Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 17
Knútur Jónsson kau-p- maður andaðist 3. ágúst s.l. eftir stutta legu. Hann var fæddur á Patreksfirði 2(i. október 1906, og voru foreldrar lians Sigríður Sigurðar- dóttir Bachmann og Jón Snæbjörnsson, stöðvar- stjóri á Patreksfirði. Sex ára að aldri fluttist Knútur til móðursystur sinnar, Tngileifar Sigurðardóttur, og manns henn- ar, Olafs Böðvarssonar, gjaldkera í Hafnarfirði, og ólst þar upp. Ungur fór hann í Flensborgarskólann í Hafn- arfirði og síðar í Verzlunarskóla Islands. Að námi loknu stundaði Knútur vmis verzlunar- störf, og starfrækti um skeið eigin heildverzh n. Nokkru síðar hóf hann störf við Sögina h. f. og fleiri fyrirtæki, er hann var stofnandi að og meðstjórnandi. Er Sameinaðir verktakar tóku til starfa, hóf hann þar mikilvæg störf og vann við þau allt til dauðadags. Knútur var vinsæll maður og vinmargur, liæg- látur og hjálpfús. Vildi hann hvers manns vand- ræði leysa. Er hann harmdauði öllum þeim, er honum kynntust. Kvæntur var hann Svövu Jónsdóttur, og lifir hún mann sinn. Guðmundur Guð- mundsson st&rkaup- maður andaðist 19. nóvember s.I. ITann var fæddur í Skólabænum hér í Reykjavík, 26. ágúst 1896, og voru for- eldrar hans Guðmundur Jónsson, ættaður úr Grindavík, mörg ár ökumaður hér í bæ, og lcona lians, Guðrún Jóns- dóttir, ættuð frá Þórustöðum á Miðnesi. — Snemma hneigðist hugur Guðmundar til verzl- unarstarfa. Elleí'u ára að aldri gerðist hann sendisveinn við verzlun, og vann síðar meir við verzlunarstörf, lengst af við Sápuhúsið. Vorið 1921 lauk hann námi við verzlunarskóla í Kaup- mannahöfn. Er heim kom, gerð'ist hann bókari hjá firmanu. Hiti og Ljós h.f., en þegar það fvrir- tæki hætti störfum 1926, gerðist Guðmundur eigandi í firmanu Sturlaugur Jónsson & Co. Árið 1939 stofnsetti hann sitt eigið firma, Guðmund- ur Guðmundsson & Co., og starfrækti það til dauðadags, ásamt meðeiganda sínum, Hávarði Valdimarssyni. Tnnan Oddfellowreglunnar starf- aði Guðmundur mikið og gegndi þar ábyrgðar- og virðingarstörfum í fjölda. ára. Guðmundur var átorku- og dugnaðarmaður. ÖIl störf sín rækti hann af sérstakri samvizku- semi, reglusemi og nákvæmni. Skyldurækni í störfum var honum eiginleg. Hann var stefnu- fastur og ákveðinn í skoðunum, viðmótsþýður og drengur hinn bezti. Kvæntur var hann Tngveldi Unni Lárusdótt- ur, er lifir mann sinn. Jón Uallgrímsson verzlunamiaður andað- ist 21. ágúst s.l. eftir stutta sjúlcdómslegu. — Fæddur var hann hér í bæ 31. marz 1926 og var því rúmlega 28 ára, er hann lézt. Hann var sonur hjónanna Hall- gríms Jónssonar, vél- stjóra, og Rannveigar Sigurðardóttur. Ungur að árum fór Jón í Flensborgarskólann í Hafnarfirði og laulc þaðan prófi vorið 1943. Hóf hann þegar næsta haust nám við Verzlun- arskóla íslands og útskrifaðist þaðan vorið 1946. Strax að námi loknn hóf hann skrifstofustörf hjá Vélsmiðjunni Héðni og starfaði við það fyrir- tæki óslitið síðan. Félagsmál ]ét Jón nokkuð til sín taka. Hann var mikill unnandi knattspyrnuíþróttarinnar og virkur þátttakandi í henni. Átti hann sæti í stjórn Knattspyrnudeildar KR síðustu tvö ár- in. í stjórn Starfsmannafélags Vélsm. Héðins var hann í allmörg ár. Ilann var einnig meðlimur í V. R. Framh. á bls. 96. FRJÁLS VERZLUN 93

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.