Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 11
(Ljósm. P. Thomsen). furðaði marga þá dirfsku þeirra. að leggja lit í slíka tvísýnu, er menn töldu. Nelson og Smith flugu fram með ströndum með 80 enskra mílna hraða á klukkustund, en er þeir nálg- uðust Vestmannaeyjar, versnaði veð'r- ið og dró þá nokkuð úr hraða þeirra. Flugu þeir nú áfram með 70 mílna hraða og flugu lágt og urðu samfluga. I Reykjavík óx spenningurinn, menn þyrptust upp á Arnarhól og út á hafn- argarð og mændu í suðurátt. Loks sáust tveir deplar út við sjóndeildar- hringinn, er færðust æ nær og stækk- uðu — skröltið' í hreyflunum varð æ greinilegra og áður en varði, svifu flugvélarnar með litlu millibili víir Reykvíkinga. og fóru inn á innri höfn. Þetta var klukkan 2.15 um daginn, eftir 5 tíma flug. Æsingur sá, er gagn- tekið hafði hugi manna, breyttist nú í trausta gleði og menn fögnuðu flugmönnunum eftir íöngum. Næstu daga voru flugvélarnar dregnar á land til eftirlits, en veizluhöld í landi og um borð í herskipunum hófust. Nú var hafinn undirbún- ingur undir flugferðina til Grænlands. Var áformað að fljúga til Angmagssalik og var her- skipið „Raleigh“ sent af stað 9. ágúst til þess að athuga lendingarstaði þar, en 'danska skipið „Gertrud Ra.sk“ og íslenzki togarinn „Kári Söl- mundarson“ áttu að vera til aðstoðar. Menn höfðu frengir af því, að „Gertrud Rask“ væri föst í ís fyrir austan Angmagssalik og hitti „Raleigh“ þar ís á reki 90 mílur fyrir austan Angmagssalik og lenti herski]úð þar í ísbreiðu og laskaðist stjórnborðsskrúfa. Vough-flugvélin, er „Raleigh“ hafði á þilfari, átti að fljúga yfir ísbreiðuna og leita að smugu fyrir „Gertrud Rask“ til þess að' komast inn til Angmagssalik, en kol átti að taka úr „Kára Sölmundarsyni" og' flytja yfir í „Gertrud Rask“. Nú fóru margir að verða óþolinmóðir eftir, að flugmennirnir kæmust af stað til Grænlands. 14. ágúst fóru tundurspillarnir „Reid“ og „Billingsley“ áleiðis til Grænlands og sama kvöldið fór herskipið „Richmond“ söniu leið. Fregnir bárust um, að „Gertrud Rask“ væri losnuð úr ísnum og væri komin inn til Angmagssalik. En nú kom í Ijós, að hreyfilsskrúfan á flugvél Nelsons var biluð' og varð herskipið „Richmond“, sem hafði vara- Agnar Kofoed-Ilansen, flugmálastjóri rílásins, rœðir vi'ð Eric Nelson hjá minnisvarðanum á Ilomafjarðarflugvelli skömmu aftir afhjúpun hans þann 2. ágúst. s.l. hluti um borð að snúa aftur alla leið til Reykja- víkur og fara síðan aftur vestur. Loks voru þeir félagar tilbúnir að fljúga til Grænlands 21. ágúst, en nú hafði bætzt nýr flugmaður í hópinn, ítalinn Locatelli. Antonio Loccatelli kom fljúgandi til Reykjavíkur 17. ágúst á allstórum flugbáti. Var liann idð' 4. mann, en 5. maðurinn, er þeir rögðu af stað frá Róma- borg í byrjun ágúst, var undirforingi í ítalska flotanum, Marescalchi, og kom hann nokkrum dögum áður á togara frá Englandi til Hafnar- fjarðar, til þess að annast nauðsynlegan undir- búning fyrir Locatelli, er hann flygi hingað. Nú kom þeim saman um, Smith, Nelson og Locatelli að verða samferða til Grænlands og skyldi fljúga til Frederiksdal, sem er nokkrar mílur fyrir norðan Kap Farvel á vesturströnd Grænlands og var áætlað 11 tíma flug. Gerðist nú þessi flugleiðangur allumsvifamikill, því að ekki færri en sjö herskip skyldi vera til aðstoðar á leiðinni: tundurspillarnir „Reid“, „Billingsley“ og „Barry“, herskipin „Raleigh“ og „Richmond“, danska herskipið „Islandsfalk“, sem statt var í Frederiksdal, og bryndrekinn „Milwaukee“, er var staddur við vesturströnd Grænlands. FRJALS VERZLUN 87

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.