Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 57

Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 57
Reykjavík á dögum Skúla fógeta. „Innrcttingarnar" — iðnfyrirtœki Skúla — sjást fremst á myndinni. bót á, meðan þágildandi hömlur væru á yerzluninni, og í öðin lagi í því skyni að ítreka óskir þingsins í verzlunar- málinu, þar eð ekki væri að ófyrirsynju að „ánýja mál, sem öllum þykir mikils varða, þegar málalok verða ekki eins fljót, eins og þörf krefur". Konungsfuiltrúi vildi ekki fallast á rökscmdir J. S. fyr- ir vöruþurrðinni hér á landi, en kvað hana eiga rætur sínar að rekja til vöruskorts og dýrtíðar í nágrannalöndunum.31) Við umræðurnar, er urðu um bænarskrá J. S., tóku ýms- ir þingmenn að hallast á sveif með honum, en þegar for- seti leitaði atkvæða um hana, var hún felld með 13 atkv. gegn 9. Var verzlunarmálið þar með úr sögunni á þing- inu 1847. Á Alþingi 1849 Til þingsins 1849 bárust fjórar bænarskrár um almennt verzlunarfrelsi frá Þorskafjarðar- og Þórsnessfundum, er samþykktar höfðu verið á almennutn fundi við Oxará, 28. júní 1849, og frá Múlasýslum. Tilgangurinn mcð þessum bænarskrám var að ýta undir frekari aðgerðir þingsins í mál- inu í því skyni, að afgreiðslu þess yrði sem mest hraðað. — Þá lágu og fyrir þinginu bænarskrár um ný kauptún á ýmsum stöðum á landinu. Er bænarskrárnar um verzlunarfrelsi komu fyrst fram á þinginu, gerði stiftamtmaður, sem gegndi störfum kon- ungsfulltrúa, þar til hann kom til þings 30. júlí, nokkra 31) Hann tók fram: ,,að þó minna en venja er til hafi nú í ár flutzt af nauðsynjavöru og einkum korni, þá gctur það engan veginn komið af því, að verzlunin hefir verið bundin eingöngu til þegna konungs vors, heldur má þetta eigna ástandi því, sem alls staðar hefir að bonð í Norður- álfunni, þar sem í því nær öllum löndum hefir verið liinn mesti vistaskortur og dýrtíð, og á einstöku stöðum jafn- vel hungursneyð“. grein fyrir því, livað valdið hefði töfum á afgrciðslu máls- ins. Skýrði hann frá því, að leitað hefði verið álits fjölmargra aðila í Danmörku um það. Ncfndi hann þar til stjórnar- ráðin, verzlunarráðið, stórkaupmannafélagið í Kaupmanna- höfn, kaupmannancfndir í stærstu borgunum, stjórnarnefnd Slésvikur og Holstcm og amtmenn. Gat hann þess sérstak- lega, að nefnd stórkaupmannafélagsins, sem málið var bor- ið undir, hefði ekki verið „mótfallin því, jafnvcl þó ís- lenzkir kaupmenn mæltu ekki með því“. Meinhluti nefnd- arinnar tók fram, „að Kaupmannahöfn yrði skaði búinn, ef Islandsverzlunin yrði gefin frjáls við allar þjóðir, en hcr væri aðalspurningin sú, hvað íslandi væri sem hagkvæmast“. Þótt þeir væru ásáttir um, að vcrzlunin yrði gefin frjáls við allar þjóðir, töldu þeir hins vegar að fara yrði að því með mestu varúð. Lögðu þeir því til, að kaupmönnum yrði gef- inn 5 ára frestur til að búa sig undir breytinguna. Er rentukammcrið leitaði álits stiftamtmanns um þenn- an frest, kvaðst stiftamtmaður hafa látið í ljós þá skoðun, „að ástæður væru td að fresta ckki málinu lengi, þar eð því hefði fyrst verið hreyft 1843. en nú komið á fjórða ár síðan, og væri það góður frestur". Benti stiftamtmaður þingmönnum á, „að það mundi verða til styrktar þessu máli, ef alþingi vddi beiðast þess, að málinu væn ekki frestað, lcingur en þörf cr, og færði ástæður fyrir ósk sinni“. — Voru þingmcnn stiftamtmanni þakklátir fyrir þennan stuðning hans við málið. Allar framangreindar bænarskrár voru fengnar einni og sömu nefnd til meðferðar, þótt ýmsir þingmanna teldu, að sérstök nefnd ætti að fjalla um aðalmálið, verzlunarfrelsið. Nefndin skilaði allýtarlegu áliti. Jón Sigurðsson kom ekki til þings fyrr en 30. júlí, en því var slitið 8. ágúst. Jón Guðmundsson var framsögumaður nefndarinnar. Nefnd- armenn voru á einu máli um, að ekki væri ástæða til að breyta þeirri skoðun á verzlunarmálinu, sem flestir þing- menn hefðu aðhyllzt 1845. Þó taldi nefndm ckki nauðsyn á að ítreka eða bera fram að svo stöddu tvær tillögur bænar- skrárinnar frá 1845, 3. og 8. tillögu (sbr. hér að framan). Nefndin taldi of áhættusamt að leyfa útlendingum að sigla beint til hvaða hafnar sem væri, „því bæði geta mjög misgæfir menn hafið ferðir hingað — og svo eiga menn einnig rnikið á hættu, ef næmar sóttir væru innan borðs, sem vel mætti að bera, ef slík skip bæri að höfn, þar sem hvorki væri sýslumaður í grennd né læknir, cr gæti varnað samgaungum við landsbúa, ef við þyrfti“. Lagði nefndin því til, að erlendum kaupförum yrði gert að skyldu að leita fyrst einhverrar þeirra 5 aðalhafna, sem tilfærðar voru í varatillögu bænarskrárinnar frá 1845 undir 3. lið. Nefndin taldi ekki heldur rétt að Ieyfa ótakmarkaða sveitaverzlun, þar eð hún óttaðist, „að úr því megi vel verða landprang eitt á munaðarvöru einni saman“, og hún óttaðist að svo gæti farið, „að margur maður kysi fremur þenna FIIJÁLS VERZLUN 81

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.