Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 14
venjulegu heimilisvéla framleiða Pfafí margar tegundir af iðnaðarsaumavélum, og hefur mikið verið flutt af þeim til Islands. Það er alkunna-, að við Islendingar stöndum oft fremstir í flokki „miðað við íbúafjölda“. Svo er það einnig með innfiutning á iðnaðarsaumavélum frá Pfaff verk- smiðjunum; ísland skipar þar öndvegissætið! M agnús Þorgeirsson skýrir svo frá, að' eftir- spurnin sé ávallt mjög mikil eftir Pfaff sauma- vélunum og er hvergi nærri unnt að fullnægja henni. T. d. eru enn í dag um 300 manns á þriggja ára gömlmn biðiista, og telur Magnús, að hægt mundi vera að selja 1000 saumavélar á stund- inni, væru leyfi fyrir hendi. Enda þótt sauinavélar og knattspyma séu kannske fjarskyit umræðuefni, þá skal þess þó getið hér til gamans, að fimm leikmenn úr þýzka Magmis í Pfaff. knattspyrnuliðinu, sem vann heimsmeistara- keppnina s.l. sumar, voru frá borginni Kaisers- lautern, en þar eru Pfaff verksmiðjurnar stað- settar. Einn þessara fimm heimsmeistara er jafnframt starfsmaður Pfaff. Eins og gefur að skilja var keppzt um að sýna þessum mönnum virðingarvott, þegar heim kom, og m. a. færðu stjórnendur Pfaff verksmiðjanna fimmmenning- unum sína saumavélina hvei'jum með þeim um- mælum, að vonandi myndu þær létta af eigin- konunum mörgu erfiðinu. Starfsmanni Pfaff, sem var ókvæntur, varð þá að orði, að annað hvort yrði hann að ná sér í konuefni eða þá að læra handbrögð saumaskaparins. Ekki eru enn ná- kvæmar fregnir fyrir hendi um það, hvorn kost- inn hann ha.fi tekið! ns. Verziunarmaður skriíar Um laugardagslokun Svo sem kunnugt er, hafa staðið yfir viðræður milli launakjaranefndar V. R. og samninganefndar atvinnurek- enda um lokunartíma sknfstofa og sölubúða á laugardög- um. Svo einkcnnilega bregður við, að þótt hér sé cingöngu um að ræða samninga launþega við atvinnurekendur um bætt kjör, þá liafa blaðaskrif og samþykktir ýntissa utan- aðkomandi aðila sett sinn svip á málið, að ekki sé minnzt á þá fábcyrðu aðferð samnmganefndar atvinnurekenda að leita á náðir bæjarráðs Rcykjavíkur, og þá afstöðu bæjarráðs að gera samþykkt um málið á meðan sammngaumræður fara fram. Þau blaðaskrif, scm fram bafa farið í dagblöðum bæjar- ins, mun ég ckki gcra bér að umtalsefni, heldur snúa mér að samspili bæjarráðs og nokkrum öðrum atriðum. Fyrir bæjarráðsfundi, er haldinn var 26. október s.l., lá fyrir bréf frá samningancfnd atvinnurekenda, þar scm ósk- að var cftir áliti bæjaráðs á því, hvort það mundi brjóta gcgn hagsmunum almenmngs, að lokað yrði kl. 12 á há- clcgi á laugardögum allt árið. I bréfinu er vísað til tillögu Neytcndasamtakanna, samþykktar Húsmæðrafélagsins og ýntissa blaðaskrifa, er voru uppi gegn málstaði launþcga í verzlunarstétt. Sú aðfcrð, sem bér var viðböfð, er algerlega óverjandi. Annar aðilinn, er í samningtim stendur, leitar á náðir bæjar- yfirvaldanna, þeirrar stofnunar, er vald befur til að setja reglur um það, hvenær verzlunum skuli lokað í síðasta lagi og bvenær þær skuli opnaðar aftur að morgni dags. Að vísu er það svo, að bæjarráð hefur heimild samkvæmt lögum til að ákveða hvaða daga og hve lengi verzlanir megi vera opnar, en bæjarráð getur engan skyldað til að hafa opið þcnnan ákvcðna tíma. Þcss vegna er það kaupmönnum í sjálfsvald sett, bvort þeir loka kl. 12 á hádegi eða kl. 4. c. h. á laugardögum yfir vetrarmánuðina. En þeim hefur cf til vill fundizt styrkur í því vtð samningaumræðurnar að hafa upp á vasann álit bæjarráðs, er gengi gegn vilja laun- þeganna, og þcss vcgna reyndu þcir þá aðferð, svo eftir- breytanlcg sem hún er eða hitt þó heldur. Ekki eru menn síður undrandi yfir afstöðu bæjarráðs en aðfcrð atvinnurekendanna, því bæjarráð samþykkti cftirfar- andi tillögu: „Bæjarráð telur fyrir sitt Icyti ekki æskilegt að takmarka frekar en orðið er afgreiðslutíma í sölubúð- um bæjarins.“ Hér hefur bæjarráð farið inn á nýja braut. 90 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.