Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Page 56

Frjáls verslun - 01.04.1955, Page 56
z. Að allar ntanrlkis þjóðir.sem Ieyfti cr verzlun hér vib land meS vissum skilmálum í tilskifun n. Sept. 1816, megi sœkja hingaS til verzlunar á þann hátt, að tollurinn verði lækkaður til 5 rbdala af lestarrúmi hverju þegar flutt er allskonar vara, 2 rbdala af lestarrúmi þegar flutt er einúngis kornvara, salt cða steinkol, en einginn tollur verði goldinn af timburförmum. 2. AS verzlunarfrelsi þetta verði ekki bundið við árabil. j. Að verzlun þessi verði leyfð í öllum verzlunarstöðum á landinu, sem eru eða héreptir verða löggyldtir. En skyldi Yðar konúnglegri Hátign ekki þóknast að veita þetta, heiðist þlngið allraþegnsamlegast með 12 atkvæð- um mót 11, að utanrlkis verzlun verði leyfð ! þeim 5 kaup- stöðum: Reykjavík, Stykkishólmi, Isafirði, Akureyri og Eskifirði; þó óskar þíngið með 20 atkvœðum mót j, að tak- mörkun þessi verði á þá leið, að utanríkis þjóðir þurfi að eins að koma fyrst á þessar 5 hafnir, en megi síðan fara á hverja höfn sem vill og löggyldt er. 4. Að utanrikis menn þurfi ekki að sækja leyfishréf til kaupferða hingað til ens konúnglega rentukammers i Kaup- mannahöfn, heldur hafi að eins venjuleg skilriki, og þar á meðal frá hinum næsta verzlunarfulltrúa Yðar Hátignar. 5. Að utanríkis lausakaupmönnum verði í eingu gjört örðugra fyrir, að undanteknum tollinum, enn þeim sem eru innanríkis að. 6. Að íslenzkum kaupmönnum, eða þeim sem húfastir eru á íslandi, sé leyft, að taka skip og farma á leigu utan- rikis og fara með til Islands og frá, með sama rétti og inn- lend væru. 7. Að lausakaupmönnum verði eingin takmörk sett, hversu leingi þeir skuli mega liggja eða verzla á höfnum, °g 8. Að verzlun i héruðum verði leyfð með þeim hætti, að amtmaður veiti hverjum húanda manni sem heiðist þess og má þykja til þess hæfilegur, leyfishréf til verzlunar, þar sem þörf þykir, með þvi skilyrði, að hann hafi ávallt nokkra nauðsynjavöru, svo gjaldi hann og fyrir leyfisbréfið 10 rhd. til fjárhirzlu Yðar Hátignar hér á landi. Atkvæðagreiðslan um bænarskrána sýndi glöggt samhug þingmanna í málinu. Atkvæði féllu þannig, að 7. liður var samþ. með samhlj. atkv., 1.—2. og 4.—6. liður með 22 atkv. gegn 1, en 3. liður mcð 16. atkv. gegn 7 og 8. liður með 13. atkv. gegn 10. Meðfcrð málsins á þinginu lauk því mcð fullum sigri fyrir stefnu J. S. Mótgangsmönnum málsins hlaut að veit- ast örðugt að standa gegn hinum ákveðna samhug og sam- stilltum vilja, bæði þjóðarinnar og bingsins, sem nú hafði verið leiddur í ljós á alveg ótvíræðan hátt. Á Alþingi 1847 í boðskap konungs til Alþingis 1847 var gerð grein fyrir því, hvaða afgreiðslu þau mál hcfðu hlotið, er þingið hafði haft til meðferðar 1845 og sent konungi tillögur að lagafrumvörpum eða bænarskrár um. Þar segir um verzlun- armálið, ,,að svo margar og miklar rannsóknir þarf til af- grciðslu þess máls, að ckki verður komið neinu frumvarpi þar um til alþingis í þctta skipti, cn flýta skal svo rann- sóknum þcssum, sem fremst má vcrða, eftir því hvað málið cr mikið og nnkils áríðandi“. Afstaða J. S. til þessarar yfirlýsingar konungs sýndi glögglcga, hve mikla áherzlu hann lagði á verzlunarmálið. Tók hann fyrstur til máls og mælti m. a. á þessa leið: „Það er einungis eitt atriði í hinni konunglegu auglýsingu, sem mér þykir nauðsynlegt að fá glöggari skýrslu um, og það er um svarið til alþingis viðvíkjandi verzlunarmálinu“. Taldi hann æskilegt að fá vitneskju um, „hvernig málinu eiginlega liði, hver meðferð á því hafi verið höfð, hvenær úrskurðar muni mega vænta o. s. frv.“. Kvaðst hann ekki skilja, í hvcrju hinar mörgu og miklu rannsóknir gætu vcr- ið fólgnar og hvað gæti tafið í tvö ár, „cf stjórnarráðin hefðu kappkostað að framfylgja málinu samkvæmt vilja konungs og ósk landsmanna". Taldi hann sig fullvissan um, að konungur „hefði eins í þessu máli og öðni sýnt kröftuga umhyggju fyrir hagsæld þessa lands“. Flcstir þingmanna voru þcirrar skoðunar, að yfirlýsing konungs væri fullnægjandi og því ekki ástæða til að fjalla frckar um málið í þinginu. En J. S. var annarrar skoðun- ar. Hann taldi, að af tveimur ástæðum væri nauðsynlcgt að taka það fyrir að nýju: I fyrsta lagi vegna hins mikla vöruskorts, sem víða væri á landinu,^®) og ekki yrði ráðin 30) Um vöruskortinn og orsakir hans sagði J. S. m. a.: „Hin alkunna dýrtíð, einkum á kornvörum, í flestum lönd- um, en þar á meðal í Danmörku ekki sízt, hefir leitt það af sér, vegna þess að verzlan lands vors er bundin við þetta Iand einungis, að hér hefir orðið, og er enn víða á landinu, hinn mesti skortur á nauðsynjavöru í kaupstöðum, á Suður- Iandi hefir allt til þessa verið sannarlcgt hallæri, og ef guð hefði ekki hingað til gefið bezta ár að öðru leyti til lands og sjávar mundi hér hafa orðið hungursneyð hin mesta. — Þó stendur allt enn tæpara á Vesturlandi því í miðjan júní vantaði þar margar tegundir af nauðsynjavöm, bæði korni og því, sem til atvinnu heyrir: færum, tjöru, stein- kolum, timbri og salti, og mjög óvíst, hvort meira flyzt, cn það, sem fékkst, var afar dýrt og mjög af skornum skammti”. Og ennfremur: „Það er mörgum kunnugt, að ekki er Iangt síðan hér var farið að sjá á sumu fátæku fólki sökum hallæris, og úr sjávarsveit einni, ekki fjarlægri, voru menn sendir gagngert til að klaga neyð manna þar fyrir amtmanninum, og báru þcir sömu fregn þaðan“. Aðrir þingmenn staðfestu ummæli J. S. um vöruskort- inn. Einn þingmanna upplýsti: „að í kaupstöðum kring um Brciðafjörð var að sönnu komin nokkur matvara, þá ég fór þaðan, en máske ei meira en sjötti partur af því vanalcga, en þar vantar líka járn, færi og tjöru, og þennan skort álít ég því skaðlegri fyrir sveitir, þar sem þær að mestu ciga að sækja framfæri sitt á sjóinn". Annar þing- ntaður sagði: „Telpa má það til sönnunar vöruskorti á Isa- firði, að sýslumaður Briem kcvpti töluvert af færum hér í Revkjavík í fyrra sumar og flutti vestur í fsafjarðarsýslu, því þar var skortur á færum í fyrra, og mun hver, sem bekkir nokkuð til ísafjarðarsýslu (hvar fiskveiðar eni að kalla sá mesti bjargræðisútvegur), geta nærri, hver hnekkir það cr í bjargræðisveg þessum, þcgar færi vantar". 80 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.