Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Síða 45

Frjáls verslun - 01.04.1959, Síða 45
r~-------------------- ÚR GÖMLUM RITUM _____________________j Framtíð Reykjavíkur og Eyrarbakka Enirfarimdi kafli er tekinn úr riti eítir Boga Th. Melsted, sagnfrœðing, sem gefið var út árið lSill og heitir ,,Framliðarmál“. Lýsir kaflinn nokkuð hvernig höfundur hugsar sér að Rcykjavík og Eyrarbakki muni verða á fimmla tugi tuttugustu aldar. Eins og svo ofl vill verða um spádóma iýsir ]>etta frekar tímabilinu jiegar ]>að er skrifað, heldur en tímanum, sem það á að fjalla um. Sjálfsagt mun ýmsum finnast að litillar bjartsýni gæti í þessum skrilum og margt lial'i orðið stærra í sniðum en höfundur lætur sig dreyma um (t. d, voru íbúar i Reykjavík 41 þús. í árslok 1!)42). I*ó má lelja víst, að þetta liafi ]>ólt mikil bjartsýnisskrif á sinum tima, því hin sára fálækt fyrri alda gaf ekki mikla ástæðu lil hugleiðinga uni stórkostlegar framfarir og efnalcga hagsíeld. Og éinnig verða menn að liafa i liuga, að þetta er skrif- að áður en hin mikla vélaöld rann upp. Spádómurinn um vöxt Eyrarbakka liefur ]>ó ekki r.etzt og jiólt hann virðist rökréttui i sjálfu sér, liefur höfnina vantað til að gera hann að vcruleika. En nú sýnist Þorlákshöfn ætla að taka við hlulverkinu, sem framtiðarmöguleikar Suðurlundsundirlendisins munu skupa fyrslu góðu höfninni við suðurströndina. Það var komið fram á fimmta tug hinnar tuttngustn aldar, og margt var orðið breytt á íslandi. Allir jjrestar, sýslumenn, læknar, menntuðustu bændur, lærisveinar úr Möðruvallaskólanum og úr búnaðarskólunum höfðu tekið sig síiman um það, að ræsta vel til liver á sínu heimili og að fá bænd- ur til þess að feta í sönni spor. Ferðabækurnar voru líka stein- hættar að tala um sóðaskapinn á Islandi, en margar þeirra voru nú farnar að geta um hýbýlaprýðina þar í landi. Reykjavík var orðinn álitlegur bær með 12 til 15 þúsundum manna. Gufuskip komu þar frá út- löndum á hverri viku allt sumarið og miklu oj)tar um veturinn en áður Iiafði tíðkazt. En út frá Reykjavík gengu títt gufuskip á FRJÁLS VKKZLUN I)áða bóga kringum landið. Al- þingishúsið var nú ekki eina hús- ið, sem mönnum varð starsýnt á, heldur voru þar nú komnar all- margar fríðar byggingar; er sjer- staklega vcrt að nefna hús lands- skólans og safnanna, bæði hinna sögulegu og náttúrufræðislegu, er áttu hús saman. Enginn kvartaði nú um baðleysi í Reykjavík, því baðhús voru þar komin nóg. Sjer- staklega voru þó böð þau mjög sótt, er stóðu inn með sjónum, niður frá laugunum. Þar hafði ver- ið grafin allmikil dæld í flæðarmál- inu og sjónum hleypt í hana, en til þess að gjöra hann mátulega heitann, var lieitt vatn úr laug- unum leitt eptir pípum í dældina. Voru böð þessi sótt þegar snemma á vorum, sumarið allt og fram á vetur. Þótti útlendum ferðamönn- um sjerstaklega gott á suinrum að baða sig þarna. Hvergi voru þó breytingarnar meiri að tiltölu en í Árnessýslu. Eyrarbakki hafði vaxið miklu skjótar cn nokkur annar kaup- staður á landinu, því þar var nú um C000 manna. Kom það skjótt fram, cr hann liafði fengið kaup- staðarréttindi, að betra land lá að honum en nokkrum öðrum kaup- stað á landinu. Tveir aðalvagn- vegir höfðu fyrir löngu verið lagð- ir upp frá Eyrarbakka, en út frá þeim kvísluðust nú ótal smærri vagnvegir. Svo var það dag einn snemma í júlímánuði, að menn sáu fána vera hafna upp snemma morguns á hverju húsi á Eyrarbakka. Það var hátíðabrigði á öllu og auðsjeð að eitthvað óvanalegt var um að vera, enda átti að halda minning- arhátíö þess, að 50 ár væru liðin frá því, að Eyrarbakki var gerður að kaupstað. Daginn áður liafði fólk streymt að úr öllum áttum til Eyrarbakka, en þegar í býti þennan dag mátti sjá hvern vagninn lilaðinn fólki koma á fætur öðrum niður Flóann og lil kaupstaðarins. Þótti nú bændum mun hægra að sitja á vagni með konuna á aðra hlið og börnin á móti sjer, og láta 2 hesta renna fyrir með allt saman, cn að fá sjálfum sér, konunni og hverj- um krakka sinn hestinn hverju, eins og áður var siður. Hver bóndi átti því nú orðið vagn, cnda var nú nóg komið af vagna- og ak- neytasmiðum í landinu sjálfu, svo ekki var neinn sjerstakur erfið- leiki á að fá sjer vagn. Mátti sjá að mörgum ökuþór þótti nú eigi síður gaman að því, að láta hest- ana renna fallega fyrir vögnunum, en mönnum þótti áður gaman að því, að láta þá fara fallega undir sjálfum sjer. 45 L

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.