Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.04.1955, Qupperneq 8
í tíð Friðriks II. ýmist í hönduni konungs sjálfs, eð'a manna, er honum stóðu nærri. Hér er þó þess að gæta, að vegna keppni um einstakar hafnir og vaxancli þátttöku danskra lcaupmanna, ruglast þessi þátttaka eftir landshlutum og þjóð- ernum ýmislega og má því engan veginn bók- staflega skilja. Um verzlun Englendinga hér á þessum tíma er það að segja, að þeir voru með öllu útilokaðir og engin verzlunarley’fi veitt enskum mönnum hér, allt frá því er Kristján III. tók við ríkisstjórn 1536. Hins vegar sóttu þeir hingað til fiskveiða bæði í feyfi og óleyfi og ráku launverzlun allmikla, einkum í Vest- mannaeyjum, en þar höfð'u þeir fyrrum einlcum haft bækistöð sína og svo á Vestfjörðum. Hol- lendingar,er nú voru sem óðast að rísa á legg sem siglinga- og verzlunarþjóð, koma hér naum- ast til greina fyrri en á 17. öld. Um þátttöku danskra kaupmanna er það að segja, að liún óx brátt og þróaðist í skjóli einokunarleyfa kon- ungs, enda komu hér til sögunnar dugmiklir kaupsýslumenn. Má hér einkum nefna Markús Hess, er hér rak mikla verzlun víða á höfnum um nær 20 ár. En þótt Hess væri mikill brautryðjandi fyrir danskri verzlun á íslandi, munaði ef til vill mest um Friðrik konung sjálf- an og þá rnenn, er störfuðu að hinni umfangs- miklu verzlun, er konungur lét reka hér. Er þar fyrst að nefna Vestmannaeyjaverzlunina, er Kristján konungur III. tók af Kaupmannahafn- arborgurum 1558 og rekin var fyrir konungs- reikning fram á aldamótin 1600. Hér með fylgdi mikill bátaútvegur konungs, er hófst upp úr 1560. Forstjóri þeirrar verzlunar frá upphafi til 1577 og aftur um tveggja ára bif, 1581—83, eða. nær 20 ár, var Simon Suhrbeck, harðsnúinn at- orku- og dugnaðarmaður. Vestmannaeyjaverzl- unin frá 1560 var hrein og ósvikin einokunar- verzlun og að því leyti merklegur fyrirboði um það, sem koma átti. Þannig var eyjarskeggjum og þar með öllum, er þar stunduðu fiskveiðar um vertíð, þegar 1561 fyrirboðið að selja fisk- inn öð'rum en konungi, það sem hann eða um- boðsmaður lians vildi kaupa. Var enn hert á þessu 1570 og eyjarskeggjum gjörsamlega bann- að að selja vörur sínar öðrum en fógeta kon- ungs, en þeim sem keyptu varðaði aleigumissi. Slík kúgunarboð voru þá einsdæmi og mæltust illa fyrir, en um slíkt var nú ekki skeytt. En í kjölfar þessarar einokunar fylgdi auðvitað' laun- verzlun, eftir því sem við varð komið. Átti Simon Suhrbeck og eftirmaður hans í miklu stríði við Englendinga, er sóttu fast eftir við- skiptum við Eyjarnar og stunduðu auk þess fiskveiðar á grunnmið- um eftir vild, en neituðu að greiða leyfisgjald. Varð mesti fjandskapur út úr þessu og 1586 lét konungur reisa virki í Eyjum og var nú enn hert á viðskiptahömlum þar, jafnvel bannað að menn færi milli fands og eyja til nokkurra útrétt- inga, nema með sérstöku leyfi, eða að bátar eyjarskeggja gengi utan ver- tíðar. Yfirleitt þróaðist í skjóli konungsverzlun- arinnar þegar á hinum fyrstu áratugum þvílík kúgun og ánauð að furðu gegnir og er þá ekki að spyrja að sjálfum verzlunarkjörunum, en dá- litla hugmynd má um þau fá af því, að skips- menn og þjónar konungsverzlunarinnar sáu sér hag að því að reka sjálfir launverzlun við eyjar- skeggja, ef færi gafst, og var þó ekki miskunnar að vænta, ef slíkt vitnaðist. Brennisteinn Þótt Vestmannaeyjaverzlunin væri umfangs- mikil og vafafaust allarðsöm, var brennisteins- verzlun konungs það ekki síður og jafnframt má tefja hana mikiivægan þátt í viðleitni konungs um að draga Islandsverzlunina og arðinn af henni undir sig og danska verzlunarstétt. Þegar Friðrik II. var að' völdum seztur, þótti honum dýi-t að kaupa brennistein af Hamborg- urum til hernaðarþarfa sinna og ákvað því 1560 að taka undir sig brennisteinsverzlunina hér á fandi. Til að tryggja verzlun þessa tók konung- ur undir sig verzlun alla í Húsavík og við Eyja- fjörð 1662 og þar með einkarétt til kaupa á öllu lýsi hér á landi. og svo mikils þótti hér við þurfa, að konungur tryggði sér jafnframt for- kaupsrétt á öllu lýsi úr Bergenhus- og Vardöhus- lénum í Noregi, en fýsið var allt fram á 19. öld notað til hreinsunar á brennisteini. Lét kon- ungur sér þegar mjög títt um verzlun þessa, enda va.r hún gróðavænleg, en hér var sá liæng- ur á, að Hamborgarar sóttust í laumi eftir brennisteininum, en við þetta hækkaði verðið, Friðrik 11. 32 l’RJÁLS VKUZLUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.