Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Page 5

Frjáls verslun - 01.04.1955, Page 5
Dr. phil. Þorkell Jóhamiesson, háskólarektor Hvenær hófst * verzlunareinokun á Islandi Inngangsorð Kristján konungur III. hafði ekki setið lengi að völdum, áður en hann hóf að láta íslenzk verzl- unarmál til sín taka nokkru meira en hinir fyrri konungar höfðu gert. Hingað til höfðu Danir sjálfir yfirleitt litla verzlun rekið út á við og í þeim efnum löngum orðið' að hlýta verzlunar- samtökum Hansamanna. En er hér var komið sögunni, voru þessi gömlu bönd óðum að rakna sundur. Verzlunin var tekin að falla í nýja far- vegi. Þungamiðja viðskiptanna var ekki lengur í hinum gömlu Hansaborgum við Eystrasalt og Norðursjó. Einkum varð hin gamla drottning Eystrasalts, Lúbeck, að setja ofan. Hamborg aftur á móti hélt allvel í horfi. En í Niðurlönd- um og á Englandi, á ströndum Frakklands og Portúgals, blómguðust nýjar viðskiptamið'stöðv- ar. Þangað streymdi mikill auður eftir nýjum verzlunaraleiðum frá austurlöndum og vestan um haf. Vöruverð fór hækkandi, verzlunarvelt- an vaxandi og fleiri og fleiri þjóðir kepptust um að fá hlutdeild í þeim mikla hagnaði, sem hin nýja verzlun veitti. Kristján konungur III. hafði sérstaka ástæðu til þess að amast við Lýbíku- mönnum, sem veitt höfðu Kristjáni II. bein- an hernað'arlegan stuðning í greifastríðinu 1533 —35. En meginástæðan til þess, að hann tók að vinna gegn hinni þýzku og ensku verzlun hér á landi, var efaiaust sú, að hann taldi nauð- synlegt að koma sem fyrst upp innlendri, þ. e. danskri verzlunarstétt, er tekið gæti hlutdeild í hinum mikia hagnaði alþjóðaviðskiptanna.. Siglingin liingað til lands og verzlunin var eða gat orðið' hentugur skóli dönskum kaupsýslu- mönnum og sjómönnum, og hagnaður sá, er af þessu mátti hafa, góður styrkur, ef í stærra skyldi ráðast. Hér hagaði og svo til, að kon- ungur þóttist eiga vald á íslenzku verzluninni, geta leyft og bannað siglingar hingað eftir vild. Hér var einnig um að ræða, hversu konungur gæti sjálfur mestan hag haft af þessum réttind- um. Loks blandast hér inn í gamall ótti um það, að hætta gæti af því stafað fyrir yfirráð' konungs á þessu íjarlæga landi, ef erlendir kaup- menn næðu hér of föstum tökum. Og sá ótti var alls ekki ástæðulaus, þótt hættan væri reyndar minni nú en áður. Hansasambandið var á fall- anda fæti og áhugi Englendinga beindist nú meira og meira frá norðurhöfum, vestur um höf og suður til nýrra og auð'ugri landa. Skreið og lýsi var auðvitað ágætis varningur, nú sem fyrri, en glæsilegri var samt auður Indíalands, krydd- vörur, purpuri og silki, og gull og silfur Vestur- lieims. Mátti og kalla, að Danakonungum yrði lítið fyrir því að ná fullu og föstu valdi á ís- landsverzluninni, enda tók það þá ekki nema rúma hálfa öld að bæla hana með öllu undir dönsk yfirráð. Hér skal með öllu sleppt að ræða um sögu verzlunarinnar fram á daga Kristjáns III. En í þann mund sem hann tekur hér við völdum, var verzlunin hér alls kostar í höndum þýzkra og enskra kaupmanna, og hafði raunar staðið svo í rúm hundrað ár. En ekki nóg með það. Snemma bar á því, að hinir erlendu kaupmenn hefði hér vetursetumenn og ræki hér útveg sjálf- ir eða í félagi við íslenzka menn. Þessi erlenda útgerð var óvinsæl af bændum og útvegsmönn- um hér, er þeir töldu, að vinnuaflið væri frá sér dregið, er bent gæti til þess, að hinir erlendu FRJÁLS VERZLUN 29

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.