Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 4
um óskemmdum til neytandans. Með engu minni kostnaði og fyrirhöfn framleiðum við líka mjólk, sem nær alltaf kemur hrein og heilbrigð úr kýrspen- anum, en okkur tekst ekki lieldur alltaf að koma henni óskemmdri á borð neytandans. Við þurfum að leggja okkur það á hjarta, Islendingar, að þeirra matvæla, sem gerð eru óneyzluhæf með illri með- ferð, væri betur aldrei aflað. Eyðilegging á matvælum er sóun á verðmætum. Góð meðferð og góð nýting matvælanna er eins mikilvæg og öflun þeirra. Og ekki nóg með það, vöndun vörunnar er fyrsta skilyrði til þess að náð verði góðum inark- aði. Fyrir góða vöru fæst alltaf betri markaður cn fyrir slæma vöru. Það lögmál gildir að minnsta kosti fyrir útflutningsvörur okkar íslendinga. Á innlenda markaðnum gerum við okkur aftur á móti oft að leik að sniðganga þetta lögmál, eins og t. d. með því að greiða II. flokks mjólk sama verði og I. flokks mjólk, þvert ofan í lagafyrirmæli. Það er misskilin greiðasemi við framleiðendur, hvort sem er til sjós eða lands, að greiða þeim II. flokks vöru sem I. flokks væri. Með slíku hátta- lagi er verið að grafa undan höfuðatvinnuvegum þjóðannnar. Með því er unnið gegn vöndun vör- unnar. Með því er stuðlað að hirðuleysi við fram- leiðsluna. Og á þann hátt verða markaðirnir srnátt og smátt eyðilagðir. Við íslendingar, sem eigum allt undir útflutn- ingi komið, við þurfum framar öllu að leggja stund á vöruvöndun. Líf okkar sem sjálfstæðrar þjóðar er beinlínis undir því komið, að svo sé gert. Því á það að vera grundvallarregla um alla okkar fram- leiðslu, að hún sé flokkuð og verðlögð eftir gæðum. En mat og flokkun á vöru er gagnslaus, ef ekki er um leið gerður mismunur á verði vörunnar eftir því, hvort hún er góð eða vond. íslendingar eru miklir aflamenn, veiðiskapur og nokkur áhætta er þeirra yndi. En þeir fara ekki alltaf vel með aflann. Við höfum ekki ennþá til- einkað okkur nægilega þá snyrtimennsku og þá smekkvísi, sem nauðsynleg er til þess að gera vör- una góða og útgengilega. Hreinlæti er talsvert ábótavant hér og skilningur á gildi þrifnaðar við meðferð matvæla er harla lítill, einkum þegar mat- vælin eru ætluð öðrum. Það eimir ennþá eftir af hugsunarhættinum, sem kom fram í orðtakinu gamla: „Þetta er fullgott í andskotans kaupmann- inn“. En við skyldum bara athuga það, íslending- ar, að allt er undir því komið, að kaupmaðurinn, þ. e. hinir erlendu innflytjendur, vilji vöruna, sem við framleiðum, og greiði fyrir liana eins og hún kostar og vel það. Fræðslustarfsemi um meðferð matvæla Hér þarf að hefja fræðslustarfsemi um meðferð matvæla. Fólk, sem vinnur í matvælaiðnaðinum, þarf að læra undirstöðuatrðin um eðli og samsetn- ingu matvælanna, um meðferð þeirra og geymslu, um þrifnað á vinnustöðum og um eigin heilbrigði. Mjög virðingarverð viðleitni í þessa átt hefur komið hér fram á vegum Fiskmats ríkisins. Ilafa þar um nokkur undanfarin ár verið haldin nám- skeið fyrir verkstjóra og matsmenn í hraðfrysti- húsunum. Er enginn vafi á því, að námskeið þessi hafa mikið aukið vandvirkni og kunnáttu við fram- leiðslu á freðfiski hér á landi. En hér þarf að gera meira. Það þarf að koma upp skóla fyrir þetta fólk. Skipstjórar og stýrimenn á fiskiskipum og verkstjórar og matsmenn í fisk- verkunarstöðvum þurfa að vera að minnsta kosti nokkra mánuði í skóla til þess að læra meðferð og verkun á fiski. Og fyrir háseta á fiskiskipum og starfsfólk í fiskverkunarstöðvum þarf að halda námskeið, þar scm þetta fólk getur endurgjalds- laust fengið fræðslu í undirstöðuatriðum við með- ferð og verkun á fiski. Sams konar fræðslustarfsemi er og nauðsynleg fyrir það fólk, sem vinnur að framlciðslu á kjöt- og mjólkurvörum. Sem sagt, kunnátta í því, sem verið cr að gera, þekking á því, sem menn eru með í höndunum og tilfinning fyrir gildi vöruvöndunar, þetta allt er öll- um þeim nauðsynlegt, sem að framleiðslunni vinna. Þetta þarf að kenna þjóðinni allri, því að þegar allt kemur til alls, þá vinnur öll þjóðin að framleiðsl- unni, þó að aðeins lítill hluti hennar dragi fisk úr sjó eða mjólki kýr í fjósi. Ég hef áður látið í ljós þá skoðun að auka þyrfti kennslu í raunvísindum eða náttúrufræðum í skól- um landsins. Það liggur í augum uppi, að bezta undirstaða allrar verkkunnáttu er þekking á hinuin náttúrulegu hlutum. Matvælaframleiðsla okkar ís- lendinga og útflutningur matvæla héðan byggist algcrlega á raunvísindalegum grundvelli. Göngur fiska og gróður jarðar, veiðitækni og kvikfjárrækt, vinnsla og geymsla á matvælum og flutningur þeirra á erlendan markað. Allt eru þetta viðfangs- efni raunvísindanna. Hér leiðir eitt af öðru: Meiri þekking á náttúrufræðum, meiri kunnátta í starfi, betri framleiðsluvörur og þar af leiðandi betri af- koma, bæði einstaklinga og þjóðarinnar í heild. 4 FHJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.