Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Page 18

Frjáls verslun - 01.04.1959, Page 18
öðrum frönskum ríkisstjórnum, verðbólgan geis- aði og fjórði hluti ríkisútgjaldanna fóru til hers- ins, en þegar til stóð að skera hernaðarútgjöldin niður, sagði De Gaulle af sér. Þær vonir manna, að reynt verði að fóta sig á vettvangi efnahags- málanna í Frakklandi eftir valdatökuDe Gaulles, eru því ekki tengdar neinni oftrú á fjármálaviti forsetans, heldur eiga þær rætur sínar að rekja til almenns, vaxandi trausts á stjórnarfarinu og álits á hæfni þeirra manna, sem forsetinn hefur valið til þess að hafa sér til ráðuneytis um stjórn efnahags- og fjármála, og má þar fyrstan telja fjármálaráðherrann, Antoine Pinay. Til þess að ákveðnar efnahagslegar aðgerðir takist, er nauðsynlegt, að fyrir hendi sé hið rétta pólitíska andrúmsloft. Pierre Mendes-France, sem sérstaklega hefur undirstrikað þýðingu sál- fræðilegra atriða í sambandi við búskaparstarf- semina, hefur orðað þetta þannig: „Það er vissu- lega rétt, að mannlegar framfarir byggjast ekki eingöngu á skynsamlegum vinnubrögðum, heldur geta þær einnig verið komnar undir þeirri hrifn- ingu, sem tekst að vekja fyrir framförunum.“ — Þannig var þetta í Frakklandi; valdataka De Gaulles skapaði þann siðferðilega grundvöll, sem var nauðsynleg undirstaða aðgerðanna í efna- hagsmálunum. Pinay fór í fyrstu hægt í sakirnar. Hann hefur sjálfur sagt i ræðu, að í júní hefði ekki verið fært að grípa umsvifalaust til róttækra aðgerða, og því hefði hann notað fyrstu sex mánuði stjórnarsetu sinnar til undirbúnings- starfa. A þeim tíma hefði stjórninni tekizt að róa verðlagið. Frá maí til nóvember hefði smá- söluverð aðeins lækkað um 1,5% og heildsölu- verð um 3,4%. Aukið traust þjóðarinnar til stjórnarinnar hefði getið af sér vaxandi sparnað, og meira jafnvægi komizt á utanríkisviðskiptin, t. d. hefði verzlunarjöfnuðurinn í október og nóvember verið sá hagstæðasti um þriggja ára skeið. „Þetta var árangur af þolinmóðu starfi okkar án meiri háttar aðgerða,“ segir Pinay. En til undirbúnings hinum veigameiri ráðstöfunum setti Pinay 30. september á laggirnar nefnd sér- fræðinga undir forustu Jaques Rueff, viður- kennds sérfræðings í efnahagsmálum, sem m. a. hafði verið ráðgjafi Poincarés við lausn efna- hagsvandamálanna árið 1920 og hlaupið undir bagga með Laval í erfiðleikunum árið 1930. Þeir Rueff og félagar hans sömdu tillögur og „Hei, Jói, vissir þú að Sókrates, Galileo, Gandhi og Churchill haia allir verið í íangelsi?" skiluðu álitsgerð. De Gaulle hitti Ludwig Er- liard efnahagsmálaráðherra Þýzkalands í Bad Kreuznach og ræddi við hann frönsk vandamál og kynnti sér þýzk úrræði. Franz Etzel fjár- málaráðherra Þýzkalands og einkavinur Erliards flaug til Parísar og færði Pinay tilboð um efna- hagslegan stuðning — 252 milljónir DM, — við ráðgerðar fjármálaframkvæmdir Frakka. Hver atburðurinn rak annan, enda sandurinn senn að renna úr tímaglasinu, því að 1. janúar 1959 átti að hefjast innbyrðis tollalækkun landanna sex, sem standa að „sameiginlega markaðnum“ og á hverri stundu mátti vænta þess, að Bret- ar og Þjóðverjar lýstu yfir takmörkuðu yfir- færslufrelsi á myntum sínum, hvorttveggja aðgerðir, sem gátu liaft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar fyrir fjármál Frakklands að öðrum kring- umstæðum óbreyttum, jafnvel leitt til algers efnahagslegs hruns, ef ekkert yrði að gert. A tveim löngum ráðuneytisfundum voru til- lögur efnahagsmálanefndar Rueffs ræddar og að lokum samþykktar lítið breyttar, þó varð niðurskurður á fjárlögum minni en nefndin ráð- lagði og sömuleiðs var opinber fjárfesting ekki minnkuð í samræmi við tillögur nefndarinnar. Þriðja dag jóla fluttu þeir De Gaulle og Antoine Pinay svo þjóðinni boðskap sinn í útvarpi. De Gaulle boðaði þjóðinni nýja stefnu í efna- hagsmálum, sem einkennast myndi af „vérité et sévérité,“ — sannleika og strangleika. — Pinay sagði meðal annars, að Frakkar hefðu lifað um efni fram, atvinnuvegunum hefði verið fleytt áfram með „innlendri verðbólgu og erlendu betli“. Ef ekki yrði snúið við blaði, væri ekkert framundan nema verðbólga og vergangur. Hann benti mönnum á, „að þeir, sem neyta hlutanna, eiga að greiða þá“ og „að framleiðslu og þjón- 18 FHJALS veuzlun

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.