentu þar. Finn vélbátur var við austurenda Viðeyjar og báðir hafnsögubátarnir skunduðu inn í Viðey. Fólk safnaðist saman niður við liöfnina og hóp- ar fóru fram og aftur um göturnar. Símar dag- blaðanna hringdu látlaust með fyrirspurnum, hvort ekki sæist til þeirra Nelson og Smith. „Moigunblaðið“ fékk 300 fyrirspurnir í síma á hverjum klukkutíma. Nú fóru fregnir að ber- ast. Allsnarpur norðanvindur blés í Reykjavík, er flugmennirnir lögðu af stað frá Hornafirði og 86 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.