Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 7
ust atvinnuhættir, og var þá allur fiskur seldur ísvarinn úr landi. Bæði innlend og erlend fisktöku- skip fluttu fiskinn úr landi, og var þá mikil vinna hjá verkamönnum við afgreiðslu skipanna. Eftir styrjöldina jókst vinna mikið í hraðfrystihúsunum, því þá var farið að auka mikið framleiðslu á hraðfrystum fiski. Ennfremur hófst söltun fisks að nýju úr togurum á þriðja ári síðasta áratugs og skapaði það mikla vinnu. Þegar leyfð var frysting á togarafiski, lagðist saltfiskverkun að mestu niður, og var nú allur afli unninn í hraðfrystihúsum bæj- arins og í nágrannakauptúnunum. Utanbæjar- togarar lögðu á land þúsundir tonna af fiski árlega til vinnslu, en eftir að togaraútgerðir komu sér upp eigin hraðfrystihúsum lögðust þessar fiskland- anir niður. A þessum árum átti vélbátaútgerðin við mikla örðugleika að etja vegna aflaleysis á bátamiðunum fyrir Vestfjörðum, og voru margir bátar seldir úr bænum. En um það leyti sem fisk- afli úr togurum fór að minnka glæddist mjög afli vélbáta, og fóru útvegsmenn að láta smíða nýja báta, cg er nú vélbátaútgerðin aftur búin að ná sér og skipar nú aftur öndvegi í atvinnulifi kaup- staðarins. En þótt óbyrlega blási fyrir togaraútgerð- inni, er hún nauðsynlegur þáttur í atvinnulífinu, og togararnir verða, þrátt fyrir allt, stórvirkustu framleiðslutækin. Þrjú hraðfrystihús eru í kaupstaðnum, og hafa þau veitt mikla vinnu og hefur framleiðsla þeirra farið vaxandi ár frá ári. Rækjuverksmiðj- urnar eru orðnar þrjár og hefur starfræksla þeirra stórfellda þýðingu fyrir bæjarfélagið. Vinnur þar fjöldi fólks, og eru húsmæður í stórum meiri- hluta. Fiskimjölsverksmiðja hefur verið ein, og er nú búið að byggja aðra litla verksmiðju, sem vinn- ur úr rækjuskel, en rækjuskelin og rækjuúrgang- urinn hefur ekki áður verið nýttur. Það mun ekki vera fjarri sanni, að þessi fyrirtæki hafi framleitt á sl. dri útflutningsverðmæti fyrir um 40 milljónir króna. Ennfremur er skreiðarverkun nokkur og sömuleiðis harðfiskframleiðsla fyrir innanlandsmark- að. Iðnaðurinn þarf að aukast í iðnaði hefur þróunin, því miður, orðið of hæg- fara. Skipasmíðar standa fremstar á sviði iðnað- arins. Erá því að skipasmíðar hófust á ísafirði árið 1916 hafa skipasmíðastöðvarnar báðar smíðað 59 vélbáta, og er nú byrjað á þeim sextugasta. Skipa- viðgerðir eru miklar, og vantar tilfinnanlega stærri dráttarbraut. Ein stór vélsmiðja er í kaupstaðnum og nokkr- ar litlar smiðjur, sem allar hafa nægileg verkefni að vinna. íbúðarhúsabyggingar hafa verið miklar á sið- ustu árum, og mun láta nærri að nú séu í smíðum um 30 íbúðir í kaupstaðnum. Stærsta byggingin til atvinnurekstrar, sem reist hefur verið á síðustu árum, er fiskiðjuver ísfirðings hf. og er það um 20 þús. rúmmetra bygging. Landsbanki íslands byggði fyrir nokkrum árum vandað og veglegt hús yfir útibú sitt og er aðbúnaður og fyrirkomulag allt mjög rómað að verðleikum. Verzlun og samgöngur Verzlunin hefur dregizt saman. Því veldur, að fólki í nágrenni kaupstaðarins hefur mjög fækkað síðustu áratugina, og það að í byrjun þessarar aldar seldu ísfirzku verzlunarfyrirtækin afurðir sín- ar beint til útlanda og fluttu sjálfar inn allan verzl- unarvarning sinn. Á þessu hefur orðið mikil breyt- ing síðustu áratugina, og eiga viðskiptafjötrarnir, sem dundu yfir þjóðina á árunum eftir 1930, þar sök á. Skriffinnskan og hvers konar ríkisafskipti, sem síðan hafa verið ríkjandi, hafa leitt til þess að fyrirtæki úti um land hafa unnvörpum gefizt upp við innflutningsverzlun. Samgöngum við ísafjörð og Vestfirði almennt er mjög ábótavant. Samgöngur á sjó, til og frá Vestfjörðum, eru lakari en fyrir stríð. Þá voru tíðar beinar skipaferðir á milli ísafjarðar og Reykja- víkur, en nú telst það til viðburðar, ef svo er. Ferðir Skipaútgerðarinnar eru með þeim hætti, að komið er við á hverri höfn á Vestfjörðum, og tekur slíkt ferðalag eigi skemmri tima en 30 klukkustundir. ísfirðingar hafa aðallega ferðazt flugleiðis á síð- ustu árum, en flugið er stopult, enda er nú aðeins ein áætlunarflugvél til, sem getur lent á sjó, og annastdiún flugferðir til Vestfjarða. Þessi vél hefur fyrir löngu lifað sitt fegursta og þarf oft endurnýj- unar og viðgerða við, og liggur þá áætlunarflug niðri á meðan. Á þessu verður bót innan skamms, því að flugvallargerð við ísafjörð er nú langt á veg komin. Að sumrinu hefur farþegaflutningur verið mikill um ísafjarðardjúp og með bifreiðum frá Djúpi. Á sl. hausti var ísafjörður, og nágrenni hans, tengt akvegakerfi landsins. Það myndi fólki í öðrum landshlutum hafa þótt löng bið. Þessi vegur liggur FRJÁX.S TliRZLUN 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.