Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 25

Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 25
Austurstrœti í Reykjaitik skömmu fyrir síðustu aldamót. hugmyndirnar um frjálsa verzlun áttu fremur erfitt uppdráttar lengi frameftir. Allt um það eru tilraunirnar, sem gerðar voru í nýju innréttingunum í Reykjavík upp úr 1750 mjög merkar og brautryðjandi. I sambandi við þær var stofnað fyrsta ís- lenzka hlutafélagið til verzlunar- og atvinnu- rekstrar í Reykjavík. Félag þetta var stofnað á Alþingi sumarið 1751 og stóðu að því margir fyrirmenn þjóðarinnar, en í stjórn þess áttu sæti Magnús Gíslason lögmaður, Skúli Magnússon landfógeti, og sýslumennirnir Brynjólfur Sig- urð'sson og Þorsteinn Magnússon. Félaginu var ætlað víðtækt verksvið, en árlegir hluthafa- fundir skyldu haldnir á Öxarárþingi. Skúli fó- geti sagði að tilgangur þessa félags væri sá að styrkja lieill og framfarir landsins og væri öllum landsmönnum, háum og lágum, heimil þátttaka í félaginu, en tekjuafgangi skyldi varið til nýrra. framkvæmda og eflingar félaginu sjálfu. Þessu félagi var fyrst og fremst ætlað að reka iðnað, en átti einnig að vera verzlunarfélag að því leyti, að því skyldi heimilt að sélja sjálft afurðir sínar og flytja út, að minnsta kosti ef ekki næðist samkomulag við verzlunarfélagið um þessi mál, en það hafði einokun á verzlun- inni. Fyrirætlanir forystumanna þessara ára voru annars mun umfangsmeiri. Auk þess sem reynt skyldi að koma á verksmiðjurekstri til þess að vinna úr ýmsum íslenzkum afurðum, skyldi gera tilraunir til akuryrkju, skógræktar, skipasmíða og ýmislegrar nýrrar vöruverkunar og loks skyldi reyna að auka peningaverzlun. Peningar voru þá mjög lítið' í umferð hér og flest verzlun vöruskipti. Um þessar mundir komu einnig fram tillögur um einskonar sparisjóðsstarfsemi í Reykjavík, eða í Hóhninum. Allar þær löngu og flóknu deilur, sem urðu um innréttingarnar og um margvíslega um- sýslu Skúla fógeta, þarf ekki að rekja hér. Margt af tilraununum mistókst eða þær koðn- uðu niður, ýmist fyrir harða. og óvægilega er- lenda mótspyrnu, og liatur það, sem danskir einokunarmenn lögðn á þessa íslenzku við'leitni. en annars vegar stóðu þessar tilraunir höllum FRJALS VERZLUN 49

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.