Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 12
Þann 21. ágúst að morgni lögðu flugmennirnir þrír af stað og höfðu þá fengið veð'urskeyti frá Grænlandi og virtust flughorfur góðar. Smith flaug af stað kl. 7 um morguninn, lenti hann snöggvast í Skerjafirði, en flaug síðan áfram. Nelson lagði af stað kl. 7,01 og Locatelli kl. 7,08. Urðu þeir samferða Smith og Nelspn alllengi, en urðu síðar um daginn viðskila, í þoku. Her- skipið „Richmond“ lá uti í hafi 70 mílur, og flugu þeir framhjá því kl. 8.32, en tundurspill- irinn „Reid“ var 205 mílur vestur í hafi og flugu þeir fram hjá honum kl. 9,40 f. h. Héldu þeir nú förinni áfram og segir ekki af þeim fyrr en þeir nálguðust Frederiksdal. Var þá rigning og þoka og leit ekki út fyrir, að þeir gæti náð lendingu, en West skipstjóri á „Tslandsfalk“, sem flylgdist með ferðum þeirra, lét hleypa út úr eimpípum skipsins og skjóta úr fallbyssum. Lagði þá hvíta gufu upp úr þokunni, er flug- mennirnir sáu; komu þeir þá auga á „Islands- falk“ og tókst að lenda í Fredersiksdal, Smith kl. 5, en Nelson kl. 0. Var nú beðið eftir Loca- telli, en hann var horfinn. Var nú leitað næstu daga af herskipunum og 4 Vough-flugvélum, er herskipin höfðu meðferðis. Loks fann herskip- . ið „Richmond“ Locatelli og félaga hans á floti, og var hann á reki undan Kap Farvel. Ilafði hann lent í dimmri þoku og orðið að lenda, en af því að sjór var mjög úfinn og allhvasst var, tókst honum ekki að hefja sig aftur til flugs, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hafði hann rekið um nær 100 mílur, er hann fannst, og voru þeir félagar áðframkomnir af kulda og vosbúð, eftir 3Yi sólarhrings hrakning úti á reginhafi. Flug- elda höfðu þeir og sendu þá upp á hverjum þriggja klukkutíma fresti, en flugeldabirgðir þeirra voru nær þrotnar, er þeir fundust, en matvæli höfðu þeir til sjö daga. Ljósið af flug- eldunum varð þeim til lífs. Flugvél Locatellis var mjög löskuð, er þeir fundust, og bað hann um, að flugvél sinni yrði sökkt, og var það gert. En af Smith og Nelson er það að segja, að þeir héldu áfram ferðinni og flugu áleiðis til Labrador 26. ágúst. Smith flaug frá Frederiks- dal til Ivigtut (126 enskar mílur) á rúmum 2 tímum. 1. september lentu þeir í Ice Tickle-vík á Labrador og fengu þá heillaskeyti frá forseta Bandaríkjanna. 2. september flugu þeir til Hawkes Bay á Nýfundnalandi, en 3. september til Picton á Nýja Skotlandi. Þar hittu þeir fé- laga sinn, Wade, er hafði fengið nýja flugvél, og flugu þeir nú allir til Boston 6. september. Var þá mikið um dýrðir í borginni, er þeir komu þangað kl. 4 síðdegis. 13 flugvélar flugu á móti þeim, en fallbyssuskot dundu við frá virkjum borgarinnar og herskipum, en öll eimskip og verksmiðjur blésu í eimpípur sínar. 8. september flugu þeir til New York í fylgd margra flugvéla, og lentu þar á flugvellinum Mitchell Field, en 30000 manns voru þar saman komnir til að fagna þeim, og var þar á meðal prinsinn af Wales. 9. september lentu þeir í Washington og var þeim fagnað þar með 21 íallbyssuskoti, en aragrúi af tolki var þar saman kominn. Forseti Bandaríkjanna. tók á móti þeim og þakkaði þeim frækilega för. Síðan héldu þeir áfram til Dayton í Ohio og heimsóttu bræðurna Wright, sem taldir eru fyrstu ílugmenn heimsins, og konmst loksins til Seattle, þar sem heimsfluginu var lokið. ------o-O-o------------ Ljósm.: S. Vignir. Fluyeldasýning i „Tivoli“ á fridegi verzlunarmanna, 2. ág. s.l. 88 FH.TAI.S VEItZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.