Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Qupperneq 38

Frjáls verslun - 01.04.1955, Qupperneq 38
Þórður Jónsson: Alfrjáb verzlun tíræð Leysing síðustu einokunarfjötranna „íslancl hefir rétt til vcrzlunarfrelsis . . . það parfnast þcss . . . Það getur haft þcss öll not . . . reynslan hefir sýnt gæin þess, bæði á Is- lantli og annars staðar, og þar að auk hefi ég leitt rök til, að verzlunarfrelsið yrði bæSi Is- landi, Danmörku og kau-pmönnum sjálfum til einbers gagns, en einskis skaða“ (}ón Sigurðs- son forseti).1) Núlifandi mönnum hlýtur að þykja furðu gegna fyrst í stað, sem þcir kynna sér blöð og aðrar heimildir frá því um miðja síðastliðna öld, hversu virðist þurfa að minna þjóð- ina í heild á margt í ýmislegum efnum. Blöðin Norðri og Þjóðólfur, og Ný félagsrit, tímarit þcirra Hafnarstúdenta, bera þess ólygið vitni, hvernig ástandið hefur verið á Islandi á þeirri tíð. Alls staðar blasti við umbótaþörfin. En það munu menn réttiles;a hafa komið auga á mjög fljótlega í daglegum örðugleikum lífsbaráttunnar, að fvrsta skrefið áleiðis til sjálfsstjórnar væri réttlát skipting arðsins af auðs- uppsprettum landsins milli einstaklinganna. Meðal annarra hluta, er nútíma mönnum liggia í aug- um uppi og eigi orðum eyðandi að, var það, að hinum framsýnni og djarfari þótti sem frumskilyrði fyrir velmeg- un landsins barna væri frjáls verzlun. Urn það var talað, rætt og skrifað heima og erlendis; engu yrði bar til horfs hrundið, meðan úrelt verzlunarlag héldi landsmönnum „hel- krepptum ttndir sömu klóna“. Svo sem af handahófi um skilning manna á þessu og hinu, hversu gífurlega margt og mikið væri þcssu háð, má benda á grein í öðru ári Norðra (18154); „Nokkur orð um kaupstaði og verzlun". Getur bar ýmissa fjarskyldra hluta í sambandi við verzlunina. Þá er og ritað í I. og II. árgang Þjóðólfs (1849—50) „Um verzl- unarfrelsi". En vitaskuld gnæfa hér sem annars staðar upp yfir ritgerðir Jóns Sigurðssonar í Nýjum félagsritum. Reyndar hafði Jón áður hætt sér fram á ritvöllinn. — Svo var mál með vexti, að Finnur Magnússon hafði í des- cmbermánuði 18^8 komið á framfæri á stéttaþingi Eydana í Hróarskeldu efni ávarps og fjögurra bænaskráa Sunn- lendinga um umbætur í verzlun. Þá reis til andstöðu P. C. Knudrzon kaupmaður, sem þótti við sig átt; En nt. a. hafði verið mælzt til, að kaupmönnum væri bannað að verzla í fleiri en einni búð í hverjum kaupstað og þeim gert að skyldu að hafa jafnan nægar birgðir nauðsynjavarnings. I maímánuði 1840 birtist svo grein í dönsku blaði (Köben- havnsposten), þar sem ákaft er ráðizt á Knudtzon og aðra kaupmenn. Birtu þeir þá svargreinar, hann og P. A. Wulff,*) enda máttu þeir varla þegja við slíkum áburði sem um var að ræða. Knudtzon kvað Islendinga eiga stjórn Dana og kaupmönnum mikið að þakka, enda hafi allir, er verzlað hafi á Islandi síðustu 2—3 áratugi, orðið gjald- þrota. Loks er gefið í skyn, að nöfn undir bænaskránum hafi verið fölsuð.**) Nú varð ekki þagað, fremur en við árásunum á kaup- menn áður. Og til andmæla varð einmitt Jón Sigurðsson í sama blaði, þá tæplega þrítugur stúdent í Kaupmanna- höfn. Svo hlálega vill td, að það var í þjónustu þcssa sama kaupmanns, að Jón hóf starfsferil sinn utan heimahaga. Veturinn 1829—30 var hann við bókhald í verzlun hans í Reykjavík, þar sem nú er Edinborgarverzlun við Hafnar- stræti. Einar föðurbróðir hans, var þar verzlunarstjóri, og sama vetur hafa þau kynnzt, Ingibjörg, dóttir hans, og Jón. En um vorið varð hann skrifari Steingríms biskups Jónssonar í Laugarnesi. Til vistar hans með biskupi um þriggja ára skeið er rakin hinn brennandi áhugi hans og starfsþrek í íslenzkum fræðum. — Hér má því sjá „undar- lega“ tilviljun, þar sem hvað fylgir öðru í réttri röð: Jón er fyrst við reikningshald og skriftir fyrir danskan stórkaup- mann og kynnist verzlunarfari á íslandi. Síðar varð hann til að hefja þjóðmálaafskipti sín með ,,árás“ á gamlan hús- bónda sinn. Þessu næst kvænist hann konuefni sínu árið 1845 — sama ár og hann tók sæti á Alþingi —, en sex árum síðar, 1851, er hann kjörinn forseti bókmenntafé- iagsins. I þessu sambandi má Jón hafa orðið fyrir 'hollum áhrifum frá tveim samtíðarmönnum sínum í Reykjavík, *) Sbr. verzlunarfyrirtœkið Örum & Wulff nyrSra og eystra. **) Síðar sannaðist, að það voru vitnisburðirnir, sem bornir vorn fyrir sllka staðbœfingu, er voru falsaðir. 62 FRJÁLS VERZLUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.