Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 24
Vestfirzkur stórbóndi sigldi til Kauþmanna- hafnar. Þar kynntist hann manni, sem Brun hét. Nokkrum árum síð'ar sá bóndi þennan mann í Reykjavík, þekkti hann, en mundi ógjörla, hvað hann hét, en minnti þó, að það væri eitt- hvert litarheiti. Bóndi gekk Lil mannsins, tók ofan og •sagði kurteislega: „Góðan daginn, herra C'i (( xron . „Nafn mitt er Brun“, svaraði hinn. „O, fyrirgefið þér“, sagði bóndi, — „ég er nefnilega litblindur“. ★ An konunnar er karlmaðurinn eins oy höfuð án líkama; án manrmns er konan eins ocj höfuð- laus líkavii. ENSKUR MÁLSHÁTTUR. ★ S'tórt fyrirtæki réði til sín sálfræðing sem skrif- stofustjóra. Sálfræðingurinn byrjaði á því að ráða nýjan einkaritara fyrir fyrirtækið, og for- stjórinn fylgdist með, þegar sérfræðingurinn lagði einföld dæmi fyrir umsækjendur um starf- ið: „Tveir og tveir“, sagði sálfræðingurinn. „Fjórir“, svaraði fyrsta stúlkan fljótt. „Það gæti verið 22“, svaraði önnur stúlkan. „Það gæti verið fjórir og einnig tuttugu og tveir“, svaraði þriðja stúlkan. Þegar síðasti umsækjandinn var farinn út, sneri sálfræðingurinn sér að forstjóranum og sagði: „Þarna getur þú séð skýrt dæmi þess, hve áhrifamikil sálfræðin er við mannaráðningar. Fyrsta stúlkan svaraði rétt. Sú önnur í röðinni var tortryggin. Þriðja stúlkan var komin í sjálf- heldu, en ætlaði ekki að láta hremma sig. Hver.ja myndir þú velja?“ Forstjórinn svaraði umyrðalaust: „Eg myndi ráða þá Ijóshærðu með bláu augun“. ★ Vér notum aðeins lítinn liluta lieila vors enn- þá. Ónotaði hlwtinn er ótakmarkaður. CIIARLES MAYO. Kennarinn skrifaði á einkunnarspjald Maríu eftirfarandi athugasemd: „Iðin, gáfuð, en talar of mikið“. Á bakhlið einkunnarspjaldsins, þar sem íaðir Maríu viðurkenndi móttöku ]>ess, skiifaði hann: „Ef þér eigið leið um, þá ættuð þér að heim- sækja móður hennar“. ★ Það er hetra að lifa einn dacj eins og Ijón, held- ur en þúsund ár eins ocj svín. BENTTO MUSSOLINI. ★ Það var komið að þeim tíma, að hinn nafn- togaði heiðursgestur héldi ræðu sína. Formaður félagsins leit yfir salinn, þar sem fólkið sat við borð sín, drakk kaffi og rabbaði saman. Svo sneri hann sér að ræðumanni og sagði: „Viljið þér byrja á ræðu yðar núna, eða eig- um við að lofa fólkinu að skemmta sér svolítið lengur?“ ★ Ef náttúran hefur gefið manni eitthvað um- fram ctðra menn, þá á maður það ekki lengur sjálfur. Heimwrinn á það. HALLDÓR KILJAN LAXNESS. ------------------------------------------------ „FRJALS VERZLUN" Utgejandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Formaður: GufSjón Einarsson. Ritstjórar: Gunnar Magnússon og Njáll Simonarson. Ritnefnd: Birgir Kjaran, formaður. Gunnar Magnússon, Ingvar N. Pá.lsson, Njáll Símonarson, Ólafur I. Hannesson, Oiiver Steinn Jóhannesson og Þor- björu Guðmundsson. Skrifstofa: Vonarstræti 4, 3. hæð, Reykjavík. Sími .'i‘293. YÍKIN gsprent >_____________________________________________/ 100 fhjáls verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.